Fréttablaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 6
6 6. júní 2003 FÖSTUDAGUR
■ Lögreglufréttir
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 73.18 -0,11%
Sterlingspund 119.93 -0,29%
Dönsk króna 11.51 -0,35&
Evra 85.46 -0,31%
Gengisvístala krónu 119,51 -0,44%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 359
Velta 9.016 m
ICEX-15 1.466 -0,19%
Mestu viðskipti
Pharmaco hf. 144.477.005
Íslandsbanki hf. 118.742.400
Össur hf. 66.385.331
Mesta hækkun
Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. 20,00%
Sölumiðstöð Hraðfrystih. hf. 2,00%
Tryggingamiðstöðin hf. 1,90%
Mesta lækkun
Marel hf. -2,14%
Samherji hf. -1,18%
Eimskipafélag Íslands hf. -0,79%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8982,1 -0,6%
Nasdaq*: 1618,8 -1,0%
FTSE: 4088,6 -0,9%
NIKKEI: 8657,2 1,2%
S&P*: 986,2 0,0%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hvað heitir heilsuræktarstöðin í mið-bæ Reykjavíkur sem var innsigluð af
embætti Tollstjóra á miðvikudaginn vegna
vanskila?
2Veitingahús í miðbænum hefur efnt tilmenningarhátíðar þar sem stefnt er
saman listafólki á ýmsum sviðum. Hvað
heitir veitingahúsið?
3Bandarísk gamanleikkona ætlar aðvera með raunveruleikaþátt á sjón-
varpsstöðinni ABC. Hvað heitir konan?
Svörin eru á bls. 30
VÍETNAM, AP Alræmdasti mafíufor-
ingi Víetnams, Truang Van Cam,
var dæmdur til dauða í gær.
Hinum 55 ára gamla Van Cam
hefur verið líkt við „Guðföðurinn“
úr samnefndum kvikmyndum því
hann var einn umsvifamesti
glæpamaður Víetnams um 15 ára
skeið. Réttarhöldin yfir Van Cam,
sem barðist við hlið Bandaríkja-
manna í Víetnamstríðinu áður en
hann leiddist út í glæpi, eru ein
þau stærstu og umtöluðustu í sögu
Víetnams. Um 150 manns voru
ákærðir í kjölfarið á handtöku
hans.
Árið 2001 ákváðu stjórnvöld í
Víetnam að fara í herferð gegn
spillingu í landinu. Vegna tengsla
Van Cam við lögregluna í Ho Chi
Minh-borg þurfti að leita út fyrir
borgina til þess að finna lögreglu-
menn til að handtaka hann.
Van Cam var m.a. dæmdur fyr-
ir fjölda morða, líkamsárásir,
ólögleg veðmál, mútur, mansal
o.fl. Aftökusveit mun taka hann af
lífi. ■
VAN CAM LEIDDUR ÚT ÚR
RÉTTARSALNUM
Van Cam var m.a. dæmdur fyrir fjölda
morða, líkamsárásir, ólögleg veðmál,
mútur, mansal o.fl.
Stærstu réttarhöldum í sögu Víetnams lokið:
„Guðfaðir“ Víetnams
dæmdur til dauða
Fundur í Downing-
stræti 10:
Blair tók á
móti Karzai
LUNDÚNIR, AP Hamid Karzai, for-
seti Afganistans, heimsótti Tony
Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, í Downing-stræti 10 í gær.
Leiðtogarnir ræddu um upp-
byggingu í Afganistan, nýja
stjórnarskrá og leiðir til að draga
úr heróínframleiðslu í landinu.
Áður en Karzai hitt Blair átti
hann fund með David Blunkett,
innanríkisráðherra Bretlands.
Ræddu þeir m.a. um flutning afg-
anskra flóttamanna frá Bretlandi
aftur til Afganistans.
Karzai lýkur þriggja daga heim-
sókn sinni um Bretland í dag. ■
Dæmdur í Héraðsdómi
fyrir kynferðisbrot:
Sex mánaða
fangavist
DÓMSMÁL Unglingspiltur var
dæmdur í sex mánaða fangelsi,
skilorðsbundið til þriggja ára.
Hann var ákærður fyrir að hafa
með ofbeldi þröngvað til samræð-
is við sig stúlku sem ekki gat
spornað við sökum ölvunar. Ekki
er talið fullsannað að hann hafi
þröngvað henni til samræðisins.
Tillit var tekið til þess að hann var
fimmtán ára þegar hann framdi
brotið og hafði ekki sætt refsingu
áður. ■
NABLUS, VESTURBAKKANUM, AP Ísra-
elskir hermenn þurfu að beita
táragási gegn um 200 Palestínu-
mönnum sem mótmæltu veru
Ísraela á Vesturbakkanum í gær.
Mótmælin voru einnig höfð
uppi í tilefni þess að í gær voru 36
ár liðin frá því Sex daga stríðið
hófst fyrir botni Miðjarðarhafs.
Ísraelsmenn sigruðu herlið araba
í stríðinu og náðu þar með stjórn á
svæðum araba á Vesturbakkanum
og Gaza-svæðinu. Ísraelar náðu
Sinai- og Gaza-svæðinu af Egypt-
um, Gólanhæðum af Sýrlending-
um og Vesturbakkanum og Jer-
úsalem af Jórdaníu.
