Fréttablaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 22
Hrókurinnmælirmeð Blómum Maður á að gefa blóm á sumrin. Það er hinsvegar ekkert róman- tískt að slíta þau uppúr moldinni á Austurvelli. Hvort sem þú vilt gefa elskunni rósir eða sigurkrans á borð við þann sem Shirov fékk á Stórmóti Hróksins. 6 6. júní 2003 FÖSTUDAGUR H R Ó K U R N N Sumir skóla landsins eru orðnir sannkallaðir skákskólar og það á ekki síst við um Flataskóla í Garðabæ, þar sem Skarp- héðinn Gunnarsson kennari er potturinn og pannan í uppbyggingarstarfinu. „Skákáhuginn hafði áður verið jafn og litlar sveiflur í honum fyrr en kom að þessari gjöf Hróksins og Eddu,“ segir Skarphéðinn. „Skákáhuginn sem fylgdi í kjölfarið er ótrúlegur og nú kann hvert barn á aldrinum 8-9 ára undirstöðuatriði skáklistarinnar sem er stórkostlegur árangur, auk þess sem margir hafa hellt sér út í skákina með bóklestri og taflmennsku hvenær sem færi gefst.“ Skarphéðinn ákvað að vinna markvisst með nemendum í skákinni. „Kennslufræðilega er auðvelt að gefa skákinni tíma því hún er í raun samfelld vinna með rökhugsun en einnig gjörðir og afleiðingar hennar. Hún er einnig þjálfun í því að vinna og tapa og því að kunna að vinna og kunna að tapa. Þetta reynist börnum oft erfitt og í sannleika satt koma sum börn illa undirbúin að heiman hvað þetta varðar. Það er auðvelt að tengja skákina stærðfræði en ekki síður íslenskukennslu og bókmenntum. Ég hafði töfl stöðugt til reiðu og leyfði börnunum að tefla þegar þau áttu frjálsa stund. Þetta gaf góða raun en sló fyrst almennilega í gegn þegar haldið var bekkjarmót og segja má að taflmennskan hafi átt allan hug barnanna þegar við héldum síðan skákmót í árgang- inum. Í kjölfarið kom franska kvennalandsliðið og tefldi fjöl- tefli við börnin í skólanum og síðan var hið hefðbundna skólaskákmót sem ég poppaði aðeins upp og bauð upp á veg- legan bikar og verðlaunapeninga sem Nonni og Manni/Ydda ehf. gáfu. Mikill fjöldi skráði sig til þátttöku og þar var auðvitað mikið fjör og sviptingar. Stúlkurnar komu á óvart með því að fjölmenna á mótið og tel ég að ekki hafi í langan tíma komið fram jafn góð breiðfylking áhugasamra kvenna í skák. Hver eftirleikurinn verður vitum við auðvitað ekki en það sem mér finnst hafa sannast í þessu ferli er að ef einhver er tilbúinn til þess að fórna tíma með krökkunum á jákvæðan hátt þá eru börnin til í að taka þátt og fylgja straumnum. Síðan vaknar áhugi og jafnvel metnaður sem getur leitt til aukinnar þátttöku.“ ■ Skemmtistaðurinn Broadway var opnaður árið 1987 að frumkvæði Ólafs Laufdals og er tvímælalaust einn allra glæsilegasti skemmtistaður landsins. Aðstaðan er frábær og hentar í raun fyrir mannamót, fundi og skemmtanir af öllum stærðum og gerðum. Stefán Sturla Sigurjónsson leikari er markaðsstjóri á Broadway. Hann segir árin hafa sannað þörfina á þessu húsnæði. „Á sínum tíma lét Ólafur þann draum sinn rætast að byggja mikinn sal í kjallara hótels, með stóru leiksviði þar sem væri hægt væri að setja upp sönglei- ki og markaðssýningar. Sumum fannst þetta vera vel í lagt fyrir íslenskan markað en raunin hefur samt verið sú að hönnunin á þessu húsi var afar skynsamleg,“ segir Stefán Sturla. „Þarna er þriðja stærsta leiksviðið á landinu með öllum tækjum og tólum og það er auðvelt að stúka þennan stóra geym niður í smærri einingar og því er mjög auðvelt að reka svona húsnæði. Hérna er hægt að halda allt frá litlum fermingarveislum upp í heims- meistarafjöltefli.“ Það hefur aldrei verið teflt í hús- inu en nú um helgina mun Broadway hýsa barnaskákmót. Við látum okkur reyndar dreyma um það að á komandi mánuðum verði hér slegið heimsmet í fjöltefli,“ segir Stefán Sturla. „Það er sennilega ekkert annað hús á landinu sem býður upp á slíka aðstöðu. Þannig að það er enn að sýna sig að þetta húsnæði hefur ótæmandi möguleika."