Fréttablaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 4
4 6. júní 2003 FÖSTUDAGUR
■ Innlent
Á að endurvekja sumarfrí
Sjónvarpsins?
Spurning dagsins í dag:
Hvernig fer landsleikur Íslands og
Færeyja?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
51,6%
35,6%
Nei
12,8%Alveg sama
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Asía
FARALDUR Faraldur bráðalungna-
bólgu hefur þegar náð hámarki og
er nú í rénun, að sögn Henk
Bekedam, talsmanns Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar.
Engin ný tilfelli hafa komið upp
í Kína í meira en tvo sólarhringa og
lagði Bekedam áherslu á að
sjúkdómurinn væri einnig á undan-
haldi þar í landi. Engu að síður bað
hann heilbrigðisyfirvöld um heim
allan að vera á varðbergi. Í því
sambandi benti Bekedam á Kanada
þar sem HABL tók sig upp að nýju
eftir að yfirvöld töldu sig hafa
ráðið niðurlögum sjúkdómsins.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
varar almenning enn við því að
ferðast til Taívan, Peking og nokk-
urra héraða á meginlandi Kína.
Stofnunin íhugaði að bæta Toronto
aftur á þennan lista en hætti við þar
sem svo virtist sem yfirvöld hefðu
náð tökum á sjúkdómnum að nýju.
Yfir 8.300 manns hafa smitast af
bráðalungnabólgu um heim allan og
eru að minnsta kosti 772 þeirra
látnir. Enn er fjöldi manna í sóttkví
í Suðaustur-Asíu og í Kanada. ■
FUNDU MIKIÐ MAGN
BARNAKLÁMS Talið er að hluti
barnaklámsmynda sem fundust
við húsleit hjá rúmlega þrítugum
manni í síðustu viku hafi verið
framleiddur með íslenskum börn-
um. Tugþúsundir barnakláms-
mynda fundust hjá manninum.
Lögregla hafði fengið ábendingu
um að maðurinn reyndi að tæla
börn og ungmenni til sín á spjall-
rásum. Ríkisútvarpið greindi frá.
ÍSLENDINGAR BUÐU BEST Foss-
kraft JV, sem er í eigu Ístaks og
Íslenskra aðalverktaka, átti
lægsta boð í stöðvarhús Kára-
hnjúkavirkjunar, stálfóðrun fall-
ganga og vél og rafbúnað. Tilboðið
var upp á 8,6 milljarða. Impregilo
átti hæsta tilboðið, 15,3 milljarða.
Ríkisútvarpið greindi frá.
BERLUSCONI
Silvio Berlusconi er ásakaður um að hafa
mútað dómurum á níunda áratugnum,
áratug áður en hann hóf stjórnmálaferil
sinn.
Lög um friðhelgi
samþykkt:
Berlusconi
gæti sloppið
RÓM, AP Öldungadeild ítalska
þingsins hefur samþykkt lög um
friðhelgi sem talið er að muni
koma í veg fyrir að réttarhöldum
verði haldið áfram yfir Silvio
Berlusconi, forsætisráðherra
landsins, fyrir spillingu.
Atkvæðagreiðsla vegna lag-
anna verður næst lögð fyrir full-
trúadeildina, þar sem talið er full-
víst að þau verði einnig samþykkt.
Samkvæmt lögunum eiga fimm
af háttsettustu aðilum Ítalíu rétt á
friðhelgi á meðan þeir eru í opin-
beru embætti, þar á meðal forset-
inn og forsætisráðherrann. ■
ÍRAK Bæði breska og bandaríska
þingið rannsaka nú hvort gögnum
um gereyðingarvopnaeign Íraka
sem lögð voru fram í aðdraganda
innrásarinnar hafi verið breytt til
að auka stuðning við innrásina.
