Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 12

Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 12
Fjölskylda Hjálmars Björnsson-ar, unga drengsins sem fannst látinn við árbakka í Rotterdam fyr- ir um ári síðan, hefur í ellefu mán- uði barist fyrir því að fá skorið úr um dánarorsök hans. Fjölskyldan hefur ekki sætt sig við rannsóknina sem fram fór hjá hollenskum yfir- völdum og leitað eftir stuðningi til utanríkis- og dómsmálaráðherra. Um mánaðamótin fékkst í gegn að íslenskur réttarlæknir fengi að komast í lífsýni Hjálmars sem geymd eru í Hollandi. Þegar til kom var þeirri beiðni hafnað. Í dag von- ast fjölskylda Hjálmars eftir því að ríkissaksóknari taki að sér málið og óski með formlegum hætti eftir samvinnu við yfirvöld í Hollandi. Foreldrar Hjálmars sáu hann síðast á lífi þegar hann fór á reið- hjóli sínu í skóla sinn í Rotterdam 27. júní á síðasta ári. Tveimur dög- um síðar fannst Hjálmar látinn við árbakka í grennd við heimili sitt og skóla. Skammt frá honum fannst farsími hans og reiðhjólið lá í runna 60 metrum frá árbakkanum. Faðir Hjálmars, Björn Hjálmarsson, hef- ur sagt í viðtölum við fjölmiðla að fjölskyldan hafi uppi grunsemdir um að Hjálmari hafi verið ráðinn bani. Telja þau ekki trúverðugar skýringar hollensku lögreglunnar að um reiðhjólaslys hafi verið að ræða og vísa til margháttaðra áverka sem voru á höfði Hjálmars. Félagar Hjálmars voru þeir síð- ustu til að sjá hann á lífi. Sam- kvæmt framburði þeirra var Hjálmar í miklu uppnámi og undir áhrifum áfengis vegna slæms gengis í skóla og ástarsorg. Í ljós kom að sá framburður átti ekki við nein rök að styðjast. Fengust hol- lensk yfirvöld ekki til að leggja á það trúnað. Þá hrakti Gísli Pálsson hjá embætti ríkislögreglustjóra enn frekar framburð félaganna með því að kanna SMS-skilaboð í farsíma Hjálmars. ■ Víðast hvar á Vesturlöndum hef-ur starfsumhverfi og sjálfs- mynd stjórnmálamanna breyst mikið á undanförnum áratugum. Á fyrri helmingi tuttugustu aldar var verkefni þeirra að halda samfélög- unum saman á kreppu- og stríðs- tímum. Á seinni helmingi síðustu aldar reyndu þeir að veita forystu á miklum bjartsýnistímum þar sem almenningur var tilbúinn í endur- skipulagningu og endurskilgrein- ingu á öllum grunnþáttum samfé- lagsins; mennta-, heilbrigðis-, fé- lagskerfinu – hverju sem var. Að- gangur að menntun var aukinn í þeirri trú að menntun aflaði tekna til að auka enn framboð á menntun. Heilbrigðisþjónusta var efld þar sem samfélagið hafði hag af því að allir væru eins heilbrigðir og frekast væri kostur. Og ef einhver borgaranna fór út af sporinu og gafst upp í lífsbaráttunni tók fé- lagslega kerfið að sér að hvetja hann áfram og aðstoða þar til hann var kominn á góðan skrið aftur. Allt var þetta hagkvæmt og mannúðlegt og hlaut að leiða til miklu betra mannlífs. Eins og margar góðar hugmynd- ir gekk þessi ekki eftir. Öll þessi kerfi urðu að hálfgerðum skrímsl- um sem ekki var hægt að metta. Heilbrigðisástand almennings ætti samkvæmt formúlunni að vera miklu betra í dag en fyrir hálfri öld – en svo er ekki. Í dag er stærri hluti þjóðarinnar á lyfjum eða und- ir læknishendi heldur en nokkru sinni áður. Þótt almenningur hafi aldrei áður átt jafn langa skóla- göngu að baki hefur þörfin fyrir betur menntað fólk aldrei verið meiri. Og þótt allur þorri fólks hafi aldrei