■ Allir keppendur á Broadway fá miða fyrir tvo í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn Hrókurinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal var opnaður 15. maí og frá þeim tíma hefur legið þangað gríðar- legur straumur af fólki. Að sögn Einars Þórs Karlssonar markaðsstjóra var sett nýtt aðsóknarmet í maímánuði en í garðinn komu þá 47.800 manns og er það sjötta metið á átta mánuðum. Þessi gríðarlega vinsæli staður allrar fjölskyldunnar, hefur tekið upp sam- starf við Hrókinn. „Okkur finnst þetta uppátæki þeirra að rífa upp hina gömlu íslensku skákhefð það áhugavert að við höfum áhuga á að taka þátt í því,“ segir Einar Þór. „Við höfum ákveðið að gefa hverjum þeim krakka sem tekur þátt í Barnaskákmóti Nb.is núna á sunnu- daginn tvo boðsmiða í garðinn. Í júlí er síðan áætlað að hafa uppákomur á vegum Hróksins í stóra veitingatjaldinu sem er áfast kaffihúsinu hjá okkur. Þar eru ýmsir möguleikar, hægt að taka á móti fjölda barna og halda skemmtileg mót. Og gaman væri ef hægt væri að halda skákmót vikulega. Starfsemi Hróksins tengist líka vel ýmsum hugmyndum okkar. Við erum hér með vísindaveröld þar sem fólki gefst kostur á að reyna sig við alls konar þrautir og kynnast lögmálum eðlisfræðinnar á skemmtilegan hátt. Skáklistin gæti auðveldlega orðið hluti af þessari veröld.“■ Meistarar á Apóteki Fremstu skákmenn heims ferðast mikið og kynnast ólíkri menningu, mannlífi – og mat. Meistararnir á Stórmóti Hróksins borðuðu á Apóteki, á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis í Reykjavík, meðan þeir dvöldu hér á landi og er óhætt að segja að þeir hafi verið ánægðir. „Þetta er sannarlega fyrsta flokks veitingastaður,“ sagði sælkerinn Ivan Sokolov og hrósaði mat, þjónustu og notalegu umhverfi. Hér er Sokolov að afloknum kvöldverði að ræða við Shirov og Adams, sem báðir eru á topp tíu í heiminum. ■ Fjör í skákinni í Flataskóla Ótrúlegur áhugi eftir gjöf Hróksins og Eddu Broadway verður skákstaður STEFÁN STURLA SIGURJÓNSSON Þetta húsnæði hefur ótæmandi möguleika. Keppendur á Barna- skákmóti nb.is Þórarinn Birgisson Bjarki Snær Jónsson Tómas Bæringsson Heiðar Birgisson Anna Pála Þorsteinsdóttir Þorleifur Óskar Hilmar Daði Haraldur Jökull Sindri Sveinsson Geir Guðbrandsson Ingvar Ásbjörnsson Sverrir Ásbjörnsson Gunnar Ingi Jones Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Jórunn María Þorsteinsdóttur Ingibjörg Ásbjörnsdóttir Brynjar Aron Jónsson Viggó Kristjánsson Þorgrímur Sólon Þorgrímsson Jón Daði Jónsson Óskar Eggert Eggertsson Ellena Elma Ástrós Eggertsdóttir Jón Trausti Kristmundsson Aron Heiðdal Björn Orri Sæmundsson Þorsteinn Sæmundsson Sigurður Finnbogi Þorgeir Blöndal Aron Ellert Þorsteinsson Birta Hrund Ingadóttir Auður Guðlaugsdóttir Brynjar Guðlaugsson Kristinn Ingi Guðmundsson Ásrún Ösp Vilmundardóttir Kolbeinn Rökvi Gunnarsson Gísli Gylfason Stefán Lárus Stefánsson Björn Steindór Björnsson Gunnar Atli Davíðsson Grétar Atli Davíðsson Bergsveinn Skúli Jóhannsson Indíana Ósk Helgudóttir Arna Kristín Sigurðardóttir Benjamin Mark Reedman Ágúst Benedikt Sigmarsson Hjalti Ragnarsson Alexander Áki Felixson Brimar Örn Brynjólfsson Svanberg Már Pálsson Hjörvar Steinn Grétarsson Helgi Brynjarsson Ívar Örn Jónsson Ásrún Dóra Sigurðardóttitr Dagrún Björk Heiðrún Sunna Róbert Ingi Sigurðsson Þorsteinn Eyfjörð Ingibjörg Eva Löve Kristjón Magnússon Þengill Þór Vilhjálmsson Hannes Arason Hringur Ásgeir Sigurðarson Kári Eldjárn Þorsteinsson Edgar Davíð Cabrera Kjartan Gunnarsson Styrmir Gunnarsson Huginn Gunnarsson Dagur Ebenezersson Brynjólfur Haukur Ingólfsson Ísak Númi Aðalsteinsson Kristín Ferrell Alexander Ásgeirsson Viktoría Helga Johnsen Benjamín Jóhann Johnsen Sævar Ríkarðsson Árni