Gögnin áttu að taka allan vafa
af um það að Írakar ættu gereyð-
ingarvopn en engin slík hafa fund-
ist, né heldur nokkur ummerki um
að þeim hafi verið eytt. Til þess að
bæta olíu á eldinn hefur Paul
Wolfowitz, aðstoðarlandvarnaráð-
herra Bandaríkjanna, lýst því op-
inberlega yfir að olíuhagsmunir
hafi fyrst og fremst ráðið ferðinni
og gereyðingarvopnaeign Íraka
hefði verið tylliástæða. Þessi yfir-
lýsing hefur m.a. grafið verulega
undan trausti Tony Blair, forsæt-
isráðherra Breta, sem hefur átt
mjög undir högg að sækja í sínu
heimalandi.
„Ég á afskaplega erfitt með að
trúa því að Bretar hafi verið að
búa til upplýsingar í sambandi við
þetta mál,“ segir Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra.
„Hins vegar er ljóst að það voru
gereyðingarvopn í Írak. Þau hafa
ekki fundist en það hafa heldur
ekki fundist neinar sannanir fyrir
því að þeim hafi verið eytt. Annað
hvort hefur þeim verið eytt eða
þau hafa ekki fundist. Ég ætla
ekki að spá neinu um það hvernig
það er. Aðalatriðið er það að mik-
ilvægt var að rjúfa það ástand
sem var í Írak. Ég fann það á
fundi Atlantshafsbandalagsins (í
Madríd á þriðjudaginn) að það er
mikil samstaða um að einhenda
sér í uppbyggingu þar og styðja
lýðræðisöfl á svæðinu.“
Um yfirlýsingu Wolfowitz seg-
ir Halldór: „Ég tel að það sé alveg
rétt að olía í Mið-Austurlöndum
hefur áhrif á allt þetta mál. Olían
í Mið-Austurlöndum er eitt af því
sem knýr áfram efnahagsstarfs-
semi í heiminum öllum, en olían í
Írak skiptir þar ekki eingöngu
sköpum. Bandaríkjamenn hafa
ekki verið sérstaklega háðir olíu í
Írak, hins vegar er allur hinn
vestræni heimur háður olíu frá
Mið-Austurlöndum.“
Aðspurður hvort það væri ekki
áfall fyrir íslensku ríkisstjórnina
að hafa stutt innrásina ef olíuhags-
munir hafi einungis ráðið ferðinni
svaraði Halldór: „Ísland tók ákveð-
na afstöðu í þessu máli. Við tókum
þá afstöðu, sem var einföld, að við
teldum að það ætti að afvopna
Saddam Hussein og við lofuðum
því að vera með í uppbyggingu í
Írak. Að öðru leyti tókum við ekki
afstöðu til málsins.“
trausti@frettabladid.is
BUSH
George W. Bush ræðir við þjóðhöfðingjann
í Katar, Sheik Hamad bin Khalifa Al Thani.
„Þú hefur verið mikill vinur Bandaríkjanna
og fyrir það erum við þakklát,“ sagði Bush.
George W. Bush í Katar:
Sannleikurinn
kemur í ljós
KATAR, AP George W. Bush Banda-
ríkjaforseti segir að innrás
Bandaríkjamanna í Írak hafi ver-
ið réttlætanleg og heitir því að
sannleikurinn eigi eftir að koma í
ljós varðandi gjöreyðingarvopn
Saddams Husseins.
„Við erum á varðbergi. Við
munum afhjúpa sannleikann,“
sagði Bush er hann heimsótti
arabaríkið Katar í gær. Heim-
sóknin var sú síðasta í utanlands-
reisu hans sem hefur staðið yfir í
viku. „Eitt er víst: engin hryðju-
verkasamtök munu komast yfir
gjöreyðingarvopn með hjálp
Íraksstjórnar vegna þess að
Íraksstjórn er ekki lengur til,“
sagði Bush. ■
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
ómerkt dóm Héraðsdóms Reykja-
víkur í máli sem einkahlutafélag
Ágústar Einarssonar hagfræði-
prófessors höfðaði til riftunar á
kaupum hlutabréfa í Frjálsri Fjöl-
miðlun hf.
