Fréttablaðið - 05.06.2003, Page 24

Fréttablaðið - 05.06.2003, Page 24
Nú eru jólin hjá Led Zeppelin-aðdáendum því nýlega voru settir á markað tveir feitir pakk- ar: Þreföld hljómleikaplata með áður óútgefnu efni. Á How the West Was Won er hljómsveitin í sínu allra besta formi og flytur nokkur laga sinna. Og við sama tækifæri kom út Led Zeppelin- DVD þar sem getur að líta hljóm- sveitina á sviði og ýmislegt ítar- efni, hvalreki á fjörur áhuga- samra. Lögðu línuna fyrir þung- arokkið Auk þess að eiga 4. söluhæstu plötu frá upphafi (Eagles: Their Greatest Hits, Michael Jackson með Thriller, Pink Floyd: The Dark Side of the Moon og þá Led Zeppelin IV) þá lagði Led Zeppel- in línuna fyrir þungarokkið, stað- reynd sem margir Zeppelin-aðdá- endur verða að kyngja hvort sem þeim líkar betur eða verr, já eða lofa eftir atvikum. Ekki vegna kröftugs flutnings á blústónlist heldur fremur vegna þess hvern- ig þeir döðruðu við hið dularfulla, goðsagnakennda, svartagaldur og blönduðu ýmsum tónlistarstefn- um í einn graut og gerðu að sín- um. Þeir veittu sjaldan viðtöl þannig að eina aðgengi aðdáend- anna voru plöturnar og tónleik- arnir. Þetta leiddi til þess að ótrú- legustu sögusagnir um lifnaðar- hætti meðlimanna grasseruðu. Sú staðreynd að þeir gengu í berhögg við fjölmiðla og markaðsöfl ýmis varð síður en svo til að draga úr frægð þeirra. Þeir neituðu að gefa út smáskífur samhliða breiðskíf- um sínum, líkt og tíðkast. Það varð til þess að styrkja plötur þeirra sem heild – enn eitt þeirra atriða sem þungarokkarar seinni tíma tóku sér til fyrirmyndar. Led Zeppelin á rústum Yardbirds Led Zeppelin var stofnuð á rústum hinnar sögufrægu hljóm- sveitar Yardbirds, sem reyndar heimsótti Ísland nýverið. Jimmy Page, sem starfaði áður sem leigugítarleikari í hljóðverum, hafði gengið til liðs við hljóm- sveitina skömmu áður en hún lagði upp laupana. Hann spilaði á Little Games – síðustu plötu þeirra, sem kom út árið 1967. Að þeirri plötu vann einnig John Paul Jones við strengjaútsetningar. Yardbirds voru tiltölulega aðgerð- arlitlir það árið og Page lék meðal annars í útsetningu John Pauls á lagi Donovans Hurdy Gurdy Man. Svo gerist það að Yardbirds- mennirnir Keith Relf og James McCarty yfirgefa hljómsveitina og eftir eru þeir Page og bassa- leikarinn Chris Dreja með nafnið og skuldbindingar um að ljúka skráðri tónleikaferð. Dreja hljóp einnig úr skaftinu og eftir var Page einn, nýjasti maðurinn í hljómsveitinni. Eftir ýmsar þreif- ingar verður það úr að John Paul Jones gengur til liðs við Page, þeir náðu í Robert Plant úr hljómsveit sem kallaðist Hobbsweedle og fljótlega eftir það tókst þeim að mynstra trommarann John Bon- ham á skútuna. Bonham hafði ver- ið með Plant í hljómsveit sem hét The Band of Joy og var hann með ýmis tilboð í vasanum arðvæn- legri á þeim tíma, en hann lét til leiðast. Saman fóru fjórmenning- arnir af stað sem The New Yardbirds, og léku bókaða tón- leika í hljómleikaferð um Skand- inavíu síðla septembermánaðar árið 1968. Næsta mánuð hljóðrit- uðu þeir sína fyrstu plötu á innan við 30 tímum. Um það leyti breyttu þeir einnig nafninu, Led Zeppelin leit dagsins ljós og stiga- gangurinn til himna var lagður. Gullaldarárin Hljómsveitin gerði plötusamn- ing við Atlantic Records í Banda- ríkjunum og í upphafi árs 1969 fóru þeir í sína fyrstu hljómleika- ferð um Bandaríkin. Allt það ár spiluðu þeir látlaust auk þess sem hljómsveitin hljóðritaði Led Zepp- elin II. Fyrsta platan fór á topp 10 lista á Bandaríkjunum og þessi gerði gott betur, fór á toppinn tveimur