Þórður Herdís Helga Helgadóttir Hannes Halldórsson Þór Pétursson Hjörtur Gunnarsson Sigrún Brynjarsdóttir Pétur Karlsson Malín Agla Kristjánsdóttir Kristinn Rúnar Sigurðsson Arnar Bragi Ingason Páll Jakobsson Elmar Óliver Finnsson Ástbjörn Haraldsson Kristín Haraldsdóttur Kristín Stefánsdóttir Jón Sigurður Gunnarsson Gabríel Gerald Hesler Valdís Vilmarsdóttir Arnar Leó Ólafsson Fjóla Rakel Ólafsdóttir Matthías Pétursson Hjalti Elías Pétursson Birkir Steinn Karl Rúnar Martinsson Paul Walker Ólafur Þór Guðmundsson Sevilla Einarsdóttir Einar Jakobsson Helgi Brynjarsson Alexander Veigar Sölvason Valgarð Hrafnsson Anna María Hrafnsdóttir Kristján Kristjánsson Albert Rúnarsson Þorsteinn Grettir Ólafsson Oddný Rún Karlsdóttir Daði Rafn Jónsson Fanney Rún Jónsdóttir Ólafur Kjaran Árnason María Isabella Franz Jónas Laufey Pálmadóttir Þuríður Dagný Böðvarsdóttir Daníel Ómarsson Anton Örn Atlason Halldór Kári Sigurðarson Agla Brá Sigurðardóttir. Ólafur Andri Benidiktsson Marta Kristín Friðriksdóttir Páll Andrason Alma Líf Þorsteinsdóttir Ísak Númi Aðalsteinsson Bjartur Máni Sigurðarsson Egill Anton Hlöðversson Atli Jakob Hlöðversson Jóhann Sævar Sigurður Þór Haraldsson Rannveig Dögg Elísabet Ragnarsdóttir. Nikulás Óskarsson Axel Valur Unnar Steinn Katrín Laufey Ragnarsdóttir Viktor Ragnarsson Árni Beinteinn Emil Hjaltason Hjalti Kári Mímisson Daníel Ómarsson Arnar Ólafsson Brynja Vignisdóttir Júlía Rós Hafþórsdóttir Júlía Guðmundsdóttir Þórir Björn Víkingsson Þórey Hlín Hlynsdóttir Magnús Guðmundsson Böðvar Guðmundsson Daníel Guðnason Goði Már Daðason Heiðrún Ólafsdóttir Sigurður Borgar Ólafsson Fanný Björk Ólafsdóttir Oddgeir Hlífar Arnar Vilhjálmur Arnarsson Lars Davíð Gunnarsson Davíð Baldursson Haraldur Jökull Breki Bjarnason Sæmundur Rögnvaldsson Sölvi Rögnvaldsson Ómar Arnar Sigurðsson Mikael Luis Gunnlaugsson Árni Björn Höskuldsson Birgir Örn Höskuldsson Guðrún Höskuldsdóttir Þórhallur Valur Benónýsson Sigurgeir Bjartur Þórisson Aron Örn Eyþórsson Sigurður Halldórsson Jón Konráðsson Sunna Víðisdóttir Elísa Margrét Pálmadóttir Björk Magnúsdóttir Eggert Thoraresen Einar Sigurðsson Guðmundur Sigurðsson Unnur Kristín Margrét Björk Ástvaldsdóttir Óskar Ástvaldsson Bergþór Þrastarson Dagur Andri Tómas Martin Birgir Pálsson Oddur Hólm Haraldsson Brimir Björnsson Haraldur Grétar Haraldsson Sindri Ström Þórhildur Eyþórsdóttir Hafsteinn Þórðarson Asmír Þór þórsson Brandur Gunnarsson Saga Eir Svanbergsdóttir Hulda Margrét Sigurðardóttir Ása Lilja Rögnvaldsdóttir Davíð Már Bjarnason Nikola Óskar Danival Heide Ívar Hannes Pétursson Guðni Fannar Kristjánsson Einar Ólafsson Júníus Einar Þorsteinson Sevilla Beinusdóttir Konráð Freyr Sigurðsson Styrmir Óðinsson Hallgrímur Þór Katrínarson Gísli Brynjarsson Adam Ingibergsson Erla Dís Kjartansdóttir Björgvin Bjartur Kjartansson Alma Ágústsdóttir Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir Gunnar Thor Örnólfsson Eiríkur Örn Brynjarsson Daði Ómarsson Eyþór Gísli Óskarsson Sigríður Birna Sigvaldadóttir Jón Hólm Pálsson Agnes Jóhanesdóttir Þórhallur Sigurjónsson Tómas Víkingsson Thomas Pálsson Gestur Ingi Reynisson Ásgeir Örn Þórsson Kolbeinn Helgi Kristjánsson Ingibjörn Sölvason Björgvin Pálmi Daníelsson Bjartur Níelsson Davíð Oddsson forsætisráðherra skrifaði ávarp í tímarit Hróksins, sem tileinkað var minningu Guðmundar J. Guðmundssonar, og gefið var út í tilefni af Edduskákmótinu. Í ávarpinu hvatti hann m.a. til þess að stutt yrði við bakið á þeim sem stuðlað hafa að skákvakningu meðal vor- manna Íslands. Davíð brá sér í Borgarleikhúsið til að fylgjast með Edduskákmótinu og hér fer hann yfir stöðuna ásamt Hrafni Jökulssyni og Ivan Sokolov. Farið yfir stöðuna Blómasmiðja Grafarvogs

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.