Fréttablaðið - 24.07.2003, Page 4
4 24. júlí 2003 FIMMTUDAGUR
Ætlarðu að heiman um verslunar-
mannahelgina?
Spurning dagsins í dag:
Á að setja á fót heimavarnarlið?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
44,4%
39,3%
Nei
16,3%Veit ekki
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Alnæmi
Alltaf ód‡rast á netinu
Verð á mann frá 19.500 kr.
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N
EH
F/
SI
A.
IS
IC
E
21
53
5
0
5.
20
03
Formaður Sjómannafélags Reykjavíkur fagnar breyttri reglugerð:
Engin undankomuleið eftir
ATVINNUMÁL „Það verður ekkert
undan því komist lengur að hafa
áhafnir með íslenska kjara-
samninga á skipum sem flytja
vörur fyrir varnarliðið,“ segir
Jónas Garðarsson, formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur,
um nýja reglugerð utanríkis-
ráðuneytisins um flutninga fyr-
ir varnarliðið. Þar kemur fram
að áhöfn skips verði að vera á
forræði þess félags sem sér um
flutningana, ekki megi leigja
áhöfn með skipi sem notað er til
flutninganna.
Jónas segist ánægður með
reglugerðina. „Þetta er sú laga-
skýring sem við höfum lagt í
málið allan tímann síðan Atl-
antsskip hrepptu flutningana
fyrir varnarliðið.“ Félagið hefur
barist gegn því að áhafnir skipa
fái greitt samkvæmt erlendum
kjarasamningum og hefur hald-
ið því fram að áhafnarmeðlimir
séu hlunnfarnir. Jónas segir að
hann hefði viljað að utanríkis-
ráðuneytið gripi fyrr inn í málið
en lýsti ánægju með að loks
væri búið að festa málið í reglu-
gerð. ■
Ríkislögreglustjóri
hefji rannsókn strax
Kristinn H. Gunnarsson vill að stjórnarflokkarnir beiti sér þegar og
sýni að tengsl forsvarsmanna inn í stjórnarflokka hafi ekki áhrif. Sam-
keppnisstofnun verði fær undir Ríkislögreglustjóra.
SAMKEPPNI „Ég tel eðlilegt að efna-
hagsbrotadeild Ríkislögreglu-
stjóra hefji þegar rannsókn á
meintu samráði olíufélaganna.
Stjórnvöld verða að beita sér fyr-
ir því að rannsókn hefjist strax,“
segir Kristinn H. Gunnarsson, al-
þingismaður Framsóknarflokks-
ins og nefndarmaður í efnahags-
og viðskipta-
nefnd Alþingis,
vegna frum-
skýrslu Sam-
keppnisstofnun-
ar sem lýsir víð-
tæku samráði
o l íufélaganna
þriggja um að
mæta útboðum
viðskiptavina
sinna.
Kristinn segir að í skýrslunni
séu svo alvarlegar athugasemdir
að það gefi fullt tilefni til rann-
sóknar.
„Við eigum að draga lærdóm af
því að mál á hendur einstakling-
um í sambærilegum málum hafa
áður fyrnst. Lögreglan verður að
koma strax að málum,“ segir
Kristinn.
Hann segir að nauðsynlegt sé
fyrir stjórnmálin að málið verði
þegar rannsakað.
„Forsvarsmenn olíufélaganna
eru mjög tengdir stjórnarflokkun-
um og því er nauðsynlegt að
bregðast skjótt við og sýna þannig
fram á að tengsl áhrifamanna inn
í flokkana hafi ekki áhrif á
ákvarðanatöku í þessum málum,“
segir Kristinn.
Hann segir að eftirlit með sam-
keppnismálum hér sé ekki nógu
skilvirkt og þar þurfi að bæta úr.
Hann vill að Samkeppnisstofnun
verði færð undir aðra rannsókna-
stofnun, til dæmis embætti Ríkis-
lögreglustjóra.
„Kerfið er of þunglamalegt í
dag. Samkeppnisstofnun rannsak-
ar bæði og úrskurðar og mál geta
þurft að fara fyrir fjögur stig
áður en endanleg niðurstaða fæst.
Best væri að mál færu beint fyrir
dómstóla þegar rannsókn lýkur og
samhliða yrði tekið á meintum
brotum einstaklinga. Þannig
mætti hraða afgreiðslu mála,“
segir Kristinn.
rt@frettabladid.is
Snælda í eigu BBC:
Kelly lýsti yfir
áhyggjum
BRETLAND Breska ríkisútvarpið,
BBC, segist hafa í fórum sínum
snældu þar sem vísindamaðurinn
dr. David Kelly lýsir yfir áhyggj-
um sínum af því hvernig breska
ríkisstjórnin birti almenningi
upplýsingar um vopnaeign Íraka.
Búist er við því að BBC muni
afhenda snælduna sem sönnunar-
gagn í rannsókn sem stendur yfir
á dauða Kellys. Talið er að Kelly,
sem var ráðgjafi ríkisstjórnarinn-
ar í vopnamálum, hafi framið
sjálfsvíg eftir að hafa upp komst
að hann hefði upplýst ýkjur um
vopnaeign Íraka til að réttlæta
árás á landið.
Geoff Hoon, varnarmálaráð-
herra Bretlands, heimsótti ekkju
Kellys í gær. Ekkert var gefið upp
nánar um heimsóknina og var að-
eins sagt að um „einkafund“ hafi
verið að ræða. ■
GENGISHAGNAÐUR
Lunginn af hagnaði Baugs fyrsta ársfjórð-
unginn felst í gengishagnaði af fjárfesting-
um í Bretlandi.
