Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 2
2 21. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR “Ef trén eru í réttum jarðvegi geta þeir líklega gert það.“ Landvernd stendur frammi fyrir miklum fjárhags- örðugleikum sem ekki sér fyrir endann á. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir er formaður Landverndar. Spurningdagsins Ólöf, vaxa peningarnir ekki á trjánum? ■ Evrópa JAFNRÉTTI „Nú bíðum við eftir við- brögðum Vinnueftirlitsins. Það verður spennandi að sjá hvernig brugðist verður við,“ segir Sigrún Viktorsdóttir, mannfræðingur og starfsmaður Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur, sem sent hefur fyrsta eineltis- málið til Vinnu- eftirlitsins eftir breytingar á vinnulöggjöfinni sem gengu í gildi 15. mars s í ð a s t l i ð i n n . Með breytingun- um er Vinnueft- irlitinu gefið vald til að rann- saka eineltismál á vinnustöðum og grípa í tau- mana ef þurfa þykir. Fær vinnueftirlitið heimild til að fara í viðkomandi fyrirtæki í þeim tilgangi að fá botn í málin. Sigrún Viktorsdóttir segir að 8- 12 prósent vinnandi manna verði fyrir einelti á vinnustað einhvern tíma á starfsævinni. Dregur Sig- rún ekki í efa og er reyndar viss um að fleiri eineltismál verði send Vinueftirlitinu á næstunni í kjöl- far fyrrgreindra breytinga á vinnulöggjöfinni: „Birtingarmyndir eineltis á vinnustað eru margar og flóknar; teygja sig allt frá útskúfun og hót- unum yfir í almennar aðfinnslur um vinnubrögð,“ segir Sigrún. „Konur eru í miklum meirihluta þolenda, eða um 70 prósent, en gerendur eru af báðum kynjum og þar er enginn munur á.“ Niðurstöður erlendra rannsókna á eðli eineltis á vinnustað benda til þess að grunnurinn að öllu saman sé sá að reyna að flæma fórnarlambið af vinnustað í stað þess að beita uppsögn: „Með því móti firra ger- endur sig þeirri ábyrgð sem fylgir því að segja starfsmanni upp, kannski af óljósum ástæðum,“ segir Sigrún Viktorsdóttir. Niðurstöðu Vinnueftirlitsins vegna þessa eineltismáls er að vænta innan tíðar. Kærandinn er kona á miðjum aldri sem kært hefur stjórnendur fyrirtækis sem hún starfar hjá í Reykjavík fyrir að gera sér dagleg störf erfið með stöðugum athugasemdum og af- skiptaleysi í bland. Sættir hún sig ekki við það viðmót sem hún þarf að búa við á vinnustað sínum. eir@frettabladid.is SIGRÚN VIKTORSDÓTTIR Gerendur eineltis vilja oft firra sig þeirri ábyrgð sem fylgir því að segja starfsmanni upp. Fyrsta eineltismálið til Vinnueftirlitsins Verslunarmannafélagið bíður nú viðbragða Vinnueftirlitsins vegna fyrsta eineltismálsins. Kærandinn er kona í reykvísku fyrirtæki sem finnst hún sniðgengin á vinnustað. FR ÉT TA B LA Ð Ð /R Ó B ER T Júróbíll SKODA OCTAVIA W/G 10/00. Ekinn 28 þ. km. Vél 1600 cc. Beinskiptur. Verð 1.140 þ. kr. www.toyota.is „Neverných odmení a verných trestá“ Kauptu Júróbíl fyrir 24. maí. Þú gætir unnið bíl til ókeypis afnota í heilt ár! KONGÓ, AP Óbreyttir borgarar í borginni Bunia í norðausturhluta Kongó hafa sakað vígasveitir Lendu-ættbálksins um mannát. Ættbálkarnir Lendu og Hema lögðu niður vopn fyrir fáeinum dögum eftir að hafa barist hat- rammlega í rúma viku. Íbúar Bunia halda því fram að vígasveitir Lendu-ættbálksins hafi rist fórnarlömb sín á hol, rif- ið úr þeim hjarta, lungu og lifur og lagt sér líffærin til munns. Það sem býr að baki þessari af- brigðilegu hegðun er hjátrú og óútskýranlegt hatur, að sögn belgísks prests sem búsettur hef- ur verið í Kongó í rúma þrjá ára- tugi. Presturinn heldur því fram að kynfæri sumra fórnar- lambanna hafi verið skorin af í þeim tilgangi að nota þau í sær- ingar. Sameinuðu þjóðirnar hafa tek- ið þessar ásakanirnar mjög alvar- lega og hafa þegar hrint af stað rannsókn. Vígamenn kongóskra ættbálka hafa áður gerst sekir um mannát. ■ KONGÓSKIR FEÐGAR Fjöldi þorpsbúa liggur særður á bráðabirgðasjúkrahúsum í Bunia eftir