Fréttablaðið - 16.08.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 16.08.2003, Síða 2
2 16. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Nei, ég er að tala fyrir samþykkt- um Framsóknarflokksins og hags- munum almennings. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Framsókn- arflokksins krefst þess að tekin verði upp línuíviln- un fyrir dagróðrabáta strax í haust. Hann hefur sagt að ef sjávarútvegsráðherra geti ekki staðið við stefnu ríkisstjórnar og stjórnarflokka þá eigi hann að víkja. Formaður Framsóknarflokksins seg- ir kröfuna vera út í hött. Þá hefur Kristinn einn stjórnarþingmanna gagnrýnt aðgerðarleysi ríkis- lögreglustjóra í olíumálinu. Spurningdagsins Kristinn, ertu kominn í stjórnarandstöðu? ■ Viðskipti Annað réttarkerfi fyrir áhrifamenn Kristinn H. Gunnarsson ásakar lögreglu og ákæruvald fyrir að taka ekki frumkvæði í sakarannsókn á olíumálinu. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir ummæli Kristins fráleit. SAMKEPPNI „Aðgerðarleysi lög- reglu og ákæruvalds í þessu mikla svikamáli vekur mér grunsemdir um að hér sé eitt réttarkerfi fyrir almenning en annað fyrir áhrifamikla ein- staklinga,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, al- þ i n g i s m a ð u r F r a m s ó k n a r - flokks og vara- formaður efna- hags- og við- skiptanefndar Alþingis, um þá stöðu sem samráðsmál olíufélag- anna er í þar sem ekki virðist vera hægt að koma því til lögreglu- rannsóknar. Kristinn H. segir vera dæmi um að lögregla hafi byrjað rannsókn á málum af eigin frumkvæði. Þar nefnir hann Spegilsmálið árið 1983 þegar ríkissaksóknari gerði lög- reglu að gera upplag blaðsins upp- tækt vegna meintra ærumeiðinga og kláms en ákært var fyrir guðlast og klám. Annað dæmi segir hann vera endurupptöku Geirfinnsmáls og hnífsstungumálið í sumar þegar varnarliðsmaður var ákærður. „Í þeim tilvikum áttu embætt- in frumkvæði að aðgerðum og enginn þurfti að kæra. Það er óá- sættanlegt að samráðsmál olíu- félaganna verði áfram í þeirri stöðu sem það er nú. Kjarni málsins er sá að lögregla og ákæruvald eiga lögum sam- kvæmt að hefja rannsókn. Ann- að er óafsakanlegur undanslátt- ur. Þegar er viðurkennt að um var að ræða refsivert athæfi að nokkru leyti og grunur er um mun umfangsmeira brot á lögum með sýndartilboðum í útboðum og fyrirfram skiptingu ágóða,“ segir Kristinn. Hann segist undrandi á þeim röddum sem vilji kenna Samkeppn- isstofnun um að ekki skuli hafa tekist að koma af stað lögreglu- rannsókn á meintum brotum þeirra einstaklinga sem réðu ferðinni hjá olíufélögunum á þeim tíma sem rannsóknin nær til. „Það er út í hött hjá lögreglu og ákæruvaldi að gera Samkeppnis- stofnun að blóraböggli í þessu máli. Samkeppnisstofnun vakti upp mál- ið og er að rannsaka það eins og henni ber,“ segir Kristinn H. „Um getgátur þess efnis að pólitískur draugagangur fari um réttarkerfið í landinu og stjórni því hef ég ekkert að segja. Það er svo fráleitt. Ég ætla ekki að taka þátt í umræðu á þessu plani,“ seg- ir Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri um ummæli Kristins. rt@frettabladid.is hrs@frettabladid.is Fjölskyldur fórnarlamba fá hundruð milljóna í bætur: Viðskiptaþvingunum hugsanlega aflétt WASHINGTON, AP Fjölskyldur fórn- arlamba sprengjuárásarinnar yfir bænum Lockerbie í Skotlandi fá hver um sig sem svarar að minnsta kosti 400 milljónum ís- lenskra króna í bætur, samkvæmt samningi sem lögfræðingar þeir- ra hafa gert við stjórnvöld í Líbíu. Líbíustjórn á að leggja sem nemur um 215 milljörðum ís- lenskra króna inn á svissneskan bankareikning. Einnig er gert ráð fyrir því að landið lýsi ábyrgð á sprengjuárásinni á hendur sér í formlegu bréfi til Sameinuðu þjóðanna og yfirvöld veiti rann- sóknaraðilum aðgang að þeim upplýsingum sem þau hafa um at- vikið. Gangi þetta eftir eru taldar miklar líkur á því að SÞ aflétti viðskiptaþvingunum af landinu en ákvörðun um slíkt er í höndum ör- yggisráðsins. Ef Bandaríkin fallast á það að hætta refsiaðgerðum gegn Líbíu og taka hana af lista yfir þau lönd sem styðja hryðjuverkasamtök munu fjölskyldur fórnarlamb- anna fá allt að 800 milljónum króna í bætur. Alls fórust 270 manns þegar sprengja sprakk um borð í flugvél Pan Am flugfélagsins yfir Locker- bie árið 1988. Vélin var á leið frá Lundúnum til Bandaríkjanna og voru flest fórnarlömbin Banda- ríkjamenn. ■ Óupplýst dauðsfall: Lífsýni verða send heim LÖGREGLUMÁL Fjölskylda Hjálmars Björnssonar, sem fannst látinn á árbakka í Hollandi í fyrra, hefur nú fengið umbeðin lífssýni úr drengnum. Í tilkynningu frá fjölskyldu Hjálmars, sem var 16 ára þegar hann fannst látinn í Rotterdam 29. júní í fyrra, segir að bæði hvarf hans og dánarorsök séu óupplýst. Lífsýni úr drengnum verða send til