Fréttablaðið - 26.05.2003, Side 39

Fréttablaðið - 26.05.2003, Side 39
Logi Bergmann og Gísli Mart-einn lokuðu Eurovision-bloggi sínu formlega í gær. Síðasta upp- færslan var skrifuð inn í gær frá Kaupmanna- höfn þar sem ferðaþreyttir fé- lagarnir sögðu frá eftirpartíi Eurovision-hóps- ins á laugardags- kvöldið. Þar var norski keppand- inn Jostein Hasselgård og slóvenska stúlk- an Karmen sem blönduðu geði við íslenska hópinn. Þar kemur einnig fram að Lettarnir hafi verið mjög vonsviknir með árangur sinn og að Bretarnir hafi látið sig hverfa að lokinni keppni. Kannski ekki undarlegt þar sem breska lagið fékk engin stig. Að eftirpartíi loknu safnaðist íslenski hópurinn saman á hótelinu þar sem Vignir gítarleikari Írafárs lék undir fjöldasöng. Íslenski hópurinn ætti því að hafa verið rámur eftir ævintýri sitt í Riga. Að lokum segjast þeir Logi og Gísli Mart- einn hugsanlega ætla að setja myndir úr ferðinni á bloggsíðuna. Fylgist því með á riga2003.blog- spot.com. ■ MÁNUDAGUR 26. maí 2003 ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að lánið leikur ekki við aðalgjaldkera Landssímans. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Framkvæmdastjóri Framsókn- arflokksins. Julia Volkova og Lena Katina. Georgia Hoff-Hansen, eiginkona Sveins Björnssonar. ENGAN RUSLPÓST Það færist í aukana að fólk merki bréfalúgur sínar og frábiðji sér ómerktan póst nema um eitthvað sérstakt sé að ræða eins og hér má sjá. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.