Baugur:
3,5 milljarða
hagnaður
VIÐSKIPTI Hagnaður Baugs Group
eftir skatta fyrsta ársfjórðunginn
var 3,5 milljarðar króna, saman-
borið við 513 milljóna króna hagn-
að á sama tímabili í fyrra. Góð af-
koma skýrist fyrst og fremst af
gengishagnaði af fjárfestingum í
Bretlandi. Til að mynda hækkuðu
hlutabréf Baugs í The Big Food
Group um 2,4 milljarða króna.
Önnur fyrirtæki, að hluta í eigu
Baugs í Bretlandi, hækkuðu
einnig.
Í kjölfar afskráningar úr Kaup-
höll Íslands ber Baugi ekki skylda
til að aðgreina rekstrarafkomu fé-
lagsins í afkomutölum. Baugur
stefnir að því að draga sig út af
bandarískum smásölumarkaði og
sækja í frekari uppbyggingu á
Norðurlöndunum og í Bretlandi. ■
Vesturbær Reykjavíkur:
Hnífi beitt
LÍKAMSÁRÁS Rúmlega þrítugur
maður var særður með hnífi í
vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt
sunnudags. „Hann hlaut áverka í
kringum hné og var fluttur á
sjúkrahús. Lögreglan hefur ein-
hverja vitneskju um hverjir voru
að verki og er málið til rannsókn-
ar,“ segir Hörður Jóhannesson hjá
lögreglunni í Reykjavík. ■
SMYGLAÐ HASS
Íslendingurinn er grunaður um aðild
að tíu kílóa hasssendingu. Dani hefur setið
í gæsluvarðhaldi síðan í byrjun júní vegna
málsins.
Fíkniefnamál:
Handtekinn
í Danmörku
LÖGREGLUMÁL Íslendingur búsett-
ur í Danmörku var handtekinn í
síðustu viku vegna gruns um að-
ild að tíu kílóa hasssendingu
hingað til lands. „Dani flutti inn
tíu kíló af hassi með vörusend-
ingu í byrjun júní. Hann var
handtekinn og settur í gæslu-
varðhald. Í tengslum við málið
var Íslendingurinn handtekinn í
Danmörku að okkar beiðni. Tveir
menn á okkar vegum fóru og
sóttu manninn. Aðild mannsins
að málinu er til rannsóknar,“ seg-
ir Hörður Jóhannesson, yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík.
Tollgæslan í Reykjavík fann
hassið í skipi frá Danmörku.
Fíkniefnalögreglan var látin vita
og var Daninn handtekinn þegar
hann kom til að vitja sendingar-
innar. Hann hefur játað að eiga
efnið og að hafa ætlað það til sölu
hér á landi. ■
VERSNANDI ÁHRIF ALNÆMIS
Efnahagsleg áhrif alnæmis eiga
eftir að verða mun verri en áður
hefur verið haldið fram. Einhver
Afríkuríki eiga fyrir vikið eftir að
missa algjörlega fótanna. Þetta
kemur fram í nýrri rannsókn.
Eftirlýstir Írakar:
Fáir eftir
BAGDAD, AP Enn einn háttsettur yfir-
maður úr fyrrverandi stjórn Íraks
var handtekinn í gærmorgun.
Ricardo Sanchez, hershöfðingi í
bandaríska hernum í Írak, sagði að
hermenn hefðu handtekið Barzan
Abd Al-Ghafur Sulayman Majid Al-
Tikriti, sem var ellefti á lista Banda-
ríkjamanna yfir eftirlýsta Íraka. Al-
Tikriti er fyrrum yfirmaður í sér-
sveitum Lýðveldisvarðar Saddams
Husseins og frændi forsetans fyrr-
verandi. Þar með hafa 38 af 55 eftir-
lýstum Írökum annað hvort verið
handteknir eða drepnir. Spaðaásinn
sjálfur, Saddam Hussein, gengur þó
enn laus líkt og Ali Hassan al-Majid
eða efnavopna-Ali eins og hann er
kallaður. Sá er einn illræmdasti
fylgismaður Saddams. ■
BLAIR
Ríksstjórn Tonys Blairs, forsætisráðherra
Bretlands, hefur verið harðlega gagnrýnd
fyrir að beita dr. David Kelly miklum
þrýstingi í Íraksmálinu.
AP
/M
YN
D
JÓNAS GARÐARSSON
Reglugerðin í takt við það sem
Sjómannafélag Reykjavíkur hefur
knúið á um í mörg ár.
KRISTINN H. GUNNARSSON
Vill að efnhagsbrotadeild rannsaki olíufélögin tafarlaust.
„Forsvars-
menn olíufé-
laganna eru
mjög tengdir
stjórnarflokk-
unum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FYRIR FRAMAN RÁÐHÚSIÐ
Fólk þusti út eftir árásina. Lögreglumenn
umkringdu ráðhúsið.
Tveir felldir:
Skotárás í
ráðhúsi
NEW YORK, AP Tveir létust þegar
maður hóf skothríð í ráðhúsi New
York-borgar í gærkvöldi. Annar
hinna látnu er borgarráðsmaður-
inn James Davis, fyrrum lög-
reglumaður, sem hafði barist af
krafti gegn ofbeldisglæpum.
Morðinginn hafði ekki fundist
þegar blaðið fór í prentun.
„Við vitum ekki hvernig mað-
urinn komst með vopn inn í bygg-
inguna,“ sagði Michael
Bloomberg borgarstjóri skömmu
eftir árásina. „Þetta er árás á alla
Bandaríkjamenn,“ sagði borgar-
stjórinn ómyrkur í máli. ■