blóðug átök síðustu daga. Kongóskar vígasveitir sakaðar um mannát: Líffæri rifin út og étin VERSLUNIN DRAUMURINN Lögreglan gerði húsleit í versluninni en vill ekki upplýsa hvað var þess valdandi eða hvort ábendingar hafi borist um að þar væri eitthvað að finna. Tuttugu grömm af fíkniefnum fundust við leitina. Lögregluaðgerðir í Draumnum: Fundu áfengi og amfetamín FÍKNIEFNAMÁL Tuttugu grömm af amfetamíni fundust við leit í versluninni Draumnum í fyrra- kvöld. Lögreglan lokaði verslun- inni og handtók þrjá menn. Einum þeirra var sleppt fljótlega en hin- ir tveir sátu í fangageymslu áfram og voru yfirheyrðir í gær. Þeim var sleppt eftir yfirheyrslur. Lögreglan vildi ekki upplýsa hvað var þess valdandi að leitað var í versluninni. Auk fíkniefna fannst eitthvað af áfengi. Heil- brigðiseftirlitið var kallað til og vann að því í gær að hreinsa út skemmd matvæli og önnur óhreinindi. ■ Þrítugur Grikki reif bæði augun úr sér á flugvellinum í Aþenu eft- ir að lögregla handtók hann vegna skilorðsbundins dóms sem hann hlaut nokkru áður. Maður- inn var sendur á spítala þar sem læknar reyndu að bjarga því sem bjargað yrði. SVEITARSTJÓRNARMÁL Mikil ásókn er í að eignast sumarhús í Súðavík ef marka má þann fjölda tilboða sem hreppnum barst í tvö einbýlishús á snjóflóðasvæðinu í gömlu byggðinni. Hreppurinn bauð húsin til sölu og mikil viðbrögð urðu því í gær reyndust tilboðin vera 21 talsins. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á ríf- lega 5,2 milljónir króna en það lægsta upp á 250 þúsund krónur. „Þetta eru tilboð frá fólki sem á rætur á svæðinu. Súðavík er sumarparadís sem margir kunna orðið að meta. Hér þrefaldast fjöldi íbúanna þegar best lætur á sumri,“ segir Ómar. Þegar er fjöldi húsa í gömlu Súðavík í eigu fólks annars stað- ar af á landinu. Ómar segir að fyrstu húsin hafi verið seld ódýrt en verðmæti hús- anna hafi síðan mjakast upp á við. „Það er ákveðin vakning fyrir Súðavík sem sumarstað,“ segir Ómar sveitarstjóri. Ákvörðun um sölu húsanna verður tekin á fundi hrepps- nefndar Súðavíkurhrepps í næstu viku. ■ SÚÐAVÍK Nesvegur 9 er annað tveggja húsa sem eru til sölu. Fimm aðilar buðu yfir fjórar milljónir króna. Einbýlishús á snjóflóðasvæði boðin til sölu: Slegist um sumarhúsin í Súðavík ÓMAR ÞÓR JÓNSSON Ánægður með sumarparadísina í Súðavík. „ Birtingar- myndir einelt- is á vinnustað eru margar og flóknar; teygja sig allt frá útskúfun og hótunum yfir í almenn- ar aðfinnslur um vinnu- brögð. Miðausturlönd: Varað við falli Abbas SÞ, AP Terje Röd-Larsen, æðsti fulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um málefni Miðaustur- landa, segir að ríkisstjórn Mahm- oud Abbas, forsætisráðherra Palestínu, hrökklist frá völdum ef sjálfsmorðsárásum linnir ekki og Ísraelar sýna ekki samstarfsvilja. Röd-Larsen lagði áherslu á að Ísraelar og Palestínumenn yrðu að vinna saman til að tryggja póli- tíska framtíð Abbas. Forsætisráð- herrann hefur heitið því að berj- ast gegn árásum palestínskra vígamanna og stöðva árásir á Ísraela. ■ Borgarráð: Deilt um bæjarstæði BORGARRÁÐ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Ólafur F. Magnússon leggjast gegn bygg- ingu hótels á bæjarstæði land- námsbæjar Ingólfs. Sjálfstæðismenn bókuðu á borgarráðsfundi að bæjarstæðinu væri ekki sýnd virðing með hótel- byggingu. Nær væri að fornleifar hefðu forgang sökum sögulegs gildis. Þeir vilja breyta bæjar- stæðinu og gamla kirkjugarðinum í lítinn garð sem ferðamenn myndu heimsækja. Ólafur F. vill varðveita forn- minjarnar á svæðinu og er mót- fallinn því að þjóðargersemum verði komið fyrir í kjallara hótels. Borgarráðsfulltrúar Reykja- víkurlistans létu bóka að vel fari á að byggja upp í miðbænum ásamt því að sýna fornminjar. ■ TERJE RÖD- LARSEN Segir Ísraela þurfa að vinna með Abbas vilji þeir frið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.