Fréttablaðið - 24.07.2003, Side 2

Fréttablaðið - 24.07.2003, Side 2
2 24. júlí 2003 FIMMTUDAGUR “Já, við erum úrvals bakarameistarar.“ Sjónvarpsstöðin Sýn fer mikinn á íþróttasviðinu og Ríkisútvarpið virðist eiga undir högg að sækja. Arnar Björnsson er einn af íþróttafréttamönnum Sýnar. Spurningdagsins Arnar, er Sýn að baka RÚV í sportinu? ■ Lögreglufréttir Landssímamálið: Bókhaldið rannsakað FJÁRDRÁTTUR „Við erum enn að rannsaka málið innanhúss en ég reikna með að því ljúki í haust,“ segir Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Landssímans, um innan- hússrannsókn á fjárdrætti Svein- björns Ragnarssonar, fyrrum aðalgjaldkera fyrirtækisins, sem talinn er hafa dregið sér fé sem er yfir 200 milljónir króna. Starfsmenn Símans hafa allt síðan málið kom upp farið í gegn- um bókhaldið allt frá því árið 1999. Brynjólfur segir að það sé flókið og viðamikið verk sem taki mikinn tíma. „Við erum meðal annars að kanna áhrifin á efnhagsreikning fyrirtækisins,“ segir Brynjólfur. ■ Samráð olíufélaga: Ekki áhrif á laun SJÓMENN Meint ólöglegt samráð olíufélaganna hefur ekki bein áhrif á kjör sjómanna, að sögn Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómanna- félags Reykjavíkur. Olíuverð er dregið frá aflaverð- mæti áður en skiptahlutur er reikn- aður. Hins vegar er miðað við olíu- verð á heimsmarkaði. Því hefur það ekki bein áhrif á laun sjómanna hafi bensínverð til útgerða verið hærra en ella vegna meints samráðs. ■ WASHINGTON, AP Stephen Hadley, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Georges W. Bush Bandaríkjafor- seta, baðst formlega afsökunar á fullyrðingu í stefnuræðu Bush frá í vetur þess efnis að Írakar hefðu ætlað að kaupa úraníum frá Afr- íkuríkinu Níger. Fram hefur kom- ið að fullyrðingin var byggð á fölsuðum skjölum og sagðist Hadley taka fulla ábyrgð á því að hún hefði ratað í stefnuræðu for- setans. Hadley sagðist hafa fengið tvö minnisblöð frá bandarísku leyni- þjónustunni CIA og þá hefði George Tenet, yfirmaður CIA, líka hringt í sig í október og lýst efasemdum um fullyrðingar um úraníumkaup Íraka. Hadley sagðist í kjölfar þess hafa látið taka út kafla úr stefnuræðu for- setans sem hann flutti í október. Slíkt hið sama hefði hann átt að gera í janúar. „Hefði ég gert það hefði ég komið í veg fyrir deilur undanfar- inna vikna,“ sagði Hadley og bætti við: „ég sé það nú að ég brást forsetanum að þessu leyti.“ Hadley, sem er helsti aðstoðar- maður Condoleezzu Rice þjóðar- öryggisráðgjafa, sagðist axla ábyrgð á málinu fyrir hönd starfs- liðs forsetans eins og Tenet hefði gert fyrir hönd CIA. ■ STEPHEN HADLEY Segist hafa gleymt að taka út úr stefnu- ræðu Bandaríkjaforseta kafla um úraníum- kaup Íraka. Hadley hefur beðið Bush af- sökunar á yfirsjón sinni. Aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta: Stóð mig ekki í stykkinu Í VÍMU AF ÞÝFINUBrotist var inn í félagsheimilið á Ólafsfirði og fjórum bjórköss- um stolið í gærmorgun. Farið hafði verið inn um mjög þröng- an loftstokk sem er fáum fær. Grunaðir menn voru í haldi hjá lögregunni og þegar síðast var vitað var þess beðið að áfengis- víman rynni af þeim svo hægt væri að yfirheyra þá. ÁREKSTUR Á AKUREYRI Árekstur varð við innkeyrslu Hagkaups við Hjalteyrargötu á Akureyri í gærdag. Þrír kenndu eymsla. Bílarnir voru nokkuð skemmdir og voru fluttir á brott með kranabíl. SÍLDARVINNSLAN Í NESKAUPSTAÐ Samtals hefur verið tekið á móti 130.000 tonnum af uppsjávarfiski í fiskimjölsverk- smiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað það sem af er árinu. Síldarvinnslan hf.: 340.000 tonn FISKVINNSLA Frá því um síðastliðin áramót hafa fiskimjölsverksmiðj- ur Síldarvinnslunnar hf. tekið á móti um 340 þúsund tonnum af uppsjávarfiski til vinnslu, það er af loðnu, kolmunna og síld. Samtals hefur verið tekið á móti 232.500 tonnum af loðnu, 83.100 tonnum af kolmunna og 22.600 tonnum af síld úr norsk-ís- lenska síldarstofninum í fiski- mjölsverksmiðjur Síldarvinnsl- unnar á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Neskaupstað, Reyðar- firði og Helguvík. ■ Erlendur ferðamaður: Missti stjórn á bíl sínum LÖGREGLUFRÉTTIR Erlendur ökumað- ur missti stjórn á bifreið sinni þegar hann mætti bíl á malarvegi og lenti utan vegar í Auðbjargar- staðabrekku á Tjörnesi. Betur fór en á horfist þar sem hinum megin vegarins eru tugir metra niður. Farþegarnir sluppu allir slysa- laust en bíllinn er mikið skemmd- ur. Nýr vegur um svæðið verður tekinn í notkun eftir rúma viku og þeim gamla lokað. ■ SAMGÖNGUR Siglfirðingar héldu í fyrradag borgarafund til að fara yfir breytta stöðu bæjarfélagsins í kjölfar frestunar á opnun Héð- insfjarðarganga um eitt ár, sem stjórnvöld kynntu fyrr í sumar. Húsfyllir var í Nýja-Bíó, um 120 manns. Guðmundur Guðlaugsson, bæj- arstjóri á Siglufirði, segir íbúa bæjarins hafa bitið í það súra epli að frestunin verði, en snúi nú bök- um saman. „Fólk er ekki sátt, en auðvitað verða menn að vinna við þá áætlun sem fyrir liggur. Það er niðurstaða fundarins að snúa bök- um saman.