Fréttablaðið - 26.05.2003, Page 2

Fréttablaðið - 26.05.2003, Page 2
2 26. maí 2003 MÁNUDAGUR Ég held að það verði mjög skemmtilegt, eins og alltaf. Ég held að það sé ekki verra að menntamálaráðherra sé með börn á skólaaldri. Þetta verða skemmti- legir fundir og eflaust ánægjulegir. Fái maður á baukinn verður bara að hafa það.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tekur við embætti menntamálaráðherra um áramót. Hún á tvo syni, þriggja og átta ára, og á að auki von á þriðja barni sínu. Spurningdagsins Hvernig verður að mæta á foreldrafundi? ■ LögreglumálReiðir íbúar jarðskjálftasvæðanna í Alsír: Stjórnmálamenn eru morðingjar JARÐSKJÁLFTAR Tala látinna eftir jarðskjálftann í Alsír er nú kom- in yfir 2.000, og enn eru margir ófundnir í rústunum. Óttast er að um það bil 3.000 manns hafi látið lífið, en tæplega 9.000 manns eru illa slasaðir. Mikil reiði hefur gripið um sig meðal alsírsks almennings sem gagnrýnir stjórn landsins harðlega fyrir léleg viðbrögð. Forseti landsins, Abdelaziz Bou- teflika, heimsótti jarðskjálfta- svæðið á laugardag, en öskureið- ir íbúar hreyttu í hann ónotum og hrópuðu að honum slagorðið Pouvoir assassin, eða „Stjórn- málamenn eru morðingjar“. Ekkert bráðabirgðahúsnæði hefur verið tekið í notkun og fjöldi manna hefst við undir beru lofti. Mikill skortur er á vatni, mat og hjálpargögnum og alþjóðlegar björgunarsveitir búa sig nú til brottfarar. Málsvari bresku björgunar- sveitarinnar, Mike Penrose, sagði nánast engar líkur á að finna fleiri á lífi. „Við viljum ekki stofna okkar eigin fólki í meiri hættu með því að senda það áfram inn í rústirnar. Þetta er bara búið,“ sagði hann. ■ Gjaldkerinn játar fjárdrátt Aðalgjaldkeri Landssímans hefur játað stórfelldan fjárdrátt og vill að- stoða við lausn málsins. Meintir samverkamenn neita sök. Landssíminn segir skýringar þeirra um lántöku ekki standast. LÖGREGLUMÁL Sveinbjörn Krist- jánsson, aðalgjaldkeri Landssíma Íslands, hefur játað stórfelldan fjárdrátt frá fyrirtækinu. Gjaldkerinn mun hafa verið samvinnufús frá því málið komst upp. Með þeim hætti getur hann haft áhrif á hugs- anlega refsingu. Sveinbjörn hef- ur þó kært til Hæstaréttar úr- skurð héraðsdóms um tveggja vikna g æ s l u v a r ð h a l d . Það sama gildir um meinta sam- verkamenn Sveinbjörns, athafna- mennina Árna Þór Vigfússon og Kristján Ragnar Kristjánsson, sem voru úrskurðaðir í tíu daga varðhald. Kristján Ragnar og Sveinbjörn eru bræður. Eigur mannanna hafa verið kyrrsettar. Þeir eru allir vistaðir á Litla-Hrauni. Fastlega er búist við að Hæstiréttur fjalli um kæru þeirra vegna varðhaldsins í dag. Árni Þór og Kristján Ragnar neita allri sök. Þeir segja að 130 milljónir króna sem á árinu 1999 voru færðar frá Landssímanum á reikning félags þeirra, Alvöru lífsins ehf., hafi verið lán. Lög- regla gefur mönnunum tveimur aftur á móti að sök að hafa vitað að engin heimild var fyrir slíku láni. Útlit er fyrir að Alvara lífs- ins hafi endurgreitt Landssíman- um um 20 milljónir króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að gjaldkerinn hafi einnig „lánað“ sjálfum sér persónulega og jafnvel fleiri aðilum fé Lands- símans. Miðað við óstaðfestar upplýsingar sem nú liggja fyrir nemur heildarfjárdrátturinn um 150 milljónum. Mikið rannsóknar- starf er þó óunnið hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem verst frétta af málinu. Heiðrún Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Landssímans, segir augljóst að sú skýring Árna Þórs og Kristjáns Ragnars að þeir hafi fengið lán hjá Landssímanum standist