Fréttablaðið - 24.07.2003, Qupperneq 7
8 24. júlí 2003 FIMMTUDAG
Rétt viðbrögð við
sprengjuárásum
„Einustu viðbrögð sumra eru að
snúa sér af bakinu yfir á mag-
ann og láta sólina verma þann
hluta líkamans svo hann verði
brúnn líka.“
Einvarður Jóhannsson fararstjóri. DV, 23. júlí.
Einkalífvörður?
„Ekki veit ég hvað veldur óör-
yggi Björns Bjarnasonar þannig
að hann vilji umkringja sig með
vopnuðum her en ég tel þessar
hugmyndir hans fráleitar.“
Ögmundur Jónasson þingmaður. DV, 23. júlí.
Öllum lokið?
„Þetta er þeirra einhliða fram-
kvæmd, þeirra útfærsla og úr
því sem komið er látum við okk-
ur hana engu skipta.“
Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari.
Morgunblaðinu, 23. júlí.
Orðrétt
Verð á mann frá 19.500 kr.
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N
EH
F/
SI
A.
IS
IC
E
21
53
5
0
5.
20
03
www.saevarkarl.is
ÚTSALA
Í NOKKRA
DAGA
Sævar Karl
Bankastræti
Þjófnaður á persónu-
upplýsingum:
Sjö milljónir
sviknar
GLÆPIR Rúmlega sjö milljónir
Bandaríkjamanna hafa lent í því
að persónuupplýsingum þeirra sé
stolið. Fyrir vikið hefur óprútt-
num aðilum tekist að svíkja út
stórar fjárhæðir með notkun upp-
lýsinganna.
Þetta kemur fram í nýrri
bandarískri skýrslu sem gefin var
út í gær.
Frá því á sama tíma í fyrra
hefur þjófnaðurinn aukist um
79%. Rúmlega helmingur þjófn-
aðarins var ekki framinn af skipu-
lögðum glæpasamtökum eða öðr-
um glæpamönnum heldur af vin-
um, samstarfsfélögum og jafnvel
ættingjum.
Í skýrslunni var almenningur
hvattur til að hafa varann á
varðandi notkun upplýsinga. ■
FÆÐINGARORLOF „Við teljum að frá
upphafi hafi það verið alveg skýrt
hjá öllum að það ætti ekki að greiða
orlof ofan á orlof,“ segir Hannes G.
Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins. Foreldr-
ar á almenna vinnumarkaðnum
hafa ekki rétt til orlofslauna í fæð-
ingarorlofi eins og foreldrar sem
starfa hjá hinu opinbera.
„Við alla útreikninga við áætlun
á kostnaði við þess miklu framför
og réttarbót fyrir íslenska launa-
menn hefur aldrei verið reiknað
með þessu,“ segir Hannes og bend-
ir á að tekjur fæðingarorlofssjóðs
séu mun minni en gjöld hans.
„Brýnasta verkefnið er að sjá til
þess að tekjur og gjöld standist á,
í stað þess að ræð um að auka hall-
ann á honum enn frekar,“ segir
Hannes.
„Þarna er verið að búa til mis-
munun á milli jafnsettra einstak-
linga í launaðri vinnu hjá sama að-
ila,“ segir Magnús M. Norðdahl,
deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ.
„Það á ekki að nota opinbert fé
þannig að það mismuni þegnunum.
Þá verður ríkisvaldið bara að stan-
da undir því með auknum fra
lögum.“ ■
VIÐSKIPTI „Margir samningar eru í
gildi milli Shell og Skeljungs.
Þessir samningar eru endurskoð-
aðir með reglulegu millibili. Við
sölu á hlutabréfum Shell var
á k v e ð n u m
ákvæðum í
samningi félag-
anna breytt, en
j a f n f r a m t
tryggt að Skelj-
ungur heldur
áfram að selja
og dreifa Shell-
vörum hér á
landi. Þessar
breytingar hafa
óveruleg áhrif gagnvart við-
skiptavinum Skeljungs eða á
rekstur félagsins“. Þetta segir
Benedikt Jóhannesson, stjórnar-
formaður Skeljungs, Eimskips og
Haukþings, í skriflegu svari
vegna fyrirspurnar Fréttablaðs-
ins um það hvort Skeljungur hafi
gert nýja viðskiptasamninga við
Shell International samhliða því
að Sjóvá og Burðarás keyptu hlut-
inn í Skeljungi á genginu 12, sem
er undirverð.
Benedikt Jóhannesson hefur
svarað fyrirspurn Fréttablaðsins
um það hvort bréf sem Íslands-
banki seldi í umboðssölu þann 30.
júní á markaðsgengi hafi tengst
einhverjum af þeim fyrirtækjum
sem hann er í forsvari fyrir.
Benedikt neitar að Íslandsbanki
hafi haft milligöngu um að bréf
Skeljungs, Sjóvár, Haukþings,
Burðaráss eða Eimskips hafi verið
seld á markaðsgengi áður en
tilkynnt var um sölu á hlut Shell
International á genginu 12.
Í svarbréfi Benedikts segir
m.a: „...jafnframt er sagt að félög
sem undirritaður tengist hafi selt
bréf sama dag á hærra gengi en
keypt var af Shell.“ Og síðar seg-
ir: „Þessar fréttir eru rangar og
fela í sér ásökun um að undirritað-
ur hafi gerst sekur um að misnota
stöðu sína til auðgunar sem er að
sjálfsögðu ólöglegt athæfi“.
Fyrir mistök var staðhæft í
undirfyrirsögn að Sjóvá og
Burðarás hafi selt á markaðs-
gengi. Í fréttinni sjálfri var því
lýst að líklegt væri að umræddir
aðilar hefðu selt í skjóli Íslands-
banka. Beðist er velvirðinga
þeim mistökum.
Enn hefur ekki fengist uppl
fyrir hvern Íslandsbanki se
þennan dag. Fjármálaeftirli
rannsakar þessi mál.
rt@frettablad
brynjolfur@frettabld
SKELJUNGUR
Um svipað leyti og Shell International seldi hlut sinn í Skeljungi var samningum milli f
tækjanna breytt.
„Þessar
breytingar
hafa óveruleg
áhrif gagn-
vart viðskipta-
vinum
Skeljungs.
Staðfest að samningum
við Shell var breytt
Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljungs, Haukþings og Eimskips, staðfestir að
viðskiptasamningum við Shell International var „breytt“ samhliða kaupum á 21 prósents
hlut félagsins. Neitar því að fyrirtæki honum tengd hafi selt á markaðsverði 30. júní.
FORELDRAR
Foreldrar á almenna vinnumarkaðnum hafa ekki rétt til orlofslauna í fæðingarorlofi e
og foreldrar sem starfa hjá hinu opinbera.
Foreldrar á almenna vinnumarkaðnum hafa ekki rétt
til orlofslauna í fæðingarorlofi:
Mismunun milli
jafnsettra einstaklinga