Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 4

Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 4
4 5. júní 2003 FIMMTUDAGUR Hver er framtíð varnarliðsins? Spurning dagsins í dag: Á að endurvekja sumarfrí Sjónvarpsins? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 37,5% 27,7% Það minnkar 34,8%Breytist ekki Það fer Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Húsafelli www.centrumnatura.is ı info@centrumnatura.is Stökktuuuuuuu!!! ÞRÍR LEIÐTOGAR George W. Bush ásamt þeim Ariel Sharon (til vinstri) og Mahmoud Abbas í Jórdaníu í gær. Bush í Jórdaníu: Skref stigin fram á við JÓRDANÍA, AP Ariel Sharon, forsæt- isráðherra Ísraels, og hinn palestínski starfsbróðir hans, Mahmoud Abbas, heita því að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Þessu lýstu þeir yfir eftir fund með George W. Bush Bandaríkja- forseta í Jórdaníu í gær. Sharon hét því að fjarlægja ólöglegar landnemabyggðir á svæðum Palestínumanna. Á sama tíma hvatti Abbas landa sína til að hætta öllum hryðjuverkaárásum á Ísraela. Bush Bandaríkjaforseti sagði að framfarir hefðu náðst með viðræðunum og bætti því við að Bandaríkin myndu sjá til þess að tillögum þeirra, Vegvísi til friðar, verði komið í framkvæmd. ■ WASHINGTON, AP Í nýútkominni bók, sem kallast „Living History,“ seg- ir Hillary Rodham Clinton frá ár- unum átta í Hvíta húsinu þegar eiginmaður hennar gegndi emb- ætti forseta Bandaríkjanna. „Erfiðustu ákvarðanirnar sem ég hef tekið í lífinu voru að halda áfram að vera gift Bill og að bjóða mig fram sem öldungadeildar- þingmaður fyrir New York,“ segir Hillary í bókinni. Hún segist hafa trúað eigin- manni sínum þegar hann sagðist einungis hafa talað nokkrum sinn- um við Lewinsky og að samband þeirra hefði verið misskilið hrapa- lega. „Mér þótti Lewinsky-málið vera enn eitt hneysklið sem er búið til af pólitískum andstæðingum.“ Rúmum sex mánuðum síðar, þegar Clinton undirbjó vitnisburð sinn fyrir hæstarétti vegna málsins, var Hillary enn sannfærð um sak- leysi bónda síns. Tveimur dögum fyrir vitnisburðinn, þann 15. ágúst árið 1998, viðurkenndi Clinton hins vegar skömmustulegur fyrir eigin- konu sinni að sambandið við Lewinsky hefði verið mun alvar- lega en hann hefði áður greint frá. „Ég gat varla andað,“ segir Hillary í bókinni. „Ég fór að gráta og öskr- aði að honum, „Hvað meinarðu? Hvers vegna laugstu að mér?“ Hann stóð fyrir framan mig og sagði hvað eftir annað, „Fyrir- gefðu, fyrirgefðu. Ég vildi bara vernda þig og Chelsea.“ Bókin kemur út á mánudag og hefur hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Búist er við að hún rokseljist og hefur ein milljón eintaka þegar verið prent- uð af fyrsta upplagi. Hillary segir að samband þeirra hjóna hafi verið afar stirt eftir að hann viðurkenndi sam- bandið við Lewinsky. Hún segir að ákvörðun sín um að bjóða sig fram til öldungadeildar hafi átt stóran þátt í að hjónabandið hélt velli. „Ég og Bill töluðum um allt önnur málefni heldur en framtíð hjónabandsins. Með tímanum fór- um við bæði að slaka á.“ Hillary var vígð inn í embætti öldungadeildarþingmanns í janú- ar árið 2001, sama mánuði og eig- inmaður hennar lét af forseta- embættinu. Hún segist ekki ætla að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á næsta ári en hef- ur ekki útilokað framboð árið 2008. ■ HARARE, AP Stjórnarandstaðan í Simbabve sagði í gær að einn með- lima hennar hefði látist eftir að hafa verið pyntaður af lögreglunni og hermönnum í landinu. Mótmæli hafa staðið yfir alla vikuna í Simbabve í von um að steypa Robert Mugabe forseta af stóli eftir 23 ár í embætti. Flestar búðir og skrifstofur voru lokaðar í höfuðborginni Harare í gær þrátt fyrir hótanir yfirvalda gegn fyrirtækjum sem taka þátt í mótmælum stjórnar- andsstöðunnar í landinu. Fyrir vikið hefur efnahagur landsins versnað enn frekar. Aftur á móti tókst lögreglunni að koma í veg fyrir að stórar mótmælagöng- ur væru haldnar. Að minnsta kosti 300 mótmælendur hafa verið handteknir víðs vegar um Simbabve síðan á mánudag. Jerome McDonald Gumbo, talsmaður ríkisstjórnar Simb- abve, gagnrýndi á dögunum stjórnarandstöðuna fyrir að setja líf fólks í landinu úr skorðum með mótmælunum. Hann gagnrýndi einnig aðrar þjóðir fyrir að skipta sér af ástandinu í landinu. „Um- heimurinn verður að leyfa Simbabve að taka sínar eigin ákvarðanir. Hann má ekki skipta sér af og hvetja almenning til að berjast innbyrðis.