haft meira á milli handanna er síður en svo að lægra hlutfall fólks gefist upp í lífsbaráttunni. Skilgreiningarnar hafa elt kerfin uppi. Við virðumst alltaf vera jafn illa menntuð, alltaf jafn veik og alltaf jafn blönk og ófullnægð. Ef maðurinn menntast, hressist og efnast breytir hann viðmiðun sinni um hvað er menntun, heilbrigði og góður fjárhagur um leið. Og þörfin fyrir bót er alltaf sú sama. Það er því ekki að furða þótt stjórnmálamennirnir hafi misst sjónar á hlutverki sínu þegar líða fór á tuttugustu öldina. Þeir hættu að horfa á heildarmyndina þar sem hún bauð ekki upp á neina lausn. Hún var eins og botnlaus tunna; því meira sem heildarkerfin voru efld, því meira vantaði upp á. Auk þess var ekki lengur neinn sem hélt heildarmyndinni að stjórnmála- mönnunum. Það var enginn sem kallaði á réttlæti lengur heldur að- eins réttlæti handa sér og sínum hópi. Kröfurnar um réttlátt samfé- lag breyttust í kröfur um réttlátt samfélag handa konum, fötluðum, námsmönnum, barnafólki, öldruð- um, unglingum, dreifbýlisfólki, bændum, heilbrigðisstéttum, íbú- um húsa við umferðargötur, hesta- mönnum, kvartmíluökumönnum – samfélagið var brotið niður í ör- eindir sem þó rúmuðu hvorki ein- staklinginn né samfélagið sjálft. Gullöld þrýstihópanna var runnin upp og þessir hópar urðu staðgengl- ar samfélagsins í veröld stjórn- málamanna. Kröfur þrýstihópanna höfðu þann kost að þær voru skýr- ari en óljósar kröfur um betra sam- félag. Það var einnig auðveldara að meta árangurinn í glímunni við þá en við að hnika áfram lífsgæðum al- mennra og illa skilgreindra borg- ara. Á góðum degi gátu stjórnmála- menn jafnvel litið út um gluggann til að meta stöðuna. Ef þar var eng- inn með kröfuspjöld á lofti var allt í lagi. Á endanum varð þetta mæli- kvarði stjórnmálamanna; þeir söfn- uðu saman kröfugerðum þrýsti- hópa og reyndu að raða þeim í for- gangsröð og þá oftast eftir því hversu hávaðasamur hver hópur gat orðið. Nú erum við líklega komin að endamörkum þessa kerfis. Þrýsti- hóparnir eru nefnilega sömu nátt- úru og önnur kerfi; það er sama hversu mikið er gert til að friða þá, þeir heimta sífellt meira – og í hvert sinn sem einn hópur nær ein- hverju í gegn spretta upp fjórir aðrir með ívið meiri kröfur. Auðvit- að hafa ýmsir þrýstihópar náð fram góðum málum en kerfið sjálft er vont. Fyrir það fyrsta að verkefn- um er ekki raðað eftir almennum sjónarmiðum heldur sérstöðu hvers hóps fyrir sig og síðan vegna þess að mörg þörf verkefni sitja á hakanum vegna þess að þau eiga sér ekki afgerandi þrýstihóp. Þannig er miðbærinn að deyja vegna þess að þar býr enginn. Þannig eru biðlistar eftir meðferð við veikindum, vegna þess að sjúk- lingum batnar eða þeir deyja. Þannig fá námsmenn litla þjónustu í skólakerfinu vegna þess að þeir útskrifast en kennararnir halda áfram í vinnunni. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um breytingar á starfs- umhverfi stjórnmálamanna. 