“ Vegalengdin milli Siglufjaðar og Ólafsfjarðar er nú 60 kílómetr- ar að sumri, en 240 kílómetrar þegar lágheiðin er ófær að vetri. Við opnun ganganna skilja 15 kíló- metrar bæina að. Héðinsfjarðar- göng eru forsenda fyrir samein- ingu Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Dalvíkur, auk þess sem allur Eyjafjörðurinn gæti sameinast í framtíðinni, með tilheyrandi sam- rekstri og hagkvæmni. Guðmundur segir göngin þjóð- þrifamál. „Það er dýrara fyrir þjóðfélagið að gera ekki göngin en að gera þau.“ ■ BORGARAFUNDUR Um 120 manns mættu á borgarafund á Siglufirði í fyrradag, þar sem menn ræddu stöð- una að aflokinni frestun Héðinsfjarðarganga. Borgarafundur um jarðgöng: Siglfirðingar bíta í súrt epli VIÐSKIPTI Fyrirtækið Baugur skrif- aði utanríkisráðuneytinu bréf í gær og óskaði eftir afnotum á ol- íutönkum varnarliðsins í Helgu- vík í þeim tilgangi að hefja inn- flutning og dreifingu á eldsneyti. Á sama tíma sendi fyrirtækið út bréf til borgaryfirvalda þar sem óskað var viðræðna um stofnsetn- ingu bensínstöðvar við Holta- garða. Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, kveðst vongóður um að bensínsala geti hafist innan skamms. „Við vonumst til að yfir- völd verði jákvæð, ekki síst í ljósi þess sem komið hefur í ljós með hin olíufélögin. Við höfum átt þessa viðskiptahugmynd inni í skúffunni um nokkurt skeið og eigum lóðir, bæði í Kópavogi og Reykjavík, sem myndu henta vel í þessa starfsemi.“ Fordæmi eru fyrir því erlendis að smásölufyrirtæki starfræki bensínstöðvar við verslanir sínar. Að sögn Jóns Ásgeirs eru smá- sölufyrirtæki einhverjir stærstu söluaðilar bensíns í Bretlandi. Hugmyndin er að fyrirtækið utan um bensínstöðvar Baugs verði smátt í sniðum, með fimm til tíu starfsmenn, en bensínstöðv- arnar sjálfar verði mannlausar með 20 til 30 dælum. Skarphéðinn Berg Steinarsson, yfirmaður innlendra fjárfestinga Baugs, segir úttekt hafa farið af stað um möguleikann á bensínsölu í lok síðasta árs. „Ég held að við getum verið býsna snöggir að koma starfseminni af stað, en al- ger forsenda er að borgaryfirvöld veiti leyfi fyrir henni. Skipulagið gerir ráð fyrir að Holtagarðar séu hafnarsvæði, en þarna er nú ein stærsta verslunarmiðstöð lands- ins.“ Olíutankar varnarliðsins í Helguvík standa að hluta ónýttir og hefur utanríkisráðuneytið þreifað fyrir sér með áhuga ís- lenskra aðila á að nota þá. Matthí- as Geir Pálsson, sendiráðsfulltrúi á varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, segir Íslendinga hafa sýnt tönkunum áhuga, en ekki hafi orðið mikil hreyfing á málinu af hálfu Bandaríkjanna. Varnarliðið á sjö tanka í Helguvík og nýtir þá ekki alla. „Tankarnir eru þeirra eign og það er alveg undir þeim komið hvað þeir gera við þá. Varnarliðið er að athuga þann kost að leyfa af- not af þessu. Þeir þurfa einhvern tíma til að athuga málið og fá leyfi frá Bandaríkjunum.“ jtr@frettabladid.is FYRIRHUGUÐ BENSÍNSTÖÐ Baugur hefur óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um að stofnsetja bensínstöð á landi í eigu dótturfyrirtækis Baugs milli Sæbrautar og verslunarmiðstöðvarinnar í Holta- görðum. Baugur undirbýr sölu á bensíni Baugur hefur skrifað utanríkisráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir að fá bensíntanka í Helguvík keypta eða leigða. Fyrirtækið vill viðræður við borgaryfirvöld vegna fyrirhugaðrar bensínstöðvar við Holtagarða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T AUKIN SALA HJÁ AMAZON Amazon.com hefur aukið sölu um 37% miðað við sama tíma og í fyrra. Á síðasta viðskiptafjórð- ungi nam salan 80 milljörðum króna og hefur tapið minnkað umtalsvert á tímabilinu. Aukna sölu má rekja til tilboða um ókeypis heimsendingu og mikils áhuga á nýju bókinni um Harry Potter. ■ Viðskipti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.