“ ■ Borgarráð Reykjavíkur: Nýr skóli í Staðahverfi SKÓLAMÁL Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgar- verkfræðings um byggingu nýs grunnskóla í Staðahverfi. Tillagan var samþykkt í borgarráði með fjórum atkvæðum, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Fulltrúar hans óskuðu bókunar þess efnis að ekki hefði verið staðið við væntingar íbúa hverfisins. Tillagan hafði áður verið sam- þykkt í Fræðsluráði en þar sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins einnig hjá. Þar lögðu þeir fram bókun þar sem gerður var fyrir- vari um stærð skólans. ■ UMHVERFISMÁL Eigendur Heiðar- fjalls á Langanesi hafa óskað eftir fundi með A. Elisabeth Jones, að- stoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna. A. Elisabeth Jones kom til Ís- lands í gær til viðræðna við hér- lenda ráðamenn um framhald varnarsamnings þjóðanna. Eig- endur Heiðarfjalls segjast í bréfi sem Jones var sent í gær vilja ræða viðskilnað Bandaríkjahers á Heiðarfjalli. Þar er mikið magn úrgangs frá ratsjárstöð sem lögð var niður 1970. Hvorki íslensk né bandarísk stjórnvöld kannast við að bera ábyrgð á úrganginum eða mengun frá honum. Í bréfinu til aðstoðarutanríkis- ráðherrans er lögð áhersla á að hvorki ríkistjórnin, utanríkisráðu- neytið né starfsmenn þess séu lögformlegir fulltrúar eigenda Heiðarfjalls í málinu. „Við viljum biðja yður að eiga með okkur fund á meðan á heim- sókn þinni til Íslands stendur og reyna þar að finna lausn á þessu alvarlega vandamáli,“ segja fjallseigendurnir á Langanesi í bréfinu til bandaríska ráðherr- ans. ■ Uppsagnir á Raufarhöfn: Efast um lögmæti ATVINNULÍF Verkalýðsfélag Raufar- hafnar telur að fiskvinnslufyrir- tækið Jökull hafi ekki farið að lög- um þegar öllum starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp störf- um. Forystumenn verkalýðsfé- lagsins telja að stjórnendur Jök- uls hafi brotið gegn lögum um fjöldauppsagnir þar sem ekki hafi verið haft raunverulegt sam- ráð við trúnaðarmenn starfs- manna áður en ákvörðun var tek- in um uppsagnir. Félagið hefur því krafist þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka. ■ AP/M YN D HEIÐARFJALL Eigendur Heiðarfjalls á Langanesi berjast enn fyrir því að úrgangur frá aflagðri ratsjárstöð verði fjarlægður eða að frá honum verði gengið á forsvaranlegan hátt. Eigendur Heiðarfjalls: Vilja fá einkafund með bandarískum ráðherra MÓTMÆLI STÖÐVUÐ Uppþotalögregla Simbabve stöðvar mót- mælendur í borginni Harare. Stjórnarand- staða landsins hefur hvatt til mótmæla í þessari viku í von um að steypa Robert Mugabe, forseta landsins, af stóli. Mótmælandi lést í Simbabve: Pyntaður af lögreglunni AP /M YN D Erfiðasta ákvörðunin að standa með Bill Hillary Rodham Clinton segir ákvörðun sína um þingframboð hafa átt stóran þátt í að hún skildi ekki við Bill Clinton eftir að upp komst um framhjáhald hans. Hún segist hafa orðið ævareið þegar hann viðurkenndi að hafa logið að henni. CLINTON OG LEWINSKY Monica Lewinsky (með svarta alpahúfu) horfir aðdáunaraugum á Bill Clinton er hann fagnaði endurkjöri sínu til forseta ásamt starfsfólki Hvíta hússins árið 1996. Clinton viðurkenndi síðar að hafa átt í kyn- ferðislegu sambandi við Lewinsky, sem þá var lærlingur í Hvíta húsinu. HILLARY Hillary Rodham Clinton fær greiddar tæpar 580 milljónir króna fyrir útgáfu bókarinnar, sem er 562 blaðsíðna löng. AP /M YN D AP /M YN D Fríhafnardagar: Vaskinn af VERSLUN Hagkaup efna til Fríhafn- ardaga í snyrtivörudeildum sín- um til að fagna opnun nýrrar snyrtivörudeildar í Skeifunni og til að minna um leið á þá tíma- skekkju sem stjórnendur fyrir- tækisins telja fyrirkomulag Frí- hafnarinnar í Leifsstöð vera. Verð á snyrtivörum verður lækkað sem nemur virðisauka- skattinum og á það að sýna að fjölmargir einkaaðilar eru færir um að sinna þeim rekstri sem ríkið stendur fyrir í Fríhöfninni og er undanþeginn opinberum gjöldum. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.