Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2003, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 31.08.2003, Qupperneq 1
STJÓRNMÁL Davíð Oddsson forsætis- ráðherra nýtur langmests trausts kjósenda samkvæmt skoðanakönn- un Fréttablaðsins. Um 34 prósent aðspurðra nefndu hann sem þann stjórnmálamann sem þeir treystu best, en næst kom Ingibjörg Sólrún Gísladóttir með tæp 16 prósent. Það er mun minna fylgi en hún hefur áður fengið í sambærilegum könn- unum blaðsins er snýst um traust. Sem fyrr er Davíð umdeildur. Nánast jafnmargir og segjast treysta honum, segjast ekki treysta honum, eða tæp 30 prósent. Ingi- björg Sólrún kemur þar næst með um 16 prósent. Össur Skarphéðins- son, flokksbróðir hennar og formað- ur Samfylkingarinnar, kemur fast á hæla Ingibjargar hvað varðar van- traust, en tæp 14 prósent aðspurðra sögðust treysta honum minnst. Að- eins þrjú prósent segjast hins vegar treysta honum mest allra stjórn- málamanna. Athygli vekur að á meðal nýrra einstaklinga á lista yfir þá sem njóta lítils trausts er nýr þingmaður, Sigurður Kári Krist- jánsson, en tæp 3 prósent nefndu hann sem þann stjórnmálamenn sem minnst er treystandi. Aðrir hástökkvarar á þeim lista eru Kolbrún Halldórsdóttir og Gunn- ar Örlygsson. Nánar á síðu 26. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 36 Sjónvarp 44 SUNNUDAGUR 31. ágúst 2003 – 207. tölublað – 3. árgangur HRYÐJUVERK Í ÍRAK Íraska lögreglan hand- tók í gær fjóra menn, tvo Íraka og tvo Sáda, sem grunaðir eru um að hafa komið sprengjunni fyrir í bíl við Iman Ali-moskuna í Najaf í Írak á föstudag. Hinir handteknu tengjast allir hryðjuverkasamtökunum al-Qaida. Að minnsta kosti 100 létust. Þetta er þriðja stóra hryðjuverkið í Írak í ágúst. Hand- bragðið þeirra allra er keimlíkt að sögn Bandarísku alríkislögreglunnar. Sjá síðu 2. INTERPOL Á HREINDÝRAVEIÐUM Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi á Suður-Grænlandi, fékk hóp bandarískra auðjöfra og embættismanna í veiðiferð. Í hópnum voru milljarðamæringar og yfir- maður Interpol. Til stóð að forseti Banda- ríkjanna kæmi með en hann hætti við. Sjá síðu 8. GÖGN TEPPTUST Svar við fyrirspurn um greiðslur Reykjavíkurborgar til Stefáns Ólafssonar prófessors dagaði uppi hjá skrif- stofustjóra borgarstjórnar um miðjan maí. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi fékk loksins á föstudag. Hann áfellist ekki skrif- stofustjórann. Sjá síðu 6. VEÐRIÐ Í DAG EINN HLÝJASTI ÁGÚSTMÁNUÐUR sem menn muna kveður landsmenn með dumbungi um allt land. Undan hitastiginu þarf þó varla að kvarta. LÍNUR SKÝRAST Staðan á botni Land- símadeildarinnar skýrist í leikjum dagsins. Neðstu lið deildarinnar Fram, Valur og KA leika öll leiki í dag sem geta ráðið úrslitum um í hvaða deild þau leika að ári. Valur og KA mætast á Hlíðarenda klukkan 18. Frammarar mæta FH á Laugardalsvelli klukkan 20. DAGURINN Í DAG Davíð nýtur mests trausts Davíð Oddsson er sá stