Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 8
8 21. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR VORSTEMNINGIN Þau hafa aldrei verið full svo snemma. Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi um lón Landvirkjunar. DV, 20. maí. EKKI STJÓRNARSAMSTARF Ég hef verið þeirrar skoðunar að stjórnarsáttmálar eigi að vera stuttir. Davíð Oddsson. DV, 20. maí. ÁSAMT FLEIRU Aflaskipið Guðrún Gísladóttir þarf að komast upp á yfirborðið. Gunnar Guðmundsson, 20. maí. Orðrétt SÁDI ARABÍA, AP Bandaríska sendi- ráðinu í Riyadh, höfuðborg Sádi- Arabíu, hefur verið lokað tíma- bundið vegna ótta um fleiri yfir- vofandi hryðjuverkaárásir. Yfirvöld í Sádi-Arabíu telja sig hafa góðar heimildir fyrir því að 50 herskáir múslimar séu í þann mund að skipuleggja sjálfsmorðsárásir víðs vegar í landinu. Telja þau einnig að fyr- irhuguð skotmörk séu líklega bandarísk og hafa þess vegna ráðlagt sendiherra Bandaríkj- anna að loka sendiráðinu og öðr- um konsúlötum tímabundið. „Stjórnvöld hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði prins Saud al-Faisal, utan- ríkisráðherra Sádi-Arabíu. „Það eina sem við gerum núna er að vona það besta og óttast það ver- sta.“ Hópur 60 rannsóknarmanna frá FBI og öðrum öryggisstofn- unum Bandaríkjanna hafa lið- sinnt Sádum undanfarið í rann- sókn á sprengingum sem urðu 34 að aldurtila fyrir stuttu. ■ FRÁ RIYADH Líkur benda til að fleiri árásir séu yfirvof- andi. Mikil hræðsla við fleiri hryðjuverk: Óttast það versta Auglýsingaherferð í Brasilíu: Holdsveiki útrýmt BRASILÍA, AP Brasilísk stjórnvöld ætla að berjast við holdsveiki með auglýsingaherferð sem sýn- ir fallega kroppa sóla sig á ströndinni. Holdsveiki er enn til staðar í landinu og vegna þess hve fólk með veikina er illa séð hefur reynst erfitt að finna þá sem verst þjást. Stjórnvöld vona að auglýsingarnar auk þess að bjóða fría meðferð á spítölum landsins beri þann árangur að holdsveiki verði útrýmt árið 2005. ■ Heilbrigðisdeild - Iðjuþjálfun Krefjandi og skemmtilegt nám Ég flutti til Akureyrar fyrir fjórum árum til að læra iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri og sé alls ekki eftir því að hafa komið hingað norður. Þetta eru búin að vera fjögur frábær ár, ég hef kynnst fullt af fólki og námið er búið að vera krefjandi en mjög skemmtilegt. Kristjana Milla Snorradóttir Nemandi á 4. ári í iðjuþjálfun Umsóknarfrestur er til 5. júní 2003 Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í afgreiðslu háskólans á Sólborg (sími 463 0900) og á heimasíðunni, www.unak.is Nám í iðjuþjálfun tekur fjögur ár til B.Sc. gráðu. Nemendur öðlast þekkingu á byggingu og starfsemi huga, heila og líkama ásamt því að fá innsýn í sjúkdóma, áföll og annað sem getur ógnað iðju, heilsu og vellíðan og læra fjölbreyttar aðferðir til að koma í veg fyrir og takast á við vanda fólks. Iðjuþjálfar starfa hjá ýmsum heilbrigðisstofnunum, í félagsþjónustunni, skólum, hjá félagasamtökum og fyrirtækjum. FLUGVÉL SNÚIÐ VIÐ Flugvél með utanríkisráðherra Danmerkur innanborðs, sem er í opinberu ferðalagi í Miðausturlöndum, var óvænt snúið við. Ástæðan var sú að einn meðlimur áhafn- arinnar fann tóman kassa með grunsamlegri orðsendingu. Ótt- ast var að um sprengjuhótun væri að ræða en svo var ekki. Vélin var á leið frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. SPRENGING Á KAFFIHÚSI Ein kona lést og önnur særðist þegar sprengja sprakk á salerni á kaffi- húsi í miðborg Ankara, höfuðborg- ar Tyrklands. Grunur leikur á því að konan sem fórst hafi verið með sprengjuna á sér og hún hafi sprungið áður en konunni tókst að koma henni fyrir á réttum stað. Enginn hefur lýst ábyrgð á tilræð- inu á hendur sér og ekki er vitað hvers vegna það var framið. ■ Evrópa CASABLANCA, AP Marokkósku lög- reglunni hefur tekist að bera kennsl á hryðjuverkamennina sem létust í sjálfsmorðsárásunum í Casablanca um helgina. Reynd- ust þeir allir vera ungir Marokkó- ar og flestir þeirra námsmenn. Einn árásarmannanna lifði af og hefur, að sögn lögreglunnar, veitt mikilvægar upplýsingar varðandi tengsl árásarmannanna við al- þjóðleg hryðjuverkasamtök. Upphaflega var álitið að árás- irnar fimm hefðu verið vandlega skipulagðar en við nánari athugun hefur komið í ljós að hryðjuverka- mennirnir hafa að líkindum mis- reiknað sig þegar þeir völdu skot- mörk sín. Þykir það benda til þess að mennirnir hafi ekki verið á vegum háþróaðra hryðjuverka- samtaka á borð við al Kaída. Einn árásarmannanna sprengdi sig í loft upp hjá gömlum gosbrunni og varð valdur að dauða þriggja múslíma. Flest bendir til þess að hann hafi ætlað að stilla sér upp við annan gos- brunn skammt frá kirkjugarði gyðinga. Á Hotel Farah reyndu hryðjuverkamennirnir árangurs- laust að brjótast fram hjá öryggis- vörðum. Sprengdu þeir að lokum sprengjur sínar við innganginn með þeim afleiðingum að verðirn- ir létu lífið. Að lokum hefur verið bent á að menningarmiðstöð gyð- inga, þar sem ein sprengjan sprakk, var lokuð og mannlaus þegar árásin var gerð. ■ HEIMKYNNI HRYÐJUVERKAMANN- ANNA Marokkóskar öryggissveitir telja að margir árásarmannanna hafi komið frá fátækra- hverfinu Sidi Moumen í Casablanca. Lögreglan hefur borið kennsl á árásarmennina: Ungir og illa skipulagðir SRI LANKA, AP Tala látinna í flóðum og aurskriðum sem gengið hafa yfir Sri Lanka síðustu daga er komin yfir 200 manns og 200 ann- arra er saknað. Að minnsta kosti 60 þúsund hús eru skemmd eða eyðilögð. Eru þetta verstu nátt- úruhamfarir á eyjunni í langan tíma. Þúsundir manna sneru til síns heima eftir að hafa flúið verstu rigningarnar og fundu hús sín hrunin eða horfin og ringulreið greip um sig. Matarskortur er far- inn að gera vart við sig og hafa hjálparstofnanir víðs vegar í heiminum þegar sent matvæli og klæði til landsins. Sólin skein í fyrsta sinn eftir miklar rigningar og gerði þeim sem enn eiga þak yfir höfuð kleift að hefja hreinsunaraðgerðir. Raf- magn hefur einnig komist á aftur í hluta landsins. Rigningarnar hófust í þann mund sem mikil hátíð stóð yfir til að heiðra fæðingu, dauða og upp- lifanir Búdda. ■ FRÁ RATNAPURA Það svæði sem orðið hefur harðast úti í flóðunum. Íbúar Sri Lanka snúa til síns heima: Aðstæður hræðilegar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.