Fréttablaðið - 24.07.2003, Page 39
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
STEINUNNAR
STEFÁNSDÓTTUR
Í löggu
og bófa
Nú kemur þú
golfinu á kortið
Golfkort Búnaðarbankans – góður félagi innan vallar sem utan.
• 20% afsláttur af vallargjöldum á völlum GSÍ.
• 5–15% afsláttur í völdum golfverslunum.
• Ferðatryggingar og neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis.
• SMS skilaboð með upplýsingum um stöðu og notkun kortsins.
• MasterCard ferðaávísun fylgir Gull Golfkorti.
• Ekkert stofngjald og frítt árgjald fyrsta árið.
Búnaðarbankinn er aðal styrktaraðili GSÍ
Gull Golfkort – víðtækar ferðatryggingar,
MasterCard ferðaávísun og golftengd fríðindi.
Almennt Golfkort – ferðatryggingar og
golftengd fríðindi.
Almennt Golfkort Plús – fyrirframgreitt
greiðslukort. Ferðatryggingar og golftengd
fríðindi. Viðskiptavinir geta fengið Golfkort
Plús frá 12 ára aldri.
Golfkortið er einungis fyrir félaga í Golfsambandi Íslands
Hægt er að velja um þrjár tegundir korta
Þú getur sótt um Golfkort á www.bi.is, í síma 525 6000,
eða í næsta útibúi Búnaðarbankans
Búnaðarbankinn styrkir
Ólöfu Maríu Jónsdóttur
Golfkort Búnaðarbankans – nýtt fullgilt
kreditkort hlaðið golftengdum fríðindum
www.bi.is
Villta vestrið er enn til, nema núer það í austrinu. Í Írak. Upp-
lausnin er alger, fólk þorir ekki út á
götu af ótta við rán eða líkamsárásir.
Þar virðist frumskógarlögmálið í
fullu gildi þrátt fyrir að hættuleg yf-
irvöld séu þar ekki lengur við völd.
Og þarna eru menn eftirlýstir eins
og í villta vestrinu, „wanted dead or
alive“.
Í VIKUNNI var ráðist til atlögu við
syni Saddams og félaga þeirra og
þeir skotnir á færi. Í kjölfarið fylgdu
svo fréttir af því hvílík ómenni þeir
bræður hefðu verið, hvor á sinn sér-
staka hátt. Að því ógleymdu að fögn-
uður hefði brotist út í Írak þegar
fréttist af falli þeirra bræðra. Auð-
vitað var mikilvægt að geta sýnt
heiminum fram á árangur í Írak
meðan ekki finnast vopnin og ekki
heldur Saddam sjálfur. Og það tókst.
Smám saman er saxað á lista eftir-
lýstra ráðamanna í Írak, sumir hafa
verið teknir höndum, aðrir drepnir.
Ráðamenn ýmissa þjóða fagna, telja
fall þeirra bræðra sigur fyrir Írak.
Leitin að Saddam og vopnunum held-
ur áfram.
MAÐUR GETUR ekki annað en
spurt sig að því hvar réttarríkið sé.
Að vísu voru þessir synir Saddams
engin börn og bera sína ábyrgð á
ýmsum óhæfuverkum. Enginn efast
um það. Og þeir voru meðal hinna 55
eftirlýstu Íraka sem nú er leitað log-
andi ljósi. Það er hins vegar erfitt að
sjá að með falli þessara tveggja kóna
og hinna sem með þeim féllu verði
straumhvörf hjá írösku þjóðinni.
Viðbrögð þjóðarleiðtoganna hefðu
verið skiljanleg ef gereyðingarvopn-
in hefðu fundist, eða Saddam.
HRYÐJUVERK eru vissulega ekki
neitt grín og það þarf að berjast
gegn þeim. Innrás í land er hins
vegar ekki löggu og bófaleikur. Hún
snýst um líf og limi fjölda manna,
íbúa landsins sem ráðist er inn í og
hermannanna ungu sem veljast í
innrásarherinn. Hvert mannslíf er
mikilvægt, þau eru ekkert til að
leika sér með. Og er endilega víst
að árangursríkast sé að reka illt út
með illu? Það er að minnsta kosti
ekki boðskapur Biblíunnar. En hún
gildir kannski ekki í fyrrum Mesó-
potamíu.