Fréttablaðið - 26.05.2003, Page 15

Fréttablaðið - 26.05.2003, Page 15
MÁNUDAGUR 26. maí 2003 FLÓTTAMANNABÚÐIR Í LÍBERÍU Hýsa 15 þúsund flóttamenn frá Sierra Leone. tíma,“ segir Farid Ahmad, sem flýði Afganistan 15 ára gamall vegna ofsókna Talíbana. „Síðan var okkur sagt að hann væri dá- inn. Þetta var versti tími lífs míns og það var enginn til að líta eftir okkur lengur.“ Móðir hans sagði honum að flýja áður en það væri um seinan. „Ég var margar nætur á leiðinni, matarlítill og án alls skjólsfatnaðar. Ég var hræddur um að hafa það ekki af.“ Farid hafði það af og komst að lokum til Bretlands. Eitt hundrað þúsund flótta- menn frá konungsríkinu Bútan dvelja í flóttamannabúðum í Nepal. Ganga Neupane hefur búið þar í ellefu af þeim 24 árum sem hún hefur lifað. „Í Bútan voru það lög að allir yrðu að tala sama tungumál og ganga í sams konar fatnaði. Allt í einu var bannað að tala nepölsku og of- sóknir hófust á hendur öllum sem uppfylltu ekki þessi skilyrði. For- eldrar mínir voru pyntaðir en þau sendu mig til Indlands áður en hermennirnir náðu mér.“ Á meðan þeim er ekki gert kleift að fara til síns heima verður fram- tíðin óviss fyrir Ganga, foreldra hennar og hina 100 þúsund flótta- mennina sem búa í Nepal. Flóttafólk glímir við enn eitt vandamálið nú á dögum. Vegna fjölda þeirra sem flýja til ann- arra landa vegna efnahagslegra aðstæðna er sífellt erfiðara fyrir yfirvöld að greina á milli hver er flóttamaður og hver ekki. Á með- an það varir verður framtíð alls flóttafólks hvarvetna í heiminum óljósari en ella. albert@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.