Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 7

Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 7
7FIMMTUDAGUR 5. júní 2003 MADRÍD, AP Björgunarmenn og sér- fræðingar leituðu að líkamsleif- um í braki farþegalestar sem lenti í árekstri við vöruflutningalest skammt frá bænum Chinchilla á Spáni. Þegar hafa fundist lík 22 einstaklinga en óttast er um líf fimm annarra sem talið er að hafi verið um borð í farþegalestinni. Hátt í 40 manns voru fluttir á sjúkrahús og eru þrír þeirra al- varlega slasaðir. Eldur kviknaði í stjórnklefa farþegalestarinnar og fremstu vögnunum. Fremsti vagn vöru- flutningalestarinnar kastaðist yfir farþegalestina með þeim af- leiðingum að hún lagðist saman og gerði björgunarmönnum erfitt um vik að ná líkum úr flakinu. Flest líkin eru mjög illa farin og hefur því þurft að grípa til DNA- prófa til þess að bera kennsl á hina látnu. Báðir lestarstjórarnir létu líf- ið í árekstrinum. Grunur leikur á að mannleg mistök hafi valdið slysinu. Talsmaður yfirvalda segir að ýmislegt bendi til þess að járnbrautastarfsmaður hafi gefið lestarstjórunum vitlaust merki. ■ MILLI VONAR OG ÓTTA Hin nígeríska Fatima Usman bíður þess að ljóst verði hvort hún og kærasti hennar verði grýtt til bana fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands. Þau hafa áfrýjað dauða- dómi sínum. GEIR H. HAARDE FJÁRMÁLARÁÐHERRA Á fundi fjármálaráðherra Eystrasaltsráðsins mun Geir gera grein fyrir þeim kerfisbreyt- ingum sem gripið hefur verið til hérlendis á undanförnum árum. Fjármálaráðherrar funda: Ræða þenslu og hagvöxt EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðherrar aðildarríkja Eystrasaltsráðsins ræða um það hvernig hægt er að örva hagvöxt án þess að auka þenslu í efnahagslífinu á fundi í Eldborg við Bláa lónið í dag. Auk ofangreinds munu ráð- herrarnir ræða um áhrif stækkun- ar Evrópusambandsins á gengis- þróunina, jafnt frá sjónarhóli nú- verandi sem væntanlegra aðildar- ríkja, sem og þeirra ríkja sem standa utan Evrópusambandsins eins og Íslands og Noregs. Fjármálaráðherrar Norður- landanna, Eystrasaltsríkjanna, Þýskalands og Póllands hafa fund- að árlega saman frá árinu 1996, en í ár bætist Rússland í hópinn. Fundurinn er haldinn í boði Geirs H. Haarde fjármálaráð- herra og á honum mun hann gera grein fyrir þeim kerfisbreyting- um sem gripið hefur verið til hér- lendis á undanförnum árum og lagt hafa grunninn að því hag- vaxtarskeiði sem hér hefur ríkt. Einnig mun ráðherra fjalla um stöðu íslensks vinnumarkaðar, mikla atvinnuþátttöku og stöðu lífeyrismála. ■ Hafrannsóknastofnun: Hlýr sjór lokkar síld SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsókna- stofnun segir að ástand sjávar og lífríkis við landið bjóði beinlínis upp á göngur úr norsk-íslenska síldarstofninum á næstu vikum. Vorleiðangur Hafrannsókna- stofnunar leiddi í ljós mikla út- breiðslu hlýsjávar á Íslandsmið- um, mikinn hita og mikla seltu norðanlands og austan. Átumagn var yfir meðaltali á flestum stöð- um. Hafrannsóknastofnun segir að þó ekki sé hægt að ganga að því vísu bjóði staðan beinlínis upp á síldargöngur á næstu vikum. Trú- lega yrði einnig mikið af kol- munna á Austfjarðamiðum fram eftir sumri. ■ Á SLYSSTAÐ Björgunarmenn og sérfræðingar leita að líkamsleifum í flaki farþegalestarinnar. Farþegalest rakst á vöruflutningalest: Á þriðja tug fórst í lestarslysi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.