ekki. „Landssíminn stundar al- mennt ekki lánastarfsemi til ut- anaðkomandi. Það hefur ein- göngu gerst í tilfellum á borð við það þegar samið er um skuldir viðskiptavina eða þegar um er að ræða lán til dótturfyrirtækja. Það ætti að hafa verið þessum at- hafnamönnum fullljóst að bróðir annars þeirra, sem vill svo til að var gjaldkeri Landssímans, hefur enga heimild til að lána þeim fé fyrirtækisins – og það án þess að þeir skrifi upp á neina pappíra eða leggi fram veð eða trygging- ar,“ segir Heiðrún. gar@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Geðsjúkdómar fara ekki í sumarfrí,“ segir Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, sem óttast alvarlegar afleiðingar sumarlokana geðdeilda. „Bara það að tilkynning ber- ist um að fyrirhugað sé að loka raskar ró fólks,“ segir Sveinn. Að sögn Sveins skapast vand- ræðaástand á sumrin við lokun geðdeildanna. „Fólk fer að taka til eigin ráða, eins og að taka inn lyf án samráðs við fagfólk.“ „Það eru mun minni sumar- lokanir í ár en hafa nokkru sinni verið,“ segir Eydís Sveinbjarn- ardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar- geðsviðs á Landspítalanum. Að hennar sögn verður fjórum litl- um einingum lokað í 4 til 5 vikur í sumar. „Það er unnið þannig að sjúk- lingur kemur inn, klárar sína meðferð og útskrifast,“ segir Eydís. Hún segir engum skjól- stæðingum úthýst, 23 geðdeildir séu á spítalanum og sjúklingar sem ekki hafi lokið meðferð sinni séu fluttir á aðrar deildir meðan lokað er. „Það þarf að gefa starfsfólk- inu sumarleyfi,“ segir Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlækn- ir. Hann bendir á að þörf fyrir þjónustu sé oft í lágmarki á sumrin og um skipulagsatriði sé að ræða, þar sem sumar deildir taki meira á sig þegar aðrar loka. „Það er ekki hægt að manna allar deildir yfir hásumarið. Það eru ekki til sérfróðir aðilar til þess að hlaupa inn í allt sem þarf að gera,“ segir Haukur. ■ Framkvæmdastjóri Geðhjálpar gagnrýnir lokanir geðdeilda: Geðsjúkdómar fara ekki í sumarfrí LANDSÍMINN „Það ætti að hafa verið þessum athafnamönnum fullljóst að bróðir annars þeirra, sem vill svo til að var gjaldkeri Landssímans, hefur enga heimild til að lána þeim fé,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landssímans. LJÓN UDAYS Sættu illri meðferð í Bagdad en eignast nú nýtt líf í Suður-Afríku. Gæludýr Udays: Ljón og blindur björn LJÓNAFJÖLSKYLDA Ljón, sem voru alin í einkadýragarði Udays, elsta sonar Saddams Hussein, verða flutt til Suður-Afríku þar sem þau munu eignast nýtt heimili. Um er að ræða ljónynju með sex mánaðargamla unga. Fjöl- skyldan verður flutt flugleiðis til Suður-Afríku. Ljónynjan dvelur nú með ungana í höll sem var í eigu Udays, en er nú bækistöð bandarískra hermanna í Bagdad. Hussein var þekktur fyrir dá- læti sitt á grimmum dýrum, hrað- skreiðum bílum og fögrum kon- um. Að sögn Maas voru dýrin þó í hörmulegu ástandi þegar þau fundust. Annað gæludýr Udays, gamall, blindur skógarbjörn, verður fluttur í dýragarð í Grikk- landi. Uday sjálfur hvarf meðan á inn- rás Bandaríkjamanna stóð og hefur ekkert spurst til hans síðan. ■ BÍLAINNBROT Í REYKJAVÍK Mikið var um innbrot í bíla í Reykjavík um helgina. Tilkynnt hafði verið um 17 innbrot til lögreglu seinni- part sunnudags, sem mun vera óvenju mikið. BARNSBURÐUR Í SJÚKRABÍL Kona ól barn á leiðinni frá Súðavík til Ísafjarðar um helgina. Sjúkrabíll- inn var kallaður til um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags og var barnið komið í heiminn rúmum hálftíma síðar. Lögreglumaður ók bílnum meðan sjúkraflutninga- mennirnir