Fréttablaðið - 05.06.2003, Page 15

Fréttablaðið - 05.06.2003, Page 15
FIMMTUDAGUR 5. júní 2003 0 árár 10 ra 0 árár 1 a 10 ra 10 ra 0 árár 1 a10ára Laugavegi 83 s: 562 3244gjafir fyrir þá sem versla fyrir meira en 5.000 afmæli fmæli afmæli 10 áraafmæli 10 áraafm li 10 áraa fm æl istilboð 5-12 júní kínatoppar 2.990 jogging- gallar 4.990 Peysur 2 fyrir 1 gallabuxur 3.990 fullt af tilboðum í gangi sk ór 3. 99 0 sa nd al ar 3.9 90 og millifært í eigin þágu yfir 100 milljónir króna. Þetta var í miðri fjárfestingargleðinni og enginn innan Símans veitti því eftirtekt fremur en endurskoðandi fyrirtækisins eða PriceWaterhouse Cooper sem samdi útboðslýsingu vegna ætlaðrar einkavæðingar. „Hvað munaði svo sem um einn kepp í sláturtíðinni?“ sagði einn heim- ildarmanna Fréttablaðsins, sem þá starfaði á Landssímanum. En Þórarinn Viðar sat síður en svo á friðarstóli sem forstjóri. Aðeins ári eftir að lagt var í fjárfestingu í @IP-Bell var allt komið á hliðina og frumherj- arnir voru horfnir. Skráning á Nasdaq varð aldrei að veruleika. Í fyrstu var nafni fyrirtækisins breytt í Cascade en síðan reyndu stjórnendur Símans í örvæntingu að bjarga fjár- festingunni með því að stofa nýtt fyrirtæki, IP-fjarskipti, en allt kom fyrir ekki og heims- byltingin var fyrir bí. Landssíminn sat uppi með fjárhagstjón sem var á bilinu 300 til 500 milljónir króna, allt eftir því hvernig það var reikn- að út. Merkilegt þótti að í útboðslýsingunni vegna sölu Símans var eignin í @fyrirtæk- inu metin á 130 milljónir króna. Að baki þeirri eign voru nokkrar verðlitlar tölvur og deilar eða „routerar“. Beðist vægðar Aðeins ári eftir að Þórarinn Viðar tók við forstjórastarfinu var tekið að hitna ískyggilega undir honum. Hann var sagður í ónáð hjá Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra vegna þess að hann hlýddi því ekki að segja af sér í stjórn Þróunarfélagsins og Líf- eyrissjóðsins Framsýnar og stóð að auki í umfangsmiklum einka- viðskiptum í nafni Stofna, sem reyndar högnuðust um 50 millj- ónir króna árið 2001 og með bók- færðar eignir upp á 200 milljón- ir króna. Á stjórnarfundi í Sím- anum um páska 2001 bauðst Þór- arinn Viðar til að leyfa endur- skoðendum Símans að skoða bókhald Stofna og sagði sögu- sagnir um óeðlileg hagsmuna- tengsl við Símann vera úr lausu lofti gripnar. Boðið var ekki þeg- ið. Upp úr sauð þegar sást til Þór- arins Viðars að snæða með Jóni Ólafssyni, forstjóra Norðurljósa, á veitingastaðnum La Primavera þar sem samið var um að breyta 100 milljóna króna vanskila- skuldum Norðurljósa í lán. Þórar- inn Viðar fékk fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra þar sem hann baðst vægðar en hlaut litlar undirtektir. Í október árið 2001 var Þórarni Viðari ekki lengur sætt á forstjórastóli og hann vék úr starfi tímabundið að því er sagt var. Í stað hans kom endurskoðandinn Óskar Jósefs- son. Sýnt þótti að einkavæðing Landssímans, sem var megin- verkefni Friðriks og Þórarins, væri í uppnámi. Um áramótin 2001 og 2002 var ákveðið að Þórarinn Viðar hætti störfum. Starfslokasamningur hans var upp á 37 milljónir króna enda var ákvæði í ráðningar- samningi hans um að hann hefði 5 ára uppsagnarfrest. Óskar hélt áfram sem forstjóri til bráða- birgða og Síminn var með þrjá forstjóra á launum, þar af tvo á uppsagnarfresti. Litli Landssímamaðurinn Snemma á árinu 2002 dundu hneykslismálin á þeim Friðriki og Þórarni. Upphafið var að í febrúar var sagt frá því að Þór- arinn Viðar hafði látið Símann greiða fyrir tré og gróðursetn- ingu við sumarbústað hans á Þingvöllum. Þá hafði forstjórinn látið leggja ISDN-línu að bú- staðnum með ærnum tilkostn- aði. Friðrik stjórnarformaður brá skjótt við og lét leita þeirra sem hefðu lekið