Yasser Arafat, leiðtogi Palest-
ínumanna, hefur gagnrýnt harð-
lega niðurstöðu friðarfundarins
sem var haldinn í Jórdaníu á milli
Ísraels og Palestínu fyrir tilstuðl-
an Bandaríkjamanna. Þar var
rætt um Vegvísinn til friðar sem
miðar að því að stofnað verði
palestínskt ríki fyrir árið 2005.
Arafat, sem var ekki boðið til
fundarins, sagði að Ariel Sharon,
forsætisráðherra Ísraels, hefði
ekki haft neitt áþreifanlegt fram
að færa. „Hver er tilgangurinn í
því að færa nokkrar manneskjur
frá einum stað og segjast þá hafa
fært heila landnemabyggð?“
sagði Arafat.
Um 40 þúsund manns söfnuðust
saman í Jerúsalem í gær til að mót-
mæla harðlega tilslökunum Shar-
ons varðandi landnemabyggðirnar
og framkvæmd Vegvísisins. Ör-
yggisgæsla í kringum Sharon hef-
ur nú verið aukin vegna hugsan-
legra árása öfgafullra gyðinga.
Öfgafullir Palestínumenn hafa
einnig gagnrýnt Mahmoud
Abbas, forsætisráðherra Palest-
ínu, fyrir að heita því að binda
enda á heilagt stríð Palestínu-
manna gegn Ísraelum. ■
36 ár frá Sex
daga stríðinu
Palestínumenn höfðu uppi áköf mótmæli vegna veru Ísraela á
Vesturbakkanum. Mun fleiri mótmæltu tilslökunum Ariel Sharon
varðandi landemabyggðir á svæðum Palestínumanna.
VEGVÍSIR TIL FRIÐAR:
MEGINATRIÐI
1. stig (maí 2003)
Árásir Palestínumanna á Ísraela hætti.
Stjórnarfarsbreytingar hefjist í Palestínu.
Ísraelar dragi heri sína til baka frá svæð-
um Palestínumanna. Kosningar í Palest-
ínu.
2. stig (júní-des. 2003)
Stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu. Al-
þjóðlegur fundur um málefni Íraels og
Palestínu. Alþjóðlegt eftirlit með því að
Vegvísinum verði framfylgt.
3. stig (2004-2005)
Annar alþjóðlegur fundur. Öllum átökum
lokið. Landamæradeilur og málefni
flóttamanna úr sögunni. Arabaríki sam-
þykki friðarsamninga við Ísrael.
MÓTMÆLI
Palestínumaður hrópar ókvæðisorð að Ísraelum á mótmælafundinum á Vesturbakkanum
í gær.
AP
/M
YN
D
HNÍFSTUNGUR „Einn hefur játað að
hafa beitt hnífi í þessum átökum í
Hafnarstrætinu. Maðurinn sem
var stunginn er kominn úr lífs-
hættu og er að jafna sig. Við höf-
um spjallað við hann og þurfum
að gera það aftur,“ segir Hörður
Jóhannesson hjá Lögreglunni í
Reykjavík.
Stympingar urðu milli liðs-
manna Varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli og Íslendinga. „Eftir
að þeim lauk voru tveir eftir, sá
með stungusárin og sá sem við
höfum handtekið og er í haldi.
Hann hefur játað að hafa notað
hníf í átökunum.“
Hörður segir að rannsókn
málsins beinist að því hvort
Bandaríkjamðurinn beri einn
ábyrgð á öllum þessum stungum
eða hvort fleiri hafi hugsanlega
verið að verki. „Við höfðum uppi á
honum með aðstoð rannsóknar-
lögregluflotans á Vellinum og lög-
reglunnar á Keflavíkurflugvelli.“
Hörður vildi ekki tjá sig um hvort
sá sem hefur játað hafi bent á
fleiri sem hefðu notað hníf. Hörð-
ur segir að erfitt sé að fá skyn-
samlega skýringu á því af hverju
menn séu yfirleitt að slást. Málið
sé komið nokkuð langt en ýmis-
legt sé þó enn óljóst. ■
HAFNARSTRÆTI
Rannsakað er hvort fleiri hafi beitt hnífi í átökunum.
Hnífstungumálið:
Kominn úr lífshættu
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
SUBWAY
Stúlkurnar hafa játað og telst málið upp-
lýst.
Önnur af ránsstúlkum:
Vann áður
á Subway
RÁN Önnur stelpnanna sem rændu
Subway-veitingastaðinn í Grafar-
vogi hafði áður verið starfsmað-
ur þar. Stelpurnar, sem eru
sautján og átján ára, komu inn á
staðinn vopnaðar hnífi og hröktu
starfsfólkið inn í kæli. Að því
loknu tóku þær peninga og hlupu
út. Vitað var í upphafi hverjar
þær voru. „Lögreglumennirnir á
vaktinni stóðu sig vel og höfðu
uppi á þeim seinna um nóttina.
Stelpurnar hafa gengist við öllu
og telst málið upplýst,“ segir
Hörður Jóhannesson hjá lögregl-
unni í Reykjavík. ■
INNBROT Í SUMARBÚSTAÐ
Brotist var inn í sumarbústað í
Þingvallasveit. Innanstokksmunir
voru teknir, m.a. handunnið teppi
og útskorin hilla eftir Ríkharð
Jónsson. Innbrotsins varð vart í
gær. Eigendur komu að dyrunum
opnum og þá var búið að hella
niður steinolíu á golfteppið. Mál-
ið er í rannsókn.