Fréttablaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 18
REGINA POKORNA Ein aðalstjarna Hróksins. Stórmeistarar til Grænlands Grænlandsmótið 2003 verður vel skipað. Frægastur allra er Friðrik Ólafs- son, sem var einn besti skákmaður heims og fyrsti stórmeistari Íslendinga. Stigahæstur er Ivan Sokolov, fyrirliði Íslandsmeistara Hróksins. Hann er frá Bosníu en býr í Hollandi og er einn af bestu skákmönnum heims. Margir spá því að hann berjist um sigurinn við Jóhann Hjartarson, sem á árunum fyrir 1990 var með í baráttunni um heims- meistaratitilinn og er ennþá stigahæsti skákmaður Norðurlanda. Þá hlýtur Hannes Hlífar Stefánsson að ætla sér sigur. En fleiri munu blanda sér í barátt- una: Luke McShane Englandi er á hraðri uppleið, Predrag Nikolic Bosníu er sannkölluð mulningsvél, Nick de Firmian Bandaríkjunum býr að mikilli reynslu, Tomas Oral Tékklandi hefur sýnt að hann getur unnið sterk skákmót og Henrik Danielsen Danmörku er öllum skeinuhættur. Allir eru þessir kappar stórmeistarar og hafa teflt á Ís- landsmótinu með Hróknum. En á mót- inu er einn stórmeistari til viðbótar: Regina Pokorna frá Bratislava í Sló- vakíu. Hún er 21 árs og er ein efnileg- asta skákkona heims. Hún hefur unnið frábært starf með börnum og þjálfað krakka sem náð hafa langt. ■ Skoðið heimasíðu mótsins: www.icechess.com/icelandic A-lið Hróksins sigraði í 1. deild Íslandsmóts skákfélaga, B-lið Hróksins sigraði í 2. deild og C-liðið sigraði í 3. deild. Öll markmið Hróksins náðust, sem nú hefur unnið tíu deildarmeistaratitla á fimm árum. Hrókurinn tefldi undir merkjum Kaupþings hf. á Íslandsmótinu, og hefur samstarfið verið einstaklega gott og farsælt. Hrókurinn var stofnaður 1998 og fagnar fimm ára afmæli í september. Félagið byrjaði í 4. deild en fór rakleit á toppinn og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2002. Sigurlið Hróksins í 1. deild 2003 var gríðarlega öflugt. Átta liðsmenn tefla hverju sinni og eru 8 lið í deildinni. Ivan Sokolov tefldi á 1. borði og leiddi Hróks- liðið einsog herforingi. Aðrir fastamenn voru hver öðrum öflugri: Stórmeist- ararnir Predrag Nikolic frá Bosníu, Luke McShane frá Englandi, Tomas Oral frá Tékklandi og Nick de Firmian frá Bandaríkjunum. Íslenskir liðsmenn A- liðsins voru Stefán Kristjánsson, efnileg- asti skákmaður landsins, Páll Þórarins- son og Ingvar Þór Jóhannesson. Regina Pokorna, stórmeistari frá Slóvakíu varð fyrst kvenna til að tefla með A-liði Hróksins. Sannarlega glæsilegur hópur og styrktist enn í uppgjöri Hróksins við Helli. Þá komu Alexei Shirov og Michael Adams, sem báðir eru á topp tíu í heiminum, inn í liðið ásamt Evrópu- meistaranum Bartek Macieja. Í 2. deild barðist B-lið Hróksins um sigur við vaska Eyjamenn sem styrktu lið sitt með erlendum keppendum. Í Hróks- sveitinni, sem varð langefst að lokum, tefldu m.a. stórmeistararnir Jan Votava og Henrik Danielsen, enska stúlkan Harriet Hunt, og þeir Tómas Björnsson, Óskar Bjarnason, Halldór Pálsson og Lárus Knútsson. Mest var spennan í 3. deild þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu skákinni í lokaumferðinni. Skæðustu keppinautar C-liðs Hróksins voru Selfyssingar, sem stóðu sig feik- navel. Lykilmenn í sigurliði Hróksins voru Róbert Harðar- son, Steingrímur Steinþórs- son, Kjartan Guðmundsson, Færeyingarnir Flovin Þór Næs og Rógvi Rasmussen, að ógleymd- um feðgunum Ómari Jónssyni og Hjalta Ómarssyni. Hrókurinn tefldi líka fram snörpu D- liði í 4. deild, en þar var keppnin milli Hauka og KR. Haukar sigruðu en D-lið Hróksins stóð sig vel og hafnaði í 4. sæti af 17. Liðsmenn Hróksins voru m.a. Sveinbjörn Jónsson, Karl Þorsteins, Böðvar Böðvarsson, Birgir Berndsen, Páll Gunnarsson, Einar Valdimarsson og Hrannar Jónsson. ■ 2 6. júní 2003 FÖSTUDAGUR Skáksystkinin úr Rimaskóla boðin til Grænlands Það verða ekki bara stórmeistarar meðal keppenda á Grænlandsmótinu. Meðal keppenda verða systkinin Ingvar, 12 ára, Sverrir, sem er á 11. ári, og Ingibjörg, sem verður 9 ára í júlí. Öll eru þau í Rimaskóla og hafa sótt skákskóla Hróksins í vetur. Þau voru líka í sigur- sveitum Rimaskóla sem varð Íslands- meistari drengja- og stúlknasveita í fyrsta sinn nú í vor. Systkinin fara til Grænlands ásamt foreldrum sínum, Ásbirni Elíasi Torfasyni og Rósu Ingvarsdóttur, í boði mótshaldara. Sannkölluð ævintýraferð fyrir skáksystkinin úr Grafarvogi! ■ H R Ó K U R N N Hrókurinn hefur á undanförnum miss- erum skipulagt marga alþjóðlega við- burði á Íslandi. Listinn yfir erlenda stórmeistara á mótum Hróksins 2002- 2003 geymir líka nöfn margra af sterkus- tu skákmönnum heims. Þessir stórmeist- arar hafa teflt á Hróksmótunum: Veselin Topalov Búlgaríu, Michael Adams Eng- landi, Alexei Shirov Spáni, Viktor Korts- noj Sviss, Etienne Bacrot Frakklandi, Joel Lautier Frakklandi, Emil Sutovsky Ísrael, Predrag Nikolic Bosníu, Mihail Gurevic Belgíu, Michael Krasenkow Póllandi, Viktor Bologan Makedóníu, Bartek Macieja Póllandi, Pavel Tregubov Rússlandi, Jaan Ehlvest Eistlandi, Igor A. Nataf Frakklandi, Zbynek Hracek Tékklandi, Loek van Wely Hollandi, Ivan Sokolov Bosníu, Vladimir Malakhov Rússlandi, Konstantin Landa Rússlandi, Bartek Macieja Póllandi, Michael Þýskalandi, Jan Timman Hollandi, Jaan Ehlvest Eistlandi, Tomas Oral Tékk- landi, Nick de Firmian Bandaríkjunum, Luke McShane Englandi, Henrik Dan- ielsen Danmörku, Eric Lobron Þýska- landi, Jan Votava Tékklandi. Að auki hafa allir íslensku stórmeistararnir tekið þátt í skákveislu Hróksins. Þeir eru Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Hannes H. Stefánsson, Margeir Pét- ursson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson, Helgi Á. Grétarsson, Þröstur Þórhalls- son og Guðmundur Sigurjónsson. Sam- tals um 40 stórmeistarar, þar af hátt í 20 ofurstórmeistarar, en það orð er notað yfir þá rétt rúmlega 100 skákmenn sem náð hafa 2600 Elo-stigum. ■ Margir af bestu skákmönnum heims á mótum Hróksins ✷ Beint strik á toppinn Hrókurinn sigraði á Íslandsmóti skákfél- aga 2002, aðeins fjórum árum eftir að félagið hóf keppni í 4. deild. Línuritið talar skýru máli: Sigur í 4. deild 1999, sigur í 3. deild 2000, sigur í 2. deild 2001 og sigur í 1. deild 2002 og aftur 2003. 