Fréttablaðið - 24.07.2003, Síða 14

Fréttablaðið - 24.07.2003, Síða 14
15MMTUDAGUR 24. júlí 2003 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is Settu strik í reikninginn með IKEA 24. júlí til 10. ágúst - Vinningar að verðmæti 3 milljónir króna Færðu körfuna frítt? Með Fréttablaðinu í dag fylgir póstkort til þín frá IKEA. Á kortinu er strikamerki. Taktu kortið með þér í IKEA, verslaðu og sýndu strikamerkið við kassann. • Hundrað vinna 10 þúsund kr. úttekt • Tíu vinna 50 þúsund kr. úttekt • Einn vinnur 500 þúsund kr. úttekt Og þú getur unnið miklu meira! Fylltu út þátttökuseðilinn á kortinu og komdu með það í IKEA. Tíu heppnir viðskiptavinir vinna úttektir að verðmæti 100 þúsund kr. hver - samtals 1 milljón kr. Ósvikin fjölskyldustemning í IKEA - fjöldi spennandi verðtilboða. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I KE 21 49 3 0 7/ 20 03 ING, AP Kínversk kona sem leiddi átta stúlkubörn í fyrra seldi síðan var dæmd í tólf ára gelsi. Konan seldi fimm nanna til fjölskyldna í Guang- ng-héraði en þrjú barnanna u seld á markaði. Konan, sem við kröpp kjör í Suður-Kína, gnaðist um 350 Bandaríkjadali ölunni, sem jafngildir 27 þús- d íslenskum krónum. Auk gavistar var konunni gert að iða sekt sem nemur 28 þúsund num. Kínversk yfirvöld reyna nú að ðva ört vaxandi viðskipti með stúlkubörn. Kínverskir foreldrar sem kjósa fremur drengi en stúlkur hika ekki við að selja stúlkubörn sín og sumir skilja þau jafnvel eftir á víðavangi. Fjölskyldur sem kaupa stúlku- börn eru ýmist að ná sér í þjón- ustustúlku eða brúði fyrir son sinn. Kínverska dómsmálaráðu- neytið segir umfang viðskipta með stúlkubörn ekki ljóst en að minnsta kosti 10.000 stúlkubörn- um var bjargað úr klóm sölu- manna á þriggja mánaða tímabili árið 2000. ■ Netnotkun í Kína: Nota Netið meir KÍNA, AP Netnotendum í Kína fjölg- aði um 15% síðustu sex mánuði og eru þeir nú um 68 milljón talsins. Á sama tíma fjölgaði kínverskum vefsíðum um 28% og eru þær nú 474.000 talsins. Netnotendur eru næstflestir í Kína, aðeins í Banda- ríkjunum eru notendur fleiri, um 165 milljónir. Ungir einhleypir karlmenn eru fjölmennastir í hópi kínverskra netnotenda, sam- kvæmt könnunum sem yfirvöld framkvæma á hálfs árs fresti. Að meðaltali eyðir hver notandi 13 klukkustundum á Netinu á viku. Þar af fara 10 klukkustundir í ým- iss konar leiki. ■ Fimmtán fórust: Lentu undir háspennulínu HAÍTÍ, AP Fimmtán manns fórust þegar háspennulína slitnaði og féll ofan á áhorfendur á úrslita- leik í körfubolta í strandbænum Petit Coave á Haítí. Skammhlaup í rafmagnskerf- inu varð til þess að línan slitnaði og féll til jarðar. Lenti hún á fjórt- án karlmönnum og ellefu ára gamalli stúlku, sem öll fengu ban- vænt raflost. Tveir aðrir voru fluttir á sjúkrahús vegna bruna- sára. Rafveitukerfi Petit Goave er yfir hálfrar aldar gamalt og hefur lítið verið við haldið. ■ GAPÚR, AP Að minnsta kosti mtán indónesískar þjónustu- lkur hafa látist eftir fall úr ggum háhýsa húsbænda sinna í gapúr það sem af er þessu ári. Kartika Prawati, starfsmaður diráðs Indónesíu í Singapúr, ir ónógri þjálfun trúlega um að na. Einhverjar hafi þó framið lfsmorð, en dauðsföll stúlkn- a séu enn í rannsókn. Sumar nustustúlknanna féllu niður af lum þegar þær voru að hengja upp þvott, en aðrar hröpuðu þegar þær voru að þrífa glugga. „Við verðum að auka fræðslu og þjálfun þessara stúlkna áður en þær koma til Singapúr,“ sagði Kartika Prawati. Þúsundir kvenna frá Asíu flýja fátæktina heima fyrir og ráða sig í þjónustustörf hjá efnafólki í Singapúr. Þarlend stjórnvöld sáu ástæðu til þess fyrr í mánuðinum að minna húsbændur á að gæta þjónustufólks. Jafnframt voru húsbændur minntir á að tilkynna slys eða dauðsföll þjónustufólks áður en tólf klukkustundir eru liðnar frá slysi. Á undanförnum fimm árum hafa tæplega 100 þjónustustúlkur látist eftir fall af svölum eða úr gluggum háhýsa í Singapúr. Stjórnvöld telja að einhver dauðs- föll eða sjálfsvíg þjónustufólks megi rekja til illrar meðferðar húsbændanna. Stúlkurnar vinna langan vinnudag, fá sjaldan eða aldrei frídaga og þá er þeim mein- að að yfirgefa heimili húsbænda sinna. ■ TIL BETRA LÍFS Indónesískar unglingsstúlkur flýja fátæktina heima fyrir og ráða sig meðal annars í þjón- ustu hjá efnuðum fjölskyldum í Singapúr. Þjónustustúlkur í Singapúr: Hrapa í hrönn- um til bana EKKI STÚLKUR Sala á stúlkubörnum er vaxandi vandamál í Kína. Foreldrar kjósa fremur drengi og freist- ast til að yfirgefa eða selja stúlkurnar. Seldi átta stúlkubörn: Tólf ára fangelsi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.