Fréttablaðið - 26.05.2003, Síða 37
13.30 Kristinn G. Magnússon, Austur-
brún 4, Reykjavík, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskapellu.
15.00 Áslaug Svava Ingimundardóttir,
Heiðargerði 29, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju.
Guðmunda H.H. Guðmundsdóttir, Sól-
vallagötu 11, Keflavík, lést 23. maí.
Birna Aðalheiður Árdal Jónsdóttir,
Torfastöðum 1, Grafningi, lést 22. maí.
Hrafnhildur Flosadóttir, Lindarsíðu 2,
Akureyri, lést 21. maí.
MÁNUDAGUR 26. maí 2003
Bono var afslappaður þó hannfengi ekki stundarfrið. Hann
var þarna með okkur á aðra
klukkustund þrátt fyrir áreitið frá
fjölmiðlafólkinu, sem var ógur-
legt,“ segir Ásbjörn Björgvins-
son, framkvæmdastjóri Hvala-
miðstöðvarinnar á Húsavík, sem
hitti írska poppgoðið þegar þeir
tveir, ásamt öðrum, tóku við
Hetjuverðlaunum Evrópu sem
tímaritið Time veitir. Ásbjörn
fékk verðlaun sín fyrir árangur í
skipulagningu hvalaskoðunar-
ferða og Bono fyrir ástríðufulla
baráttu gegn fátækt og skuldum
Afríkuríkja. „Ég ræddi við Bono
dágóða stund og hann sýndi hvala-
skoðun mikinn áhuga. Bauð ég
honum að koma í eina slíka til
Húsavíkur og tók hann vel í það
hvort sem af verður,“ segir Ás-
björn, sem var í góðum félags-
skap við verðlaunaafhendinguna í
Konunglegu bresku Óperunni síð-
astliðinn miðvikudag. Meðal verð-
launahafa var knattspyrnustjarn-
an David Beckham, listakokkur-
inn Jamie Oliver og höfundur
Harry Potter, J.K. Rowling: „Þessi
þrjú sáu sér því miður ekki fært
að mæta en voru samt í hópnum,“
segir Ásbjörn alsæll með verð-
launin þó engir peningar hafi
fylgt: „Ég afhenti Bono eintak af
bók minni um hvalaskoðun á Ís-
landi en hinir verðlaunahafarnir
fá hana senda í pósti. Maður er
alltaf að kynna landið. Um það
snýst þetta allt.“ ■
ÁSBJÖRN OG BONO
Saman í Konunglegu bresku Óperunni.
Bauð Bono til Húsavíkur
Lítill partíkarl –
drekkur kakó
32 ÁRA „Þetta er í fyrsta sinn sem
ég hugleiði aldurinn á afmælis-
degi mínum. Ég hef lengst af ver-
ið með heldur ungæðislegt andlit
og fyrir bragðið oft verið látinn
leika niður fyrir mig í aldri. Því
beið ég lengi eftir því að eldast en
ekki lengur,“ segir Gunnar Hans-
son leikari, sem er 32 ára í dag.
Hann ætlar ekki að halda sérstak-
lega upp á daginn. Verður að
vinna eins og venjulega enda nóg
að gera í Borgarleikhúsinu þrátt
fyrir allt. Gunnar leikur nú í leik-
ritinu um manninn sem hélt að
konan sín væri hattur, Sumaræv-
intýri eftir Shakespeare og svo er
hann að æfa þjófshlutverk í Línu
langsokki:
„Ég er lítill afmæliskarl og enn
minni partíkarl. Til dæmis fór ég
edrú í gegnum Leiklistarskólann og
átti tvö börn með konunni minni á
leiðinni. Það er sjaldgæft í því
námi,“ segir afmælisbarnið, sem sló
þó upp veislu þegar hann varð þrí-
tugur: „Þá bauð ég vinunum og fjöl-
skyldu í kakó um miðjan dag. Dálít-
ið lummó en það var mjög gaman.“
Samt verður töluvert um há-
tíðahöld hjá Gunnari og fjöl-
skyldu hans þessa dagana því eig-
inkonan, Guðrún Lárusdóttir, var
að útskrifast úr textíldeild Lista-
háskólans um helgina og hún er
meira fyrir partí en bóndinn. Guð-
rún hannaði meðal annars búning-
ana í Sumarævintýri Shake-
speares og er nú að gera búning-
ana fyrir Grease.
„Ætli ég kippi ekki einhverju
góðu í matinn fyrir fjölskylduna í
kvöld og svo borðum við saman.
Það er alltaf gaman,“ segir af-
mælisbarnið. ■
GUNNAR HANSSON
Bauð í kakó um miðjan dag þegar hann varð þrítugur – dálítið lummó en skemmtilegt.
Verðlaun
ÁSBJÖRN BJÖRGVINSSON
■ í Hvalamiðstöðinni á Húsavík fékk á
dögunum Hetjuverðlaun tímaritsins Time
ásamt nokkrum öðrum. Hann notaði
tímann vel við verðlaunafhendinguna.
Afmæli
GUNNAR HANSSON
■ leikari er 32 ára í dag. Hann beið lengi
spenntur eftir því að eldast en nú hefur
það snúist við.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
■ Jarðarfarir ■ Andlát