Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 21

Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 21
19FIMMTUDAGUR 5. júní 2003 hvað?hvar?hvenær? 2 3 4 5 6 7 8 JÚNÍ Fimmtudagur Samningur Schumacher að renna út: Ákvörðun í haust FORMÚLA 1 Umboðsmaður Michael Schumacher, margfalds meistara í Formúlu 1 segir að líklega ráðist framtíð hans fyrir september. „Ef hann ákveður að halda áfram að keyra verður hann ör- ugglega áfram hjá Ferrari-liðinu,“ sagði Willi Weber, umboðsmaður ökumannsins til margra ára. Schumacher reynir nú við sinn sjötta heimsmeistaratitil en samningur hans við Ferrari renn- ur út árið 2004. Hann hefur sjálf- ur fengið nýtt tilboð í hendurnar og vill taka sér góðan tíma. ■ Losnar um tangarhald Breta í róðri: Þjóðverjar hirða gullið SIGLINGAR Þjóðverjar sigruðu á fyrsta hluta heimsmeistara- mótsins í róðri sem fram fer á Ítalíu en keppnin er í nokkrum hlutum og fer sá næsti fram í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. Þýska liðið vann fjórar af þeim fjórtán greinum sem keppt var í og hlaut silfur í tveimur öðrum. Ítalir urðu í öðru sæti en stórlið Breta, sem hafa verið afar sigursælir í róðrarkeppnum gegnum tíðina, létu sér lynda þriðja sætið. ■ KÖRFUBOLTI „Hvorki ég né aðal- þjálfarinn höfum áður séð jafn fjölhæfan leikmann á þessum aldri,“ sagði Patrick Border, framkvæmdastjóri TBB Trier, um Jón Arnór Stefánsson, sem tekur þátt í NBA-nýliðavalinu sem fram fer þann 26. júní næstkomandi. „Leikni hans með knöttinn og leið- togahæfileikar hans eru slíkir að hann getur vel leikið í sterkari deild en nú er.“ Blaðamenn vefsíðunnar NBA- draft.net telja Jón eina af upp- rennandi stjörnum í Evrópu og líkja honum helst við Marko Jaric, leikmann Los Angeles Clippers, en sá þykir hafa spilað vel síðan hann færði sig frá meistaraliði Bologna á Ítalíu fyr- ir þremur árum. Gaman er að geta þess að sam- kvæmt sömu síðu kemur Jón frá smábænum Svíþjóð á Íslandi. ■ JÓN ARNÓR Draumurinn er að komast að í NBA. Íslendingar eiga mann í nýliðavali NBA: Upprennandi stjarna í Evrópu SAN ANTONIO SPURS Hver veit nema Jordan kaupi það. Skórnir komnir upp á hillu: Jordan hættir aldrei KÖRFUBOLTI Körfuboltasnillingur- inn Michael Jordan er ekkert á því að setjast í helgan stein. Nú berast fregnir af því að hann hafi kannað að kaupa sig inn í lið Milwaukee Bucks. Ef af yrði tæki hann við sem forseti félagsins og sérlegur ráðgjafi. Flestir áttu von á að sjá hann aftur sem stjórnarmann hjá Washington Wizards, sem hann spilaði með í vetur, en forseti fé- lagsins hafði ekki áhuga á því. „Jordan veit hvar við stönd- um,“ sagði Bob Johnson, eigandi Milwaukee. „Hann veit hvað er í boði hér og við bíðum bara eftir að hann gefi okkur svar.“ ■  15.30 Sýn Sýnt frá fyrsta leik San Antonio Spurs og New Jersey Nets í úrslitum NBA-deildar- innar (e).  16.50 RÚV Smáþjóðaleikarnir á Möltu (e).  18.00 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  18.30 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfót- bolti Western World.  20.00 Sýn US PGA Tour 2003. Þáttur um banda- rísku mótaröðina í golfi.  21.00 Sýn European PGA Tour 2003. Þáttur um evrópsku mótaröðina í golfi.  22.00 Sýn Football Week UK. Vikan í enska boltan- um.  22.20 RÚV Smáþjóðaleikarnir á Möltu. Samantekt af keppni dagsins.  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  23.00 Sýn Fastrax 2002. Hraðskreiður þáttur þar sem ökutæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu.  23.30 Sýn HM 2002. Sýnt frá leik Svía og Argent- ínumanna (e).

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.