upplýsingum úr fyrirtækinu. Nokkru síðar vís- aði hann máli Þórarins til endur- skoðanda fyrirtækisins. Með því tryggði hann reyndar að niður- staðan yrði ekki opinberuð nema með leyfi stjórnar. Næsta mál sem kom upp sneri að Frið- riki sjálfum þegar samningur- inn við Góðráð var upplýstur og sagt frá því að fyrirtækið hefði rukkað Símann um 7,6 milljónir króna fyrir ráðgjafarstörf á ár- inu 2001. Friðrik brást illa við þeim uppljóstrunum sem átt höfðu sér stað varðandi hann og Þórarin Viðar og leit var hafin að þeim sem hefði fundið Góð- ráð í bókhaldskerfi Landssím- ans. Einnig kom upp að Síminn hafði beint viðskiptum í nokkrum mæli til Hótels Rangár á Suðurlandi en Friðrik var stjórnarformaður hótelsins. Hann sór af sér afskipti þar. Nokkrum dögum eftir uppljóstr- anirnar fundust starfsmenn sem játuðu að hafa lekið upplýsing- um. Annar sagðist hafa haft frumkvæði að þeirri leit og var umsvifalaust rekinn. Litli Landssímamaðurinn, eins og hann kallaðist, varð að fara sam- dægurs. Hinn fékk áminningu. Í framhaldi af þessum upp- ljóstrunum sögðu tveir stjórnar- menn af sér vegna trúnaðar- brests við formanninn. Á aðal- fundi Símans nokkru síðar var allri stjórninni skipt út og Frið- rik missti stjórnarformennsk- una. Tvíeykið sem ætlaði að gera Símann að alþjóðlegu stór- veldi var horfið af vettvangi og sjóðir Símans voru rýrari en fyrr. Þar bar hæst tapið vegna @IP-Bell en í bókhaldinu var einnig á sveimi 150 milljóna króna gat sem enginn vissi af nema Sveinbjörn féhirðir. Ríkisendurskoðandi skilaði niðurstöðu á máli Þórarins Viðars en ný stjórn Símans undir forsæti Rannveigar Rist ákvað að niðurstöðurnar kæmu ekki almenningi við. Lögregla fékk málið aldrei til umfjöllunar þrátt fyrir að ljóst væri að forstjórinn hefði haft nokkur hundruð þúsund af fyrirtækinu. En lögreglan átti þó eftir að fá nóg að gera síðar við að rann- saka bókhald Landssímans. Í júní 2002 var Brynjólfur Bjarnason ráðinn sem forstjóri Símans. Hann er þaulreyndur og virtur viðskiptamaður sem um árabil stjórnaði Granda hf. Hlutverk hans var að endur- reisa ímynd Landssímans ásamt Rannveigu Rist. En það voru ekki öll kurl komin til grafar. Misferli uppgötvast Í maímánuði síðastliðnum varð tilviljun til þess að í ljós kom að árið 1999 hafði Sveinbjörn aðalfé- hirðir Símans tekið ófrjálsri hendi langt á annað hundrað milljónir króna. Einkafyrirtækið Alvara lífsins, sem var í eigu Kristjáns Ra Kristjánssonar, bróður Svein- björns, og Árna Þórs Vigfússonar, stofnenda Skjáseins, hafði ekki skilað inn ársreikningi. Ríkis- skattstjóri hóf þá rannsókn sem leiddi í ljós tengslin við Landssím- ann og fjárdrátt sem Sveinbjörn hefur játað. Sveinbjörn, Árni Þór og Kristján Ra voru allir hnepptir í gæsluvarðhald og viðamikil rannsókn hófst á bókhaldi Símans til að rekja slóð Sveinbjörns, sem talin er nái allt fram á síðustu daga. Mesta undrun í málinu vekur að stjórnendur Símans skyldu sofa á verðinum. Orðrómur hafði lengi verið á sveimi um mikil um- svif Sveinbjörns í einkarekstri en enginn aðhafðist neitt fyrr en málið uppgötvaðist utan Símans. Við nánari skoðun kom í ljós að svo virtist sem gjaldkerinn hefði á síðustu misserum haldið áfram að draga sér fé til að standa und- ir rekstri einkafyrirtækja sinna. Óháður endurskoðandi hefur ver- ið fenginn til þess að fara yfir bókhaldið og víst þykir að Brynjólfur Bjarnason forstjóri eigi eftir að taka rækilega til í starfsmannamálum Símans. Enn á eftir að koma í ljós hve miklu Síminn tapaði á aðalgjaldkeran- um sem átti sitt blómaskeið í tíð Þórarins Viðars og Friðriks Páls- sonar. rt@frettabladid.is ÞÓRARINN VIÐAR ÞÓRARINSSON Lét Símann gróður- setja fyrir sig.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.