tóku á móti barninu. Móður og barni heilsast vel. ERILL Í REYKJAVÍK Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina. 24 þurftu að sitja í fanga- geymslum lögreglunnar, 12 voru teknir grunaðir um ölvun við akst- ur og mikil ölvun var í miðborg- inni. Að sögn lögreglu var óvenju mikið kvartað undan hávaða í heimahúsum aðfararnótt sunnu- dags. BÍLVELTA Á LAUGARVATNSVEGI Maður velti bíl á Laugarvatnsvegi um sjöleytið á laugardag. Var maðurinn fluttur á Landspítalann með beinbrot. Að sögn lögreglu er bíllinn mikið skemmdur en mað- urinn var einn á ferð. Hann er grunaður um ölvun við akstur. SKJÁLFTASVÆÐIÐ Í ALSÍR Íslendingarnir sem unnu að björgunar- störfum í Alsír um helgina ætla að halda heimleiðis þar sem von þykir úti um ár- angur af starfi þeirra. Íslenska rústabjörgunar- sveitin í Alsír: Hugar að heimför HAMFARIR Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hugar nú að heimför eftir að hafa verið um helgina við leitarstörf á jarðskjálftasvæðinu í Alsír. Íslenska björgunarsveitin leit- aði á laugardag við hruninn leik- skóla í borg um 50 kílómetra aust- ur af Algeirsborg. Í gær leitaði sveitin ásamt sex manna flokki frá Tyrklandi í smábæ sem er um 80 kílómetra frá höfuðborginni. Eng- inn fannst á lífi á þessum stöðum. Vonir um að fleiri finnist á lífi minnka með hverri klukkustund. Sveitin fór aftur til bækistöðva sinna í gærkvöld og hyggur á heimferð. Hugsanlegt er að Íslend- ingarnir sautján komist með flugi frá Alsír á morgun. ARIEL SHARON Stjórn Ísrales samþykkti í gær vegvísi til friðar í Miðausturlöndum. Ríkisstjórn Ísraels: Palestínuríki fyrir 2005 FRIÐARSAMKOMULAG Ísraelsstjórn hefur samþykkt friðarhugmyndir Bandaríkjamanna, sem hljóða upp á að „skref fyrir skref“ verið stuðl- að að myndun Palestínuríkis fyrir árið 2005.. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hafði margt við hugmynd- irnar að athuga, en lét til leiðast eftir mikinn þrýsting frá Banda- ríkjamönnum. Hann naut ekki stuðnings allra ráðherra í Likud- flokknum. Tólf voru með, sjö voru á móti og fjórir sátu hjá. Í áætluninni, sem nefnd er Veg- vísir til friðar, er tekið fram að landtöku Ísraelsmanna verði að linna enda sé hún ein helsta hindr- unin í vegi friðar í Mið-Austur- löndum. Sharon segir að eingöngu byggðir, sem ekki eru á ísraelsku landi samkvæmt stjórnarskrá, verði stöðvaðar. Hann krefst þess að Palestínumenn hætti öllum árásum. Palestínumenn hafa fallist á samkomulagið og segjast treysta Bandaríkjamönnum til að útfæra hugmyndirnar. ■ FÉKK SÚPUPOTT YFIR SIG Nítján mánaða gamall drengur liggur á gjörgæslu alvarlega brenndur. Drengurinn brenndist er hann fékk súpupott yfir sig. Líðan drengsins er eftir atvikum. Á OFSAHRAÐA Í VATNSSKARÐI Maður um tvítugt var tekinn á 145 km hraða í Vatnsskarði. Lögreglan á Sauðárkróki stöðvaði auk hans sjö ökumenn fyrir of hraðan akstur á laugardag. VINNUSLYS Á VATNSENDA Maður var fluttur á slysadeild er grafa sem hann var að vinna á valt. Slys- ið átti sér stað við Vatnsenda en hann vann þar við framkvæmdir. Maðurinn slapp lítið meiddur. BÚIÐ Í TJÖLDUM Tjaldbúðir hafa verið settar upp víða á skjálftasvæðunum, en stjórnvöld eru harð- lega gagnrýnd fyrir að útvega ekki fólki bráðabirgðahúsnæði. Margir hafast við undir beru lofti. ■ Lögreglumál HAUKUR VALDIMARSSON Aðstoðarlandlæknir segir ekki til sérfróða aðila til þess að manna deildir meðan starfsfólk þeirra fer í sumarfrí. ■ Heimildir Fréttablaðsins herma að gjaldkerinn hafi einnig „lánað“ sjálfum sér per- sónulega.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.