mánuðum eftir að hún kom út og þar var hún í sjö vikur. Þriðja platan kom út árið 1970 og þykir hún þyngri og áhrif frá breskri þjóðlagatónlist áberandi. Og hæstu hæðum náði hljómsveit- in með fjórðu plötu sinni, Led Zeppelin IV, þar sem eru meðal annars lögin Black Dog og Stairway to Heaven – sem sló samstundis í gegn. Hljómsveitin, söm við sig, gaf lagið aldrei út á smáskífu. Stairway to Heaven er mest spilaða lag allra tíma í út- varpi, þeirra sem ekki hafa verið gefin út á smáskífu. Þó að platan hafi aldrei náð á toppinn í Banda- ríkjunum hefur hún selst í yfir 22 milljónum eintaka, síðast þegar fréttist, og er enn að seljast. Þegar þarna er komið sögu, það er við að fylgja Led Zeppelin 22 5. júní 2003 FIMMTUDAGUR Collector 33 Rafmagnssláttuvél 1000W rafmótor 27 ltr grashirðupoki Euro 45 Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Silent 45 Combi Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Verð: 17.900 Verð: 34.900 Verð: 44.900 Hágæða sláttuvélar Vetrarsól - Askalind 4 - Kópavogi - Sími 564 1864 A U G L Ý S I N G A S E T R I Ð JOHN BONHAM Þótti ótrúlega góður á trommusettið og villimannslegur eftir því. Lífernið var í stíl og hann endaði sinn feril hörmulega, með því að kafna í eigin ælu. Íslenska Zeppelin-hljómsveitin: Fiðluboginn og allur pakkinn Jájá, við tókum bara Zeppelin-lög. Þetta var magnað band og ég með fiðlubogann að hætti Page og allur pakkinn,“ segir Sigurður Gröndal gítarleikari, sem nú er reyndar orðinn bóndi í nágrenni Hveragerðis. Led Zeppelin hefur haft tölu- verð áhrif hér á landi sem annars staðar og á árunum 1994 til 1995 var stofnaður sérstakur Zeppelin- klúbbur á Íslandi. Í tengslum við það var sett saman hljómsveit með valinn mann í hverju rúmi: Sigurður Gröndal, Jóhann Ás- mundsson, Gunnlaugur Briem, Atli Örvarsson og söngvari var Jóhannes Eiðsson. Sigurður segir svo frá að þetta hafi verið sérlega skemmtilegt dæmi og eftir spila- mennsku með þeirri hljómsveit hafi hann verið þreyttari en eftir fimm tíma ballspilamennsku við að leika píkupopp með Stebba Hilmars. „Við lögðum mikið í þetta þó að um tilfallandi grín væri að ræða, og ótrúlegt að menn skyldu hafa nennt þessu – heil- miklar æfingar fylgdu. Gulli Briem fór meira að segja að reykja Salem Light, hann var orð- inn svo mikill töffari, og fór úr að ofan. Við urðum alveg undrandi. Hvort hann fékk sér ekki Jack Daníels líka, því það er fílíngur- inn sem skiptir máli. Það þýðir ekkert að ætla sér að telja Bon- ham út. Og engin hljómsveit er betri en trommarinn. Jói náði röddinni ótrúlega vel og lagði sig allan fram, missti tvö kíló á hverju giggi.“ Sigurður Gröndal segist ekki hafa fengið að fara á Led Zeppelin-tónleikana 1970, enda var hann bara 11 ára pottormur, og varð að láta sér nægja að lesa um þann viðburð í Alþýðublaðinu. PAGE EN EKKI SIGGI GRÖNDAL „Gulli Briem fór meira að segja að reykja Salem Light og fór úr að ofan, svo mikill töffari var hann orðinn – við urðum alveg undrandi.“ Loftskip rokksins Led Zeppelin er einhver sögufrægasta hljómsveit rokksögunnar. Þeir voru fjölmiðlafælnir og voru fyr- ir vikið engir augnakarlar blaðamanna. Það kom ekki í veg fyrir gífurlegar vin- sældir og um þá spunnust miklar sögusagnir. Þá varð hljómsveitin fyrir miklum áföllum sem riðu henni á slig. Hér er saga Led Zepp- elin í stórum dráttum. LED ZEPPELIN John Paul Jones, Robert Plant, John Bon- ham og Jimmy Page. Kannski ekki fríðasta bandið í bransanum, en örugglega eitt það allra flottasta. Led Zeppelin

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.