Fréttablaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 20
Leikhús 20
Myndlist 20
Bíó 22
Íþróttir 18
Sjónvarp 24
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
AFMÆLI
Grímuball
á næsta ári
FÓTBOLTI
Vonbrigði að
missa af
leikjunum
FÖSTUDAGUR
6. júní 2003 – 128. tölublað – 3. árgangur
bls. 28 bls. 18
INNRÁS
Olían skipti
mestu máli
bls. 4
Þið eruð hérna
frumsýnt
LEIKHÚS Leikfélag Hafnarfjarðar
frumsýnir í kvöld nýtt verk eftir
Lárus Húnfjörð. Það heitir Þið eruð
hérna og var skrifað til að minnast
þess að 20 ár eru síðan leikfélagið
var endurvakið. Það verður sýnt í
húsnæði leikfélagsins að Vestur-
götu 4-6 og hefst klukkan 20.
DOKTORSVÖRN Birna Bjarnadóttir ver
doktorsritgerð sína um fagurfræði
í skáldskap Guðbergs Bergssonar í
Hátíðasal Háskóla Íslands klukkan
14. Andmælendur eru Álfrún Gunn-
laugsdóttir prófessor og Gert
Kreutzer prófessor. Dr Anna Agn-
arsdóttir, forseti heimspekideildar,
stýrir athöfninni.
Nýr skóli rís
SKÓFLUSTUNGA Þórarinn Árnason
borgarstjóri tekur fyrstu skóflu-
stunguna að Ingunnarskóla í Graf-
arholti með aðstoð nemenda. Þetta
er fyrsti skóli sem byggður er í
hverfinu. Ingunnarskóli hefur þeg-
ar tekið til starfa í bráðabirgðahús-
næði, en þar stunda börn í 1. til 10.
bekk nám.
STA Ð R EY N D UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
VARNARLIÐIÐ Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra segir samninga-
viðræðurnar um Varnarliðið fyrst
og fremst snúast um öryggis- og
varnarmál, en ekki um atvinnumál
á Suðurnesjum.
„Að sjálfsögðu er það ljóst að sá
viðbúnaður sem er hér á landi hef-
ur áhrif á mannaflaþörfina,“ segir
Halldór. „En þetta er fyrst og
fremst öryggis- og varnarmál en
ekki atvinnumál, á það vil ég
leggja áherslu. Það hefur aldrei
verið markmið í sjálfu sér að hafa
erlendan her hér á landi. Mark-
miðið hefur ávallt verið að tryggja
öruggar varnir Íslands og Atlants-
hafsbandalagsins.“
Halldór sagði að það yrði mikið
áfall ef loftvarnir yrðu ekki
tryggðar hér á landi áfram. Ef orr-
ustuflugvélarnar yrðu fluttar burt
myndu nokkur hundruð manns
flytja með þeim. Það myndi einnig
hafa áhrif á þjónustustigið á
Keflavíkurflugvelli og almennt ör-
yggi á Norður-Atlantshaf, þar sem
þyrlur varnarliðsins hefðu gegnt
mikilvægu hlutverki.
sjá nánar bls. 2
Samningar um varnarliðið á Keflavíkurflugvelli:
Snýst ekki um atvinnumál
REYKJAVÍK Fremur hæg
breytileg átt og skýjað.
NA 5-10 og fer að rigna ná-
lægt hádegi. Hiti 8 til 15 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 8-13 Skýjað 8
Akureyri 5-10 Skýjað 9
Egilsstaðir 8-13 Rigning 8
Vestmannaeyjar 8-13 Skúrir 11
➜
➜
➜
➜
+
+
EFNAHAGSMÁL Ísland er skuld-
settasta þróaða ríki heims í kjölfar
þess að ofþensla síðustu ára leiddi
til mikillar erlendrar skuldasöfn-
unar. Þetta kemur fram í áliti
sendinefndar Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins sem var hér á landi til að
kynna sér ís-
lensk efnahags-
mál undir lok
síðasta mánaðar.
Skuldaaukn-
ingin er einkum
rakin til skuld-
setningar einka-
geirans. Hrein
erlend skulda-
staða þjóðarbús-
ins nam 80% af
vergri landsframleiðslu. Það er
hæsta hlutfall sem þekkist meðal
þróaðra ríkja. Vergar erlendar
skuldir voru um 130% af vergri
landsframleiðslu. Þjóðarbúskapur-
inn er af þeim sökum viðkvæmari
fyrir ytri áföllum, einkum vegna
þess hve hagkerfið er opið og
smátt.
Í skýrslu sendinefndarinnar
segir að það hvíli fyrst og fremst á
ríkisfjármálum og annarri stefnu
stjórnvalda að viðhalda jafnvægi í
þjóðarbúskapnum. Í því samhengi
er varað við því að hugmyndir
stjórnvalda um útlánaaukningu
Íbúðalánasjóðs verði að veruleika.
Það er sagt geta grafið undan
lausafjárstýringu Seðlabankans.
