Fréttablaðið - 24.07.2003, Page 11
12 24. júlí 2003 FIMMTUDAG
JÓLASVEINARÁÐSTEFNA
Fertugasta árlega jólasveinaráðstefnan
stendur nú yfir í Kaupmannahöfn. Rúm-
lega 100 jólasveinar taka þátt og á meðal
þeirra mátti sjá þennan Elvis-jólasvein í
góðum gír.
AP/MYND
VETTVANGUR HARMLEIKSINS
Gatan í Santa Monica þar sem útimarkað-
urinn var haldinn var lokuð í nokkra daga í
kjölfar slyssins.
Ökumaður á níræðis-
aldri:
Hjartað
brostið
LOS ANGELES, AP „Hjarta mitt er
brostið vegna þessa mikla harm-
leiks“ sagði maður á níræðisaldri
sem ók í gegnum útimarkað síð-
astliðinn miðvikudag með þeim
afleiðingum að tíu manns létust.
Russell Weller sendi frá sér op-
inberlega yfirlýsingu í fyrsta
skipti síðan atburðurinn átti sér
stað. „Það eru engin orð sem lýsa
þeim tilfinningum sem ég og fjöl-
skylda mín berum til þeirra sem
eiga um sárt að binda vegna slyss-
ins,“ sagði hann.
Nokkrir aðstandendur hafa lát-
ið í ljós reiði sína í garð Weller og
heyrst hafa kröfur þess efnis að
eldra fólk verði látið gangast und-
ir próf til að endurnýja ökuleyfi
sín. Lögreglan rannsakar enn til-
drög slyssins. ■
ÚTIHÁTÍÐ „Við höfum ekki verið
beðnar um að koma á neinar úti-
hátíðir en við bregðumst við ef
þess er óskað,“ segir Díana Sig-
urðardóttir, starfskona Stígamóta.
Að mati Díönu er það á ábyrgð
hvers og eins mótshaldara hvern-
ig búið er að málum á hverjum
stað fyrir sig. „ Það sem skiptir
mestu máli er að einhver sé til
staðar á hverri hátíð til að bregð-
ast við ef eitthvað gerist. Það er
einnig nauðsynlegt að fólk viti
hvert það á að leita verði það fyrir
nauðgun.“
Birgir Guðjónsson, formaður
Þjóðhátíðarnefndar, segir vel búið
að málum fyrir Þjóðhátíðina í
Vestmannaeyjum. „Við erum með
sterkt teymi í dalnum, þrjá lækna
auk hjúkrunarfólks og aðila sem
sjá um sálargæslu á svæðinu og
sálfræðinga. Fólkið er allt á okkar
snærum og er með mikla reynslu.“
Birgir segir mikinn kostnað fylgja
aukinni gæslu en að hans mati er
þó nauðsynlegt að hafa sálargæ
og viðveru hjúkrunarfólks. „
viljum alls ekki halda Þjóðhátíð
þessa fólks, það er nokkuð ljóst
Melgerðishátíð blásin af
Til stóð að halda mikla útihátíð á Melgerðismelum en mótshöldurum tókst ekki að standa und
skilyrðum sýslumanns. Aðstandendur hátíðarinnar hyggjast leggja fram stjórnsýslukæru vegn
málsins og tala um valdníðslu.
SAMGÖNGUR „Það
lítur út fyrir
minnkandi sam-
göngur til Vest-
mannaeyja á með-
an á Þjóðhátíð
stendur miðað við
árin á undan,“ segir
Birgir Guðjónsson,
formaður þjóðhá-
tíðarnefndar.
Birgir er þó
ekki búinn að gefa
upp alla von og
segir ástandið enn
geta breyst. „Flug-
félag Íslands er al-
veg hætt að fljúga
hingað og nú þegar er uppselt í
Herjólf. Flugfélag Vestmannaeyja
og Íslandsflug verða þau flugfélög
sem fljúga og það er vonandi að
þau fjölgi ferðum þegar nær dreg-
ur Þjóðhátíð.“ Birgir segir skipu-
lagninguna ganga mjög vel og s
ir spurninguna núna snúast
hvort hægt verði að koma öllu fó
inu yfir sundið. „Okkur vantar e
faldlega göng til að koma fólki y
akandi.“ ■
BIRGIR GUÐJÓNSSON
Mikil ásókn er í miða á Þjóðhátíð og óttast Eyjamenn að sa
göngur hafi ekki undan um verslunarmannahelgina.