Félag Ágústar, Haf ehf., keypti
í desember 2001 hlutafé í Frjálsri
fjölmiðlun fyrir 70 milljónir
króna. Seljandinn var Hilmir ehf.,
félag í eigu feðganna Sveins R.
Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveins-
sonar.
Frjáls fjölmiðlun er gjaldþrota.
Hæstiréttur segir héraðsdóm
hafa látið undir höfuð leggjast að
meta þau rök Ágústar að hann
hafi keypt bréfin í félaginu til að
liðka fyrir kaupum félagsins
ESÓB ehf., sem Ágúst er hluthafi
í, á 40% hlut í Útgáfufélaginu DV
ehf. Hann kynni að eiga rétt á af-
slætti vegna þessarar tengingar.
Ágúst krafðist þess að fá allt
kaupverðið greitt til baka eða þá
að hann fengi að minnsta kosti 66
milljónir sem afslátt af kaupverð-
inu.
Héraðsdómur hafnaði báðum
kröfunum. Hæstiréttur hefur nú
vísað málinu til meðferðar í hér-
aðsdómi að nýju á áðurnefndum
forsendum. ■
EITURLYFJAHRINGUR UPPRÆTT-
UR Kínverska lögreglan lagði
hald á fjögur tonn af metam-
fetamíni og handtók tíu manns
sem taldir eru tilheyra glæpa-
gengi sem stundað hefur ólögleg-
an útflutning á lyfinu. Kína er
eitt af helstu útflutningslöndum
metamfetamíns og er það fram-
leitt er á leynilegum rannsóknar-
stofum í suðurhéruðum landsins.
HITABYLGJAN SENN Á ENDA Hita-
bylgja á Indlandi hefur kostað
yfir 1.300 manns lífið á undan-
förnum vikum. Þúsundir manna
hafa verið lagðar inn á sjúkrahús
vegna vökvaskorts og sólstings.
Hitastigið hefur verið á bilinu 45
til 49 gráður, sem er um tíu gráð-
um meira en í venjulegu árferði.
Búist er við rigningu og lækkandi
hitastigi um helgina. Árið 1998
létust yfir 2.500 manns í hita-
bylgju á Indlandi.
AP
/M
YN
D
AP
/M
YN
D
DÝRAGARÐUR SÓTTHREINSAÐUR
Forvitið tígrisdýr fylgist með þegar sótthreinsunarefni er sprautað á götur dýragarðsins í
Heilongjiang-héraði í Kína. Garðurinn hefur verið sótthreinsaður daglega síðan
bráðalungnabólgan tók að breiðast út á svæðinu.
Bráðalungnabólgan hefur
þegar náð hámarki:
Faraldurinn
er í rénun
DV-HÚSIÐ
Ágúst Einarsson keypti 40% hlut í Útgáfu-
félagi DV og 70 milljóna króna hlut í
Frjálsri fjölmiðlun sama daginn. Hæstirétt-
ur segir að héraðsdómur eigi að meta
hvort Ágúst eigi ekki að fá afslátt vegna
kaupanna í FF.
Dómur ómerktur um kaup prófessors á hlut í
Frjálsri Fjölmiðlun:
Héraðsdómur
meti afsláttarkröfu
Blekkt til stuðnings?
Paul Wolfowitz segir olíuhagsmuni hafa ráðið innrás í Írak. Stuðningur
Íslands við innrásina var réttlættur með mikilvægi þess að afvopna Íraka.
Wolfowitz segir meinta vopnaeign Íraka hafa verið tylliástæðu.
AÐSTOÐARLANDVARNARÁÐHERRA BANDARÍKJANNA
Paul Wolfowitz hefur lýst því opinberlega yfir að olíuhagsmunir hafi fyrst og fremst ráðið
innrásinni í Írak.