Fréttablaðið - 16.08.2003, Side 32

Fréttablaðið - 16.08.2003, Side 32
Sveinn keppti í hálfmaraþoni ísíðasta Reykavíkurmaraþoni og lenti þar í öðru sæti, en var engu að síður fyrstur íslenskra keppenda. Í dag ætlar hann hins vegar að spreyta sig í heilu mara- þoni sem er 42 kílómetrar. Hlaupið leggst vel í Svein: „Þetta er annað maraþonið mitt á árinu. Ég er ekkert ókunnugur vegalengdinni en hef að vísu aldrei hlaupið hana hérlendis. Veðrið á eftir að ráða miklu í dag,“ segir Sveinn. Hann segir það vera breytilegt eftir árum hversu margir útlend- ingar keppa í Reykjavíkurmara- þoninu. „Útlendingar í fremstu röð hafa verið að láta sig vanta. Það mætti vera meira af þeim.“ Sveinn vill ekki viðurkenna að það sé vonlaust að vinna maraþon- ið þegar sterkir útlendingar eiga í höggi við Íslendinga. „Þetta er náttúrlega ein mesta samkeppnis- íþróttin því það geta allir hlaupið. Það er voðalega erfitt að stefna að sigri í maraþoni. Þetta er óút- reiknanleg vegalengd. Þetta er eins og lífið. Sundum þarf að reikna þetta allt saman út, en stundum láta menn þetta bara ráðast,“ segir Sveinn. „Sumir safna maraþonum og hlaupa mörgum sinnum á ári á meðan aðrir stefna á færri maraþon með meiri undirbúningi. Ég hef verið að taka eitt til tvö maraþon á ári.“ Sveinn segir að leiðin sem hlaupin er í maraþonum skipti miklu varðandi stuðning áhorf- enda. „Ég og systir mín Martha [sem einnig keppir í Reykjavíkur- maraþoninu í ár] viljum að leiðin verði gerð áhorfendavænni og fari jafnvel í gengum íbúðahverfi. Ég hef keppt í maraþoni í London, Frankfurt og Berlín. Að vera t.d. í London þar sem 600.000 áhorfend- ur eru meðfram brautinni er ótrú- leg reynsla. Svona fyrirkomulag er miklu skemmtilegra bæði fyrir áhorfendur og keppendur.“ Sveinn, sem er 36 ára gamall líf- fræðingur, segist ekki vera á þeim buxunum að hætta að hlaupa á næst- unni. „Ætli ég detti ekki niður dauð- ur í miðju hlaupi þegar ég verð orð- inn fjörgamall. Það er alveg hægt að hugsa sér verri dauðadaga.“ freyr@frettabladid.is 28 16. ágúst 2003 LAUGARDAGUR ■ Bækur Lítil stúlka: „Hvers vegna segir sonurþinn alltaf „gagg, galla gó?“ Móðirin: „Vegna þess að hann heldur að hann sé kjúklingur.“ Lítil stúlka: „Af hverju segirðu honum ekki að hann er ekki kjúklingur?“ Móðirin: „Vegna þess að við þurfum á eggjunum að halda.“ Pondus eftir Frode Øverli Með súrmjólkinni Maraþonhlaup SVEINN ERNSTSSON ■ ætlar að keppa í Reykjavíkurmara- þoninu sem hefst í dag. Hann segir það hafa verið ótrúlega reynslu að hlaupa í London innan um 600.000 áhorfendur. Síðustu dagar útsölunnar Enn meiri verð- lækkun Tvær spennubækur fyrir ung- linga, Setulið- ið og Tara, eru komnar út hjá Bóka- útgáfunni SÖLKU. Báð- ar bækurnar eru eftir Ragnar Gísla- son. Setuliðið segir frá krökkum í Hafnarfirði sem finna beinaleifar auk fjársjóðs. Tara fjallar um djúpa og sérstæða vináttu sem nær yfir landamæri þessa heims og annars. Laugardagskvöldin í lífi ÞóruKarítas Árnadóttur, semstjórnar Hjartslætti á Skjá 1 ásamt Marikó Ragnarsdóttur, hafa verið ansi skrautleg í sumar. Hún hefur nefnilega verið óvenju dugleg við að henda sér úr jogg- inggallanum fræga til þess að klæða sig upp fyrir dansinn. „Laugardagskvöldin hafa mörg endað þannig að ég hef verið dansandi fram eftir nóttu á ein- hverjum skemmtistað,“ segir Þóra Karítas sem hefur auðheyr- anlega átt gott sumar. „Ég labbaði reyndar upp á Keili um daginn sem var mjög heilsusamlegt, það er sniðugt að gera það og fara svo í bláa lónið á eftir og svo auðvitað dansa um kvöldið. Það eru allir búnir að vera svo duglegir við það að fara út að skemmta sér í kunn- ingjahópnum í sumar, bæði þeir sem eru á lausu og blýföstu. Ég held að það sé vegna þess að það er búið að vera svo gott veður.“ Grillveislunar hafa heldur ekki verið fáar í sumar. Á laugardegin- um um Verslunarmannahelgina fór hún meira að segja í tvær. „Sú seinni var mjög skemmtileg. Hún var haldin í fjölbýlishúsi og allir fengu að bjóða öllum sem þeir þekktu. Einhver hafði sett upp sófa og stofuborð fyrir utan. Svo var allt í klessu og tónlistin við myndina Svartur köttur/Hvítur köttur leikin. Við húsið var svo lít- il brekka þar sem tveir gaurar héldu skemmtiatriði og voru með brekkusöng.“ Aðallega voru þetta einhverjar klámvísur en Þóra viðurkennir að mislukkuð tilraun af Kartöflu- söng Árna Johnsen hafi fengið að óma, svona fyrir þá sem sáu eftir því að hafa ekki farið á Þjóðhátíð. Þóra getur lítið sagt um það hvort hún komi til með að róast eitthvað með kólnandi veðri. Baruglurnar mega því alveg eins eiga von á því að rekast á hana í vetur. „Mér finnst reyndar mjög kósý að fara í leikhús á veturna og ef það er kalt þá dansa ég bara heima í stofu,“ segir hún að lokum. Fjórir þættir eru eftir af Hjartslætti og eftir það taka önn- ur verkefni við. biggi@frettabladid.is ÞÓRA KARÍTAS ÁRNADÓTTIR Laugardagskvöldin enda oft á því að hún dansi fram á morgunn. Laugardagskvöld ÞÓRA KARÍTAS ÁRNADÓTTIR ■ segir sumarið hafa verið mjög blómlegt. Hún og Mariko hafa verið með Hjartsláttin á Skjá 1 og skemmt sér vel. En hvað gerir stúlkan á laugardagskvöldum. Djamm og klámvísur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SVEINN ERNSTSSON Vonast eftir góðu veðri í mara- þoninu í dag. Óútreiknanlegt eins og lífið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ...Steinsmuga er í algjörum sérflokki hér á Þúfnavöllum... Já! Já! Áfram Steinsmuga! Mala þetta! ...í algjörum sérflokki... Sem betur fer er bara einn fábjáni þarna einhvers staðar sem veðjaði á þessa truntu! Til hamingju!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.