„Þetta eru varkárir menn og
leggja áherslu á að þetta verði inn-
an strangra marka,“ segir Árni
Magnússon félagsmálaráðherra,
sem telur að hægt sé að auka hús-
næðislán og viðhalda stöðugleika á
sama tíma. „Markmið ríkisstjórn-
arinnar er 90% húsnæðislán í al-
menna kerfinu þannig að þetta
ógni ekki stöðugleika. Þannig verð-
ur unnið áfram að þessu,“ segir
Árni.
Í áliti sendinefndarinnar segir
að ójafnvægið sem myndaðist í
uppsveiflunni undir lok síðasta
áratugar sé að baki og útlit fyrir
nýtt hagvaxtarskeið. „Stjórnvöld
eiga hrós skilið fyrir vel heppnaða
aðlögun efnahagslífsins. Hún er
ekki síst að þakka framsýnni hag-
stjórn yfir nokkurra ára skeið
sem miðaði að stöðugleika og ýtti
undir hagvöxt,“ segja skýrsluhöf-
undar.
brynjolfur@frettabladid.is
Skuldsettastir
þróaðra þjóða
LÖGREGLAN VIÐ RÁNSSTAÐINN Maður vopnaður hnífi framdi bankarán í Landsbankanum í Grindavík um hádegisbilið í gær. Enginn
skaðaðist vegna ránsins. Hann var klæddur samfestingi og með lambhúshettu. Einn maður er í haldi lögreglunnar grunaður um verknað-
inn. Lögreglan stöðvaði alla bíla sem voru á leið úr bænum og fannst hann í einum þeirra. Hann var ekki í bílnum sem sést á myndinni.
VÍ
KU
R
FR
ÉT
TI
R/
H
IL
M
AR
B
R
AG
I
„Þetta eru
varkárir menn
og leggja
áherslu á að
þetta verði
innan strang-
ra marka.
VARNARLIÐIÐ
Innkaupastjórinn seldi bíla til
fyrirtækis í Keflavík.
Sölunefndin:
Fleiri nöfn
á kvittunum
VIÐSKIPTI Innkaupastjóri Sölu-
nefndar Varnarliðseigna sem upp-
vís varð að því að selja vörur
framhjá sölukerfi stofnunarinnar
seldi stóran hluta af vörunum í
gegnum fyrirtækið Verktakasam-
bandið ehf. í Reykjanesbæ. For-
svarsmenn fyrirtækisins voru yf-
irheyrðir í tengslum við rannsókn
á máli innkaupastjórans um miðj-
an nóvember. Þeir gátu sýnt fram
á kvittanir frá Sölunefndinni fyrir
öllu því sem keypt var.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins voru þeir með pappíra
undir höndum vegna bifreiða-
kaupa sem undirritaðir eru af
fleirum innan Sölunefndarinnar en
innkaupastjóranum, sem átt hafði
viðskipti við þá í hálft annað ár.
Sjá fréttaskýringu á bls. 16 og 17
Hlutfall erlendra skulda er hærra hér en hjá nokkru öðru þróuðu landi.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að fara verði varlega á næstu árum og
varar við hugmyndum um að auka húsnæðislán upp í 90%.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
UTANRÍKISRÁÐHERRA
Halldór sagði að það yrði mikið áfall
ef loftvarnir yrðu ekki tryggðar hér á
landi áfram.
Bankarán í Grindavík:
Tekinn á
leið út úr
bænum
BANKARÁN Ungur maður var hand-
tekinn síðdegis í gær vegna
vopnaðs bankaráns í Landsbank-
anum í Grindavík. Lögregla
stöðvaði hann þar sem hann var á
leið út úr Grindavík eftir ránið og
tók hann til yfirheyrslu. Útak-
sturleiðum úr bænum var lokað
eftir ránið, bílar á útleið stöð-
vaðir og engum hleypt út fyrr en
lögreglan hafði fullvissað sig um
að bankaræninginn væri ekki á
ferli með feng sinn.
Bankaránið var framið rétt
eftir hádegi í gær. Tveir starfs-
menn voru í afgreiðslu og einn
viðskiptavinur inni í bankanum
þegar maður vopnaði hnífi kom
inn í bankann og rændi hann. ■
Heilbrigði:
Dáleiðsla
á spítala
GEÐHEILSA Sex manna starfs-
mannahópur á Landspítalanum
vinnur nú við dáleiðslu sjúklinga
á göngudeild geðdeildar spítalans.
Ingibjörg Jakobsdóttir geðhjúkr-
unarfræðingur segir að dáleiðslan
gagnist vel því hana megi nota
sem tæki á hvaða ástand þar sem
hugurinn spilar inn í vandamál
einstaklingsins.
Ingibjörg segir dáleiðslu-
meðferðina hafa gefið góða raun
og þegar skilað árangri.
Sjá nánar bls. 38
Holdið hemur
andann
FÓTBOLTI Breiðablik tekur á móti
Haukum í 4. umferð 1. deildar
karla klukkan 20 í kvöld. Á sama
tíma sækir Njarðvík Þór heim á
Akureyri og Stjarnan fær Leift-
ur/Dalvík í heimsókn.
Þrjár viðureignir
í fyrstu deild