12 5. júní 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Honum er ýmislegt til lista lagt,Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hann spilar á gítar, hann var m.a.s. í rómaðri rokkhljóm- sveit. Ekki veit ég, hvernig hann syngur og spilar, en þegar hann tal- ar, þá er hann áheyrilegur með af- brigðum, finnst mér, og hann er far- sæll og laginn stjórnmálamaður, hlutirnir snúast yfirleitt ekki í höndum hans. Sé honum þeytt á loft, þá kemur hann niður stand- andi, nú síðast í Íraksmálinu. Hon- um tókst að því er virðist að sann- færa mikinn hluta Breta um það, að honum og ríkisstjórn hans gengi gott eitt til með inn- rásinni í Írak. Það er ekki sízt hans verk, við annan mann, að Verka- mannaflokkurinn brezki hefur gengið í gegnum endurnýj- un lífdaganna og gengið af Íhalds- flokknum svo gott sem dauðum; farið hefur fé betra, eins og nú er komið fyr- ir þeim fornfræga flokki. Hinn frumkvöðullinn að endur- reisn Verkamannaflokksins er Gordon Brown fjármálaráðherra. Þeir elda nú grátt silfur, hann og Blair, þar eð Brown hefur teflt fyr- irhugaðri upptöku evrunnar á Bret- landseyjum í tvísýnu með því að stilla henni upp sem tæknilegu, hagrænu viðfangsefni. Með því að blása upp kostnaðarhliðina og gera lítið úr ávinningnum af því að láta evruna leysa pundið af hólmi, getur Brown hugsanlega átt eftir að koma því til leiðar, að Bretar hafni utan við myntsamstarfið – og verði þá um leið smám saman utan gátta í Evrópusambandinu. Blair lítur málið öðrum augum: frá hans bæj- ardyrum séð hverfist spurningin um evruna um stjórnmál ekki síður en um efnahag, og þá dugir ekki að einblína á tekjur og gjöld. Nei, þá þurfa menn einnig að hugsa t.d. um það, að sælla er að gefa en þiggja. Marxisti stjórnar umferð Í einu máli skjöplaðist þeim báð- um heldur illilega, Blair og Brown, að ekki sé nú minnzt á Íhaldsflokk- inn eins og hann leggur sig. Þannig var, að Ken Livingstone, sem var al- ræmdur óróaseggur í Verkamanna- flokknum og hafnaði í ónáð flokks- forustunnar, sóttist eftir því að verða borgarstjóri í London. Flokk- urinn lagðist gegn því og tefldi fram öðrum manni, nema Livingstone bauð sig eigi að síður fram utan flokka og náði kjöri – ,,klikkaði Ken“ var hann kallaður, enda gamall marxisti. Hann hafði ekki verið borgarstjóri nema skamma hríð, þegar hann komst að því, að umferðaröngþveitið í London var löngu orðið óþolandi. Meðalhraði bílaumferðar um London var kominn niður undir gönguhraða: fótgangandi maður gat verið allt að því eins fljótur að komast á milli staða eins og annar akandi bíl. Tafirnar, sem ökumenn lögðu hverjir á aðra, voru ofboðs- legar. Þessu fylgdi ekki einungis tímasóun, og tími kostar peninga, heldur einnig mikil mengun, en hún var að vísu minni en útblásturs- mengun fyrri alda af völdum afl- gjafa þáverandi ökutækja, hrossa. Hvað um það, borgarstjórinn nýi sá það í hendi sér, að við þetta var ekki lengur búandi. Hann vissi sem var, að Singapúr er greiðfærasta stór- borg heimsins: þar skjótast menn hratt og örugglega milli borgar- hluta á öllum tímum dags og nætur, því að umferðinni er stjórnað með því eina ráði, sem dugir í borgum nútímans: með gjaldheimtu. Þar í borg eru gjaldmælar í öllum bílum eins og rafmagnsmælar í húsum, og þykir engum mikið. Með líku lagi hefur tekizt að greikka til muna umferðina á svæðinu milli Sydney og höfuðborgarinnar Canberra í Ástralíu, að báðum borgum með- töldum. Livingstone var ekki lengi að leggja saman tvo og tvo. Blair og Brown hafa gert víð- tækar markaðslausnir að vöru- merki Verkamannaflokksins, t.d. með álagningu skólagjalda í ríkis- háskólum, gegn sljórri andstöðu Íhaldsflokksins. Ætla mætti, að þeir hefðu stutt við bakið á borgarstjór- anum, þegar umferðargjaldheimtu- áformin