Minnkandi samgöngur til Eyja:
Vantar göng
M
YN
D
/AP
ÚTIHÁTÍÐ „Ég tel þetta valdníðslu
af versta toga og auðvitað hvarfl-
ar að mér að sýslumaðurinn,
Björn Jósep Arnviðarson, sé að
gæta hagsmuna kaupmanna á Ak-
ureyri,“ segir Ingólfur Þór Hlyns-
son, sem ásamt Ómari Aage
Tryggvasyni og Þorkeli Hróari
Björnssyni stendur fyrir mikilli
útihátíð á Melgerðismelum nú um
verslunarmannahelgina.
Til stóð að Stuðmenn, Jagúar,
Land og synir, Jet Black Joe, Mín-
us og Gleðisveit Ingólfs léku á há-
tíðinni. Ingólfur neitar því ekki að
vera sár og svekktur og telur sig
fórnarlamb embættismanna. „Það
er búið að kippa stoðunum undan
þessum hljómsveitum á þessari
stærstu helgi ársins með ein-
hverri geðþóttaákvörðun, eyði-
leggja vinnu fjölmargra sem ætl-
uðu að vinna við hátíðina, sex
vikna stranga undirbúningsvinnu,
og talsverðir fjármunir eru tapað-
ir sem mótshaldarar hafa þurft að
leggja út.“
Björn Jósep, sýslumaður á Ak-
ureyri, segir ljóst að ekki verði
nein útihátíð á Eyjafjarðarsvæð-
inu úr því sem komið er en mikil
fjölskylduhátíð verði á Akureyri.
„Þeim voru sett ákveðin skilyrði
áður en tekin yrði afstaða til leyf-
isins til hátíðarninnar á Melgerð-
ismelum. Þau voru ekki uppfyllt
og því verður ekkert af þeirri há-
tíð.“
Ingólfur hyggst leggja fram
stjórnsýslukæru vegna þessa
máls. „Við sóttum um leyfi fyrir
sex vikum sem var þá veitt, enda
uppfylltum við ýmis skilyrði. Svo
á elleftu stundu fer sýslumaður-
inn fram á 8,5 milljónir vegna lög-
gæslu á svæðinu. Manninum
mátti fulljóst vera að við gætum
aldrei lagt slíka peninga fram
með svo stuttum fyrirvara,“ seg-
ir Ingólfur. Hann bendir á að
Björn Jósep hafi þá miðað við 10
til 11 þúsund manns. Hátíðin
stæði undir sér við 2.500 gesti.
Rúmlega 10 þúsund gestir hefðu
þýtt 70 milljónir og sýslumanni
mætti því vera ljóst að þá væri
lítið mál að greiða umbeðna upp-
hæð. Ingólfur sagðist hafa lagt
fram þrjár milljónir og ávísun
upp á aðrar þrjár sem leysa
mætti út eftir hátíðina en allt
kom fyrir ekki. „Hann segir
þvert nei, hann vilji fá trygg-
ingu. Þetta var enn eitt útspilið
af hans hálfu því hann ætlaði
með einhverjum ráðum að koma
í veg fyrir að hátíðin yrði haldin.
Hann hlýtur að hafa vitað að við
gátum aldrei staðið undir slíku.
En burtséð frá því komumst við
að því að Vestmannaeyingar e
að borga þrjár milljónir og að
eina, og þeir eru að barma
yfir þessu. Þetta er hagsmu
mál fyrir marga, ekki síst heim
menn, og með þessu tiltæki
hann líklega að hafa af þe
möguleika á tekjum sem he
getað skipt milljónum – hver
þetta landsvæði að gjalda?“
jakob@frettablad
ÞORKELL HRÓAR BJÖRNSSON OG INGÓLFUR ÞÓR HLYNSSON
Segja sýslumanninn á Akureyri hafa verið á móti fyrirhugaðri hátíð allt frá upphafi og lagt stein í götu mótshaldara – síðast farið fram
8,5 milljónir sem tryggingu fyrir löggæslu á staðnum, sem reyndist aðstandendum óyfirstíganlegt.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
R
A
STARFSKONUR STÍGAMÓTA
Aðstoðar þeirra hefur ekki verið óskað um komandi verslunarmannahelgi. Díana Sigur
dóttir segir það á ábyrgð hvers mótshaldara fyrir sig hvernig staðið er að málum.
Aðbúnaður á útihátíðum:
Ábyrgð
mótshaldara
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
www.saevarkarl.is
ÚTSALA
Í NOKKRA
DAGA
Sævar Karl
Bankastræti