Fréttablaðið - 26.05.2003, Síða 14
26. maí 2003 MÁNUDAGUR
Söluskrifstofan er á
Suðurlandsbraut 24
Opið alla virka daga 9-17.
Þjónustuverið er opið virka daga 9-17, laugardaga 10-16 og sunnudaga 11-15,
sími 5 500 600. Þú getur einnig skoðað og bókað á IcelandExpress.is.
Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl.
Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Nærri 20 milljónir
flóttamanna
Einn af hverjum 300 jarðarbúum er flóttamaður. Flóttafólk fyrirfinnst
í öllum löndum í öllum heimsálfum. En hvaða fólk er flóttamenn og
hvaða framtíð á það?
BBC/UNHRC Flóttafólk er það fólk
sem flýr heimaland sitt vegna of-
sókna af einhverju tagi og getur
ekki snúið heim
aftur fyrr en að-
stæður breytast.
Veröld flótta-
fólks er ólík því
sem við þekkjum
hér á Íslandi. Það hefur ekki
aðgang að því sem okkur finnst
sjálfsagt; vatni, rafmagni, hita,
mat og húsaskjóli.
Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna telur að um það bil 20
milljónir flóttamanna séu í
heiminum í dag. Þá er ekki talið
allt það fólk sem yfirgefur land
sitt fyrir grænni haga í vest-
rænum heimi og lendir gjarna í
klóm illvígra smyglara. Þá er
heldur ekki talið allt það fólk sem
hefur flúið heimili sín vegna
ofsókna en hefur ekki yfirgefið
land sitt.
Ástæður þess að fólk verður að
flýja heimalandið eru margvísleg-
ar. Deilur um trúarbrögð, ætt-
bálkaerjur eða borgarastyrjaldir
eru þar efst á blaði. Oft á tíðum
upplifir flóttafólk það versta sem
finnst í mannlegu eðli, mannhatur
og þvílíka reiði að vinir og ná-
grannar til margra ára geta lent í
átökum sem enda í hryllilegu
blóðbaði.
„Ég á enga framtíð og heldur
ekki fortíð,“ segir Yolande
Mukagasana, sem flýði frá Rú-
anda. „Ég á engan mann lengur,
engin börn lengur, ekkert þak
yfir höfuðið. Ég var allt í einu
komin neðst í þjóðfélagsstigann;
flóttamaður.“ Mukagasana horfði
upp á morðin á börnum sínum
þrem og eiginmanni og átti fótum
sínum fjör að launa.
„Pabba var saknað í langan
■
„Fyrirgefið mér
fyrir að verja
ykkur ekki fyrir
sveðjunum.“
FLÓTTAMENN Í PAKISTAN
Fjórir af 2,1 milljón flóttamanna í landinu.