Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 14
FÓTBOLTI „Ég held að þetta sé ávís- un á gott Íslandsmót,“ segir Ey- steinn Láursson, miðvörður í Þrótti, um leiki 1. umferðar. „Það geta allir unnið alla og það stefnir í mjög spennandi Íslandsmót.“ „Valsmenn eru greinilega frískir. Það hefur verið eins hjá þeim og okkur þar sem pressan var öll á KR. Sjónir allra beindust að Lee Sharpe en pressan var eng- in á Valsmönnum.“ „Það kom á óvart að FH-ingar stóðu í ÍA en þeir eru til alls lík- legir. Skagamenn mæta dýrvit- lausir næst [gegn Þrótti] en að sama skapi ætlum við ekki að vera stigalausir eftir tvær um- ferðir. Það má búast við hörkuleik uppi á Skaga.“ „Maður bjóst við sigri Fylkis og þeir kláruðu þetta á upphafs- mínútunum. Það eru ekki öll lið sem fara til Eyja og sigra. Ég sá ekki leikinn en ætli rauða spjaldið á Bjarnólf hafi ekki verið vendi- punkturinn.“ Eysteinn lék vel gegn KR í frumraun sinni í efstu deild. „Þetta var erfiður leikur og við höfðum áhyggjur vegna þess að við erum með ungt og reynslulítið lið. Það virtist ekki há okkur í upphafi og það kom okkur á óvart hvað KR-ingar bökkuðu í byrjun. Við komust í 1:0, sem var drauma- byrjun og vorum óheppnir að komast ekki í 2:0 þegar þeir bjarga á línu.“ „Í seinni hálfleik fóru menn óbeint að hugsa um að halda fengnum hlut. Það kann ekki góðri lukku að stýra að bakka og KR- ingar komust meira og meira inn í leikinn. Eftir að við lendum 2:1 undir eigum við skot í stöng og svo fær okkar maður boltann en hittir hann ekki almennilega. Eft- ir á að hyggja var ég mjög sár og svekktur en úr því sem komið var fannst mér að 1:1 hefði verið sanngjarnt.“ „Fyrir mig sem nýliða í efstu deild er það frábært að fá tæki- færi til að kljást við Arnar. Hann var náttúrlega mjög erfiður. Við teljum okkur hafa náð að halda honum ágætlega í skefjum en hann kom samt inn einu marki og það var einu marki of mikið fyrir mig.“ ■ 14 21. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Mjódd • Dalbraut • Austurströnd Mjódd • Dalbraut • Austurströnd 1000 kr. tilboð Aukaálegg að eigin vali kr. 150 kr. 1.000 Stór pizza með 2 áleggstegundum sótt h a u s v e r k              !"!# $%&'($%&')  Trevor Sinclair, leikmaðurWest Ham, segist hafa fullan hug á að vera áfram í herbúðum liðsins þrátt fyrir að það spili í 1. deildinni í næstu leiktíð. Sinclair, sem hefur verið orðaður við önn- ur lið undanfarið, vildi fara frá West Ham árið 2001. Þá sagðist hann vera óánægður með veru sína á Upton Park. Manchester United er sagtvera á höttunum eftir Ruben Baraja, miðju- manni Valencia. Baraja, sem er 27 ára spænskur landsliðsmaður, á fimm ár eftir af samningi sínum við spænska lið- ið. Stórliðin Real Madrid og Barcelona eru einnig sögð hafa áhuga á kappan- um. Ávísun á gott Íslandsmót Eysteinn Lárusson, varnarmaður Þróttar, telur leiki 1. umferðar gefa fyrirheit um spennandi mót. EYSTEINN LÁRUSSON Eysteinn Pétur Lárusson í baráttu við Arnar Gunnlaugsson. Eysteinn lék mjög vel gegn KR í sínum fyrsta leik í efstu deild. Hann lék með Tindastóli og Hvöt áður en hann gekk til liðs við Þrótt fyrir síðustu leiktíð. KARLAR L U J T Stig Fylkir 1 1 0 0 3 KA 1 1 0 0 3 KR 1 1 0 0 3 Valur 1 1 0 0 3 FH 1 0 1 0 1 ÍA 1 0 1 0 1 ÍBV 1 0 0 1 0 Grindavík 1 0 0 1 0 Þróttur R. 1 0 0 1 0 Fram 1 0 0 1 0 2. UMFERÐ 24. maí Valur-ÍBV 24. maí KA-FH 24. maí ÍA-Þróttur R. 25. maí Fram-KR 26. maí Fylkir-Grindavík MÖRK Gunnar H. Þorvaldsson ÍBV Arnar Gunnlaugsson KR Björn Viðar Ásbjörnsson Fylkir Gunnlaugur Jónsson ÍA Haukur Ingi Guðnason Fylkir Hjálmar Þórarinsson Þróttur Hreinn Hringsson KA Jóhann Hreiðarsson Valur Jónas G. Garðarsson FH Ólafur Örn Bjarnason Grindavík Ómar Hákonarson Fram Sigurbjörn Hreiðarsson Valur Sigurður R. Eyjólfsson KR Steinar Tenden KA Sævar Þór Gíslason Fylkir Landsbankadeild karla: Sigurmarkið er Sigurbjörns FÓTBOLTI Sigurbjörn Hreiðarsson skoraði sigurmark Valsmanna í Grindavík á sunnudag. Markið var upphaflega skráð á Jóhann, yngri bróðir Sigurbjörns, sem skaut að marki en boltinn breytti um stefnu af Sigurbirni á leiðinni í markið. Breytt skráningin byggir á leiðbein- ingum FIFA sem segja að sá leik- maður sóknarliðsins sem síðastur snerti boltann skoraði markið. Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson er einn markahæstur í Landsbankadeildinni því hann skor- aði tvisvar í 1. umferð en fjórtán leikmenn skoruðu eitt mark hver. ■ SIGURBJÖRN HREIÐARSSON Sigurbjörn skoraði sigurmark Vals. ■ Fótbolti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.