19 99 1. deild 2. deild 3. deild 4. deild 20 00 20 01 20 02 20 03     SAMSTARFSSAMNINGUR Hafliði Kristjánsson frá Kaupþingi og Ivan Sokolov frá Hróknum, þegar skrifað var undir samstarfssamning. SIGURGLEÐI Bandaríski stórmeistarinn Nick de Firmian er fastamaður í Hróksliðinu. Hér kemur hann inn í liðsherbergi Hróksins. Að baki Nicks er Róbert Harðarson. Hrókurinn undir merkjum Kaupþings Þrenna Hróksins 2003! Árni Höskuldsson sérlegur gullsmiður Hróksins Yfir 200 verðlauna- peningar á Barnaskák- móti Nb.is Það er um hálf öld síðan Árni Hösk- uldsson fór í nám í gullsmíði. Hann hefur starfað við greinina allt frá því hann lauk námi og rekur gullsmíðastofu á Berg- staðarstræti. Þegar hann er spurður hvort starfið sé ekki stundum leiðinlegt og ein- hæft svarar hann snöggur upp á lagið: „Það fer eftir viðskiptavinunum og blaðamönnunum sem koma í heimsókn.“ Árni valdi starfið snemma. „Pabbi starfaði sem gullsmiður á Ísafirði og karl- arnir úr Djúpinu komu til hans á vorin og keyptu þá eitthvað handa konunni í jólagjöf. Nútímakarlmenn eru ekki nógu góðir við konurnar sínar, þeir voru miklu betri hérna áður fyrr þótt þeir ættu minna af aurum.“ Árni hefur hannað marga verðlauna- gripi fyrir Hrókinn. Nýjasta verkefni hans er vegna Barnaskákmóts Nb.is, en þar fá allir keppendurnir – yfir 200 – verðlaunapening og sigurvegarnir í hverjum flokki fá veglegan bikar.■ Einn besti vinur Íslendinga Grænlandsmótið er tileinkað merki- legum manni sem hét Daniel Willard Fiske og fæddist árið 1831. Hann var bandarískur en fékk ungur áhuga á sögu og bókmennt- um norrænna manna. Hann talaði og skrif- aði íslensku, kom einu sinni til landsins og varð vinur Ein- ars Benedikts- sonar skálds, Jóns Sigurðs- sonar frelsis- hetju og fleiri góðra manna. Fiske gaf Ís- l e n d i n g u m gjafir sem metnar eru á mörg hundruð milljónir, m.a. m e r k i l e g bókasöfn enda hafði hann mikinn áhuga á menntun og framförum. En Fiske lagði líka grunninn að því að Íslendingar urðu skákþjóð á 20. öld. Hann dó 1904 í Þýskalandi eftir langa og gifturíka ævi. Hægt er að fræðast betur um þennan einstaka mann á heimasíðu Grænlandsmótsins, www.icechess.com/ icelandic ■ Hrókurinnmælirmeð Leigubílum Það er gaman að skoða borgina á fallegum degi (eða kvöldi) útum afturrúðu glæsilegrar bifreiðar. Við mælum með Hreyfli, bæði af því þeir eru flottastir og líka af því þeir styðja skákina! DANIEL WILLARD FISKE Gaf Íslendingum gjafir sem metnar eru á mörg hundruð milljónir og lagði grunn að skáklífi á Íslandi. INGVAR ÁSBJÖRNSSON Einn efnilegasti Hróksmaðurinn er á leið til Grænlands. HRÓKURINN Skák er skemmtileg Útgefandi Skákfélagið Hrókurinn www.hrokurinn.is Ritstjórar Kristjón K. Guðjónsson og Kolbrún Bergþórsdóttir Umbrot og hönnun Jón Óskar/Birtingaholt www.birtingaholt.is Hróknum er dreift í 92.000 eintökum með Fréttablaðinu, 6. júní 2003.  Grái kötturinn morgunverðarstaður á Hverfisgötu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.