Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 13

Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 13
13FIMMTUDAGUR 5. júní 2003 stærðir: 36-44 stærðir: 42-56 Full búð af frábærum sumartilboðum SKIPULAGSMÁL Verið er að undir- búa byggingu margra nýrra lóða í Fjarðabyggð. „Þetta eru hefð- bundin hús: einbýlishús, tvíbýlis- hús og fjölbýlishús,“ segir Krist- inn Ívarsson, byggingafulltrúi í Fjarðabyggð. Hann segir að markmiðið í skipulagsmálum sé auðvitað að þétta byggðina til að hafa hagkvæmnina sem mesta. Búist er við töluverðri aukn- ingu íbúa í Fjarðabyggð vegna byggingar virkjunar við Kára- hnjúka og álvers í Reyðarfirði. Kristinn segir að búið sé að ljúka við skipulag vegna stækkunar byggðarinnar. „Búið er að stækka grunnskólana í Neskaup- stað og á Eskifirði, og stækkun grunnskólans á Reyðarfirði er í bígerð,“ segir Kristinn. Einnig eru uppi á teikniborðinu áætlan- ir um byggingu íþróttamann- virkja, en fyrir utan þær áætlan- ir er ekki gert ráð fyrir stækkun annara opinberra bygginga. ■ NÝBYGGINGAR Á REYÐARFIRÐI Skipulag er tilbúið fyrir stækkun byggðar í Fjarðabyggð. Skipulagsmál í Fjarðabyggð: Grunnskólar stækkaðir ÍRAN, AP Ayatollah Ali Khameini, æðstiklerkur Írans, hefur vísað á bug ásökunum Bandaríkjamanna um að þjóðin haldi hlífiskildi yfir liðsmönnum al Kaída-samtakanna og vinni að þróun kjarnorku- vopna. Á fjöldafundi í gær sagðist Khameini ekki óttast Bandaríkin. „Hernaðarárás gegn Íran, sem er merk þjóð með ungt fólk tilbúið til að verja land sitt, yrði sjálfsmorð fyrir árásaraðilann,“ sagði Khameini en bætti við: „Íranska þjóðin veit, eins og óvinurinn ætti að vita, að yfirvöld þessa íslamska ríkis vilja ekki fara í stríð við neinn.“ ■ KHAMEINI Khameini flytur ræðu í tilefni af því að 14 ár voru í gær liðin frá dauða Ayatollah Khomeini, andlegs leiðtoga Írans. Æðstiklerkur Írans óhræddur við Bandaríkin: Innrás væri sjálfsmorð FUNDU FÍKNIEFNI Fíkniefnifundust í bíl í Kópavogi um fimmleytið í fyrrinótt við reglu- bundið eftirlit lögreglu. Ökumað- ur, sem er á þrítugsaldri, var einn á ferð og var hann handtek- inn. Efnin sem fundust voru í formi taflna og hvíts efnis. Þá var einn ökumaður stöðvaður í nótt vegna ölvunaraksturs. HANDSÖMUÐU UNGLINGSPILT Lögreglan hljóp uppi ungan mann sem hafði stolið geisladiskum úr bíl við Dalhús í Grafarvogi. Ráns- fengur mannsins reyndist vera kassi með fjörutíu geisladiskum. Hann viðurkenndi þjófnaðinn. ■ Lögreglufréttir AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.