Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2003, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 26.05.2003, Qupperneq 13
■ Bandaríkin 13MÁNUDAGUR 26. maí 2003 Samskip: Kaupa belgískt fyrirtæki VIÐSKIPTI Samskip hafa keypt belg- ískt fyrirtæki sem verið hefur um- boðsaðili Samskipa í Hollandi, Belg- íu og Lúxemborg. Félagið heitir nú Belgo-Ruys en nafninu verður breytt í Samskip NV. Félagið hefur aðallega sinnt umboðsþjónustu og flutningsmiðl- un. Framkvæmdastjóri verður Björn Einarsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Samskipa BV í Rotterdam. Samtals reka Samskip 27 skrif- stofur í 12 löndum. ■ OFBELDI Í GARÐ ARABA Nefnd sem gætir réttar araba í Banda- ríkjunum hefur skráð 865 tilfelli um ofbeldi gegn aröbum eða múslímum síðan 11. september 2001. Um 700 árásir áttu sér stað á fyrstu níu vik- unum eftir hryðju- verkin, þar á meðal morð. Einnig hafa verið skráð hátt í 800 tilfelli um mismunun á vinnustað. HETJULEGUR DAUÐDAGI Fjall- göngumaður bjargaði félaga sín- um þegar hann hrinti honum úr vegi fimm tonna bjargs sem kom veltandi niður fjallshlíðina. Mað- urinn náði þó ekki að forða sjálf- um sér og lenti undir bjarginu. Samferðamenn hans reyndu ár- angurslaust að ná honum undan bjarginu. Maðurinn var látinn þegar björgunarmenn komu á staðinn. LÍK GRAFIN UPP Útfararþjónusta í Flórída hefur verið ákærð fyrir að grafa upp gömul lík til þess að koma nýjum fyrir. Fyrirtækið hefur samþykkt að greiða sem svarar rúmum milljarði íslenskra króna í sektir og skaðabætur. Tveir starfsmenn fyrirtækisins eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi vegna málsins. OPNUNARHÁTÍÐ Veðrið lék við Akurnesinga á opnunarhátíðinni. Húsasmiðjan: Ný verslun á Akranesi AKRANES Húsasmiðjan opnaði sl. laugardag nýja verslun á Akra- nesi. Í tilefni þess var haldin opn- unarhátíð þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur í rjómablíðu, en rúmlega þúsund manns létu sjá sig á hátíðinni. Öllum heimilum var sent vegg- spjald og fólk hvatt til þess að hengja það í glugga sína. Af þeim húsum voru 50 valin af handahófi og vinningar síðan dregnir út handa íbúum þeirra. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.