hrepptu mótvind í upphafi. En það gerðu þeir ekki, nei, þeir sýndu framtaki borgarstjórans engan áhuga, heldur horfðu þeir fýlulega í aðrar áttir. Þeir treystu því ekki, að tilraunin tækist. Fimm pund á viku Hvað svo? Ný skipan gekk í gildi um miðjan febrúar á þessu ári. Nú kostar það fimm pund á viku, átta evrur, 700 krónur, að aka bíl um miðborg London frá klukkan sjö á morgnana til hálf- sjö á kvöldin. Árangurinn lét ekki á sér standa: umferðin minnkaði um fimmtung eins og hendi væri veifað, og umferðar- hraðinn tvöfaldaðist og vel það. Tafir strætisvagna hafa minnk- að um meira en helming, svo að farþegum vagnanna hefur fjölg- að um sjöttung, og annað er eftir því. Þetta þrælvirkar, og skilar 100 milljónum punda í borgar- kassann á ári. Og Blair og Brown eru von- andi byrjaðir að skammast sín. ■ Lögreglu- hundar og fordómar Amelía Hackert skrifar: Ég er móðir fjögurra barna ogtel þróun mála í miðbænum skelfilega í ljósi hins hörmulega atburðar þegar ungur maður var stunginn með hnífi í kjölfar hópslagsmála síðustu helgi. Í umræðunni síðustu daga hefur verið talað um manneklu hjá lög- reglunni. Sjálf hef ég búið mörg ár í Bandaríkjunum og orðið vitni að því hvað vel þjálfaðir lögregluhundar geta skipt sköp- um. Hvernig væri að brúa bilið, ef ekki er til mannskapur, og taka þýska fjárhunda, „schäfer“, í ríkari mæli í þjónustu lögregl- unnar? Þessir hundar eru þraut- þjálfaðir og afar skarpir. Tel ég ekki ólíklegt að þeir gætu stemmt stigum við ef uppþot eru í aðsigi. Kynþáttafordómar virðast hafa verið uppistaðan í hópslagsmálunum um síðustu helgi. Íslendingar verða að gera sér grein fyrir að ný kynslóð hörundsdökkra Íslendinga er að vaxa úr grasi. Hvernig verður ástandið þegar þessi krakkar vilja gera sér glaðan dag og fara í bæinn? Eiga foreldrar þessara barna í vændum að bíða heima hjá sér í skelfingarkasti hvort börn þeirra skili sér aftur heim heil á húfi? Sjálf á ég hörunds- dökk börn og veit fullkomlega hvernig sú tilfinning er. Foreldrar unglinga hafa áhyggjur af börnum sínum hvort sem þau eru hvít eða hör- undsdökk. Það verður að stemma stigu við ofbeldinu. Íslendingar verða að fara að vakna upp af Þyrnirósarsvefn- inum og viðurkenna hvernig málin standa, ekki stinga hausn- um í sandinn og hafa yfir hvað eftir annað: „Svona er þetta ekki á Íslandi“. ■ Um daginnog veginn ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um umferðarstjórn. Bylting í London ■ Bréf til blaðsins Góð mál skortir þrýstihópa ■ Af Netinu Kynþáttastefna „Hræðsla almennings við hryðju- verk er notuð til réttlætingar á gerræði í smáu og stóru, einkum gagnvart þróunarríkjum. Á bak við blundar kynþáttastefna og hrokafull afstaða í garð annars konar menningar og gilda en þeirra sem viðtekin eru á Vest- urlöndum.“ HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON Á VEF SÍNUM ELDHORN.IS/HJORLEIFUR/. Fylkjum liði „En oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og nú er svo komið að feministar hafa fylkt liði og láta nú heyra í sér svo um munar.“ EDDA JÓNSDÓTTIR Á Á VEFNUM TIKIN.IS Margt óljóst í máli Hjálmars Björnssonar Upprifjun ■ Blair og Brown hafa gert víðtækar markaðslausnir að vörumerki Verkamanna- flokksins, t.d. með álagningu skólagjalda í ríkisháskólum, gegn sljórri andstöðu Íhaldsflokksins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.