Íslands innan tíðar. Vonast fjöl- skyldan til þess að frekari meina- fræðileg rannsókn hér á landi varpi ljósi á það hvernig lát hans bar að og leiði til endurupptöku málsins í Hollandi. ■ Tveggja ára barn: Lokaðist í hvelfingu KALIFORNÍA, AP Tveggja ára gömul stúlka var lokuð inni í bankahvelf- ingu í meira en fimm klukku- stundir áður en henni var bjargað með því að bora gat á rammgerða stálhurð. Stúlkan, sem var dóttir eins af gjaldkerum bankans, hafði ráfað inn í hvelfinguna til að leika sér á meðan starfsmenn voru að ganga frá eftir lokun. Þegar farið var að leita að barninu var búið að loka hvelfingunni og vegna sérstaks öryggisláss á hurðinni var ekki hægt að opna hana aftur fyrr en daginn eftir. Var því haft samband við fyrirtæki sem gat borað nógu stórt gat á hurðina til að barnið gæti skriðið út. Stúlkan var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. ■ Lýðheilsustöð: Fimmtán sóttu um LÝÐHEILSUSTÖÐ Fimmtán sóttu um stöðu forstjóra Lýðheilsustöðv- ar, en umsóknarfrestur rann út á mánudag. Guðjón Magnússon hafði verið skipaður forstjóri stöðvarinnar, en ákvað að taka ekki við starfinu eftir að beiðni hans um fimmtán mánaða leyfi frá störfum hafði verið hafnað. Umsóknirnar verða sendar til umfjöllunar nefndar sem skipuð hefur verið af heilbrigðisráð- herra. Nefndin mun skila áliti sínu innan skamms og er gert ráð fyrir því að forstjórinn hefji störf í byrjun október. Jóhannes Pálmason, lögfræðingur Land- spítala, gegnir starfinu þangað til, en hann var settur forstjóri til bráðabirgða í fjarveru Guð- jóns. ■ KONUNGLEGA DÓMSHÚSIÐ Yfirheyrslur vegna rannsóknarinnar á dauða David Kellys fara fram í Konunglega dómshúsinu í Lundúnum. Óháð rannsókn: Campbell ber vitni LUNDÚNIR, AP Upplýsingafulltrúi Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, verður yfirheyrður í tengslum við rannsóknina á dauða vopnasérfræðingsins David Kelly. Alastair Campbell mun bera vitni á þriðjudaginn. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, var því haldið fram að Campbell hefði látið gera breyt- ingar á skýrslum ríkisstjórnar- innar um vopnaeign Íraka til að réttlæta hernaðaraðgerðir gegn Írak. Að sögn BBC var fréttin byggð á orðum Kelly. Embættismenn hjá forsætis- ráðuneytinu og varnarmálaráðu- neytinu munu einnig bera vitni í næstu viku auk blaðamanna hjá Financial Times, Guardian, Times og Sunday Times. ■ Laugavegur 53, sími 5523737 NÝJAR VÖRUR SJÁVARÚTVEGSMÁL „Þeir hafa ekki umboð til annars en að standa við loforð um að setja á línuívilnun,“ segir Guðmundur Halldórsson., formaður smábátafélagsins Eld- ingar á Vestfjörðum vegna þeirra orða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að Alþingi verði að taka sér tíma til að fjalla um málið og línuívilnun verði hugs- anlega á næsta fiskiveiðiári. Með þessu hefur Davíð snúist hugur því hann sagði í kosningabarátt- unni að ekkert væri því til fyrir- stöðu að taka upp línuívilnunina strax í haust. Haldinn var fundur í Eldingu í seinustu viku þar sem samþykkt var að berjast fyrir réttlæti í þessu máli. Þá er stefnt að stórfundi á Ísafirði um mánað- armót. Guðmundur, sem stendur á sjötugu, segir að stjórnarflokk- arnir hafi „notað“ þetta mál í kosningunum til að hala inn at- kvæði og þeir mættu ekki komast undan loforðum sínum. Hann seg- ir að Árni Mathiesen sjávarút- vegsráðherra geri allt til þess að komast undan þessum loforðum sem sé að finna í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. Þá hafi Árni hótað sér því á fundi í Reykjavík að tefja málið ef ekki næðist sátt um að afnema byggðakvótann til að slétta út línuívilnunina. „Hótanir sjávarútvegsráðherra reka mig áfram í þessu máli. Með- al minna manna er algjör einhug- ur um að taka slaginn og berjast,“ segir Guðmundur. ■ FORELDRAR FÓRNARLAMBS Susan og Daniel Cohen misstu dóttur sína Theodoru þegar sprengja sprakk um borð í flugvél bandaríska flugfélagsins Pan Am árið 1988. M YN D /A P M YN D /A P GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON Gefur hvergi eftir í baráttu sinni fyrir línuívilnun. Forsætisráðherra frestar kosningaloforði: Davíð efni loforðið strax „Það er út í hött hjá lög- reglu og ákæruvaldi að gera Sam- keppnisstofn- un að blóra- böggli. KRISTINN H. GUNNARSSON Saknar frumvkæðis lögreglu. HARALDUR JOHANNESSEN Segist ekki taka í umræðu á þessu plani. SPARISJÓÐUR MEÐ HAGNAÐ SPRON skilaði 202 milljóna króna hagnaði eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins, sem er 70 milljónum meira en í fyrra. Mestu munar að Frjálsi fjárfest- ingabankinn hf. er nú hluti af uppgjöri. Verðbréfaeign spari- sjóðsins skilaði góðri ávöxtun en hins vegar var hefðbundin lána- starfsemi undir væntingum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.