Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2003, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 26.05.2003, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 26. maí 2003 21 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 5.30, 8, og 10.15 b.i. 16 SKÓGARLÍF 2 m/ísl tali kl. 6 Sýnd kl. 6 og 9 Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20 JUST MARRIED kl. 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15 bi 14. ára XMEN 2 X- MEN 2 kl. 5.30, 8 og 10.30 bi 12 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 BOWLING FOR... kl. 3 og 5.40 TÓNLIST Sá stóratburður mun eiga sér stað í febrúar og mars á næsta ári að strandarpilturinn Brian Wil- son ætlar í tónleikaferð um Bret- land þar sem hann mun flytja hið týnda meistarastykki The Beach Boys „Smile“ í heild sinni. Platan var aldrei gefin út en ólöglegar út- gáfur af plötunni hafa gengið manna á milli. Wilson vann að plöt- unni svo mánuðum skipti fyrir 35 árum síðan og tók m.a. upp á ýms- um undarlegum vinnuaðferðum, svo sem að láta hljóðfæraleikara bera brunahjálma við upptökur eins lagsins. „Smile“ átti að fylgja vinsæld- um „Pet Sounds“ eftir og slá út Bítlana, sem gáfu út „Revolver“ skömmu áður, í gæðum. Sagan seg- ir að segulböndin hafi verið lokuð inni í bankageymslu og aðeins hluti af þeim hefur komist til eyrna al- mennings. „Smile“-tónleikar Wilsons í Bretlandi verða níu talsins. Fjórir tónleikar í London Festival Hall dagana 20.-24. febrúar. Næst verð- ur hann í Bristol Colston Hall 2. mars, Glasgow Clyde Auditorium 4. mars, Newcastle City Hall 6. mars, Liverpool Empire 7. mars og Birmingham Symphony Hall 8. mars. ■ Leikarahjónin Brad Pitt og Jenni-fer Aniston hafa ákveðið að gera kvikmynd eftir ævintýrabók Roald Dahl, „Charlie and the Chocolate Factory“. Hjónin ætla að framleiða myndina en ekki er vitað hvort þau taki að sér hlut- verk í mynd- inni. Það eru svo varla minni tíð- indi að leikstjórinn Tim Burton hefur tekið verkefnið að sér. Hann hefur lengi langað til þess að kvik- mynda bókina. Gamli rámur, Rod Stewart, hefurloksins sótt um skilnað frá fyr- irsætunni Rachel Hunter en þau hafa ekki verið saman í rúmt ár. Stewart hefur verið með aðra fyr- irsætu upp á arminn. Sú heitir Penny Lancaster en þau ætla ekk- ert að flýta sér upp að altarinu. Breska rokksveitin Suede hefurákveðið að setja almennilega í rokkgírinn fyrir næstu plötu. Sam- kvæmt Brett Anderson söngvara verður næsta plata sveitarinnar mun þyngri og rokkaðri en sú síð- asta. Suede gaf í fyrra út hina mislukkuðu „A New Morning“ og hefur verið í tilvistarkreppu síðan. Áður en við getum átt von á nýrri breiðskífu ætlar sveitin að gefa út safnplötu sem inniheldur vinsæl- ustu lög hennar. Shania Twain,Beyoncé Knowles og Whitn- ey Houston tóku allar lagið með Stevie Wonder á hinum árlegu „Divas“ tónleikum sjónvarpsstöðvarinnar VH1. Að þessu sinni voru tónleikarnir haldn- ir í Las Vegas og komu Celine Dion, Mary J Blige, Chaka Khan og Ash- anti einnig fram. Þættinum verður sjónvarpað þann 29. maí. Brian Wilson: Flytur „Smile“ á tónleikum SMILE Platan var nánast tilbúin þegar skyndilega var hætt við útgáfuna. Svona átti plötukáp- an að líta út. THE BEACH BOYS Á þeim tíma er Brian Wilson vann að „Smile“ hafði sveitin í raun skipst í tvo hluta; Brian, sem samdi og vann lögin í hljóðveri, og hina sem ferðuð- ust um og léku á tónleikum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.