Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 25

Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 25
Ég stakk upp á þessu við ÍvarEskeland, sem var forstjóri Norræna hússins og fram- kvæmdastjóri fyrstu listahátíðar- innar sem haldin var 1970, að við fengjum einhverja öfluga rokk- hljómsveit til landsins í tengslum við hátíðina,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir. Sveinn var einn helsti hvata- maður þess að Led Zeppelin kom hingað til landsins og hélt ein- hverja eftirminnilegustu rokktón- leika sem hér hafa verið. Þeir sem fóru eru enn að tala um þetta æv- intýri og þeir sem ekki komust naga á sér handarbökin. Sveinn segir svo frá að ekki hafi þótt nógu fínt að bendla hina æruverð- ugu Listahátíð við rokktónlistina en framkvæmdastjórinn hafi séð peningana í þessu. „Þetta var á endanum sam- þykkt og ég gerði óskalista yfir þær hljómsveitir sem mig langaði að fá hingað: Á listanum voru Rolling Stones og John Lennon. Bítlunum var nú ekki til að dreifa þá. Og ef ég man rétt var Led Zeppelin í 3. sæti. Listinn var sendur til umboðsmanns í London sem fenginn var til að vinna í þessu fyrir okkur. Ég var einmitt að rekast á nýlega minnispunkta frá þessum tíma á ensku sem ég sendi út honum til gagns – svona til að kynna Ísland í augum þeirra. Lofaði land og þjóð í hástert og Listahátíðina sem slíka,“ segir Sveinn. Óskaplegur spenningur myndaðist í tengslum við miðasöl- una og í fyrsta skipti sem fólk tók upp á því að vaka yfir nótt til að tryggja sér miða. „Til að gera langa sögu stutta seldist upp á tónleikana og gerði þetta gott fyr- ir fjármál Listahátíðar sem og lukku meðal rokkaðdáenda.“ ■ 23FIMMTUDAGUR 5. júní 2003 SVEINN RÚNAR HAUKSSON LÆKNIR Ekki þótti mjög fínt að bendla hina háæruverðugu Listahátíð við þetta, en þeir sáu sér hag í þessu fjárhagslega. Zeppelin í Laugardalshöll 1970: Zeppelin bjargar Listahátíð III og Led Zeppelin IV eftir, var hljómsveitin farin að hægja á ferðinni, lék á færri hljómleikum og einbeitti sér að stærri leik- vöngum þess í stað. Árið 1972 drógu meðlimirnir sig í hlé frá sviðsljósinu og hófu hljóðritun plötu sem fékk nafnið „Houses of the Holy“ en þar má greina áhrif frá funki og jafnvel reggí auk vörumerkis þeirra: Kraftmikið blúsrokk með þjóðlagaeinkenn- um. Platan fór beint á toppinn í Ameríku og Bretlandi og lagði grunninn að hljómleikaferð árið 1973 um Ameríku sem sló öll met hvað aðsókn snerti, mörg hver met sem Bítlarnir höfðu áður slegið. Hljómleikar þeirra í Madi- son Square Garden í júlí voru kvikmyndaðir og urðu uppistaðan í myndinni The Song Remains the Same. Banvæn áföll Árið 1974 var rólegt í sögu hljómsveitarinnar en þá stofnuðu þeir eigið hljómplötufyrirtæki: Swan Song, sem gaf meðal ann- ars út plötur með Bad Company og the Pretty Things. Tvöfalda platan P h y s i c a l Graffiti kom út árið 1975 og þegar Led Zeppelin voru að leggja drög að hljómleika- ferð til að fylgja henni eftir lenti Robert Plant og kona hans í alvar- legu bílslysi sem urðu til að þau áform urðu að engu. Plant þurfti árið til að jafna sig á því áfalli – áfalli sem gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Vorið 1976 kom platan Presence út og þó hún færi á toppinn bæði í Ameríku og Englandi voru viðtök- urnar blendnar, til að mynda dóm- ar ekki mjög góðir. Hljómsveitin átti reyndar því að venjast, en kvikmyndin gekk ekkert of vel en hún birtist sjónum almennings haustið 1976. Hljómsveitin hélt af stað í hljómleikaferð sem reyndist endaslepp því eftir fáeina mánuði dó Karac, sex ára sonur Plants, úr sýkingu í maga. Hljóm- leikaferðinni var snarlega aflýst og um tíma leit út fyrir að dagar Led Zeppelin væru einnig taldir. Plant dró sig algerlega í hlé í hálft annað ár. Dánarvottorð hljómsveitarinnar var hins vegar ótímabært því Led Zeppelin hóf upptökur í stúdíói Abba í Svíþjóð 1979. Ári síðar fór hljómsveitin í stutta hljómleikaferð um Evrópu. Platan In Through the Out Door kom út það ár og toppaði listana beggja vegna Atlantshafsins. Síðla árs hóf hljómsveitin æfingar í húsakynnum Jimmy Page til að undirbúa hljómleikaferð um Am- eríku. Það er svo 25. september, við þá æfingalotu, sem John Bon- ham, þá 32 ára gamall, fannst lát- inn í rúmi sínu. Hann hafði drukk- ið stíft daginn áður og kafnaði í eigin ælu. Fljótlega eftir það til- kynntu meðlimir hljómsveitarinn- ar að hún væri hætt störfum – þeir treystu sér ekki til að halda áfram án Bonhams. Félagarnir sneru sér að sólóferli hver um sig og stúdíó- vinnu. Page gekk frá óútgefnum upptökum sem komu út undir nafninu Coda árið 1982. Þeir hafa komið saman stöku sinnum við sérstök tækifæri, eins og á Live Aid-tónleikunum, og Plant og Page komu saman árið 1994 til að spila á MTV Unplugged tónleikum. Þær upptökur seldust undir nafninu Unledded upp í platínu en viðtök- urnar ollu þó vonbrigðum. Næsta ár fóru Page og Plant í tónleikaferð saman og gerðu stúdíóplötuna Walking into Clarksdale, en sala þeirrar plötu stóð engan veginn undir væntingum og enn skildu leiðir með tvíeykinu. jakob@frettabladid.is TVÍEYKIÐ PAGE OG PLANT Jimmy Page þótti og þykir einn allra flinkasti gítarleikari sögunnar og rödd Plant ein sú öfl- ugasta, enda þurfti skerandi rokkraust til að brjótast í gegnum „hljóðmúrinn“. Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Fallegar Regnkápur Frá 4900 kr Hattar og húfur Salernisgámar Til sölu eru tveir 20 feta salernisgám- ar. Í hvorum gám eru tvö salerni, tvær sturtur auk handlauga. Gámarnir eru snyrtilegir og auðvelt að tengja þá raf- magni vatni og frárennsli. 60 lítra hitakútur er í hvorum gám. Góð lausn fyrir tjaldsvæði, útivistarsvæði, vinnu- flokka og þess háttar. Auðvelt að fjar- lægja sturturnar og útbúa kaffistofu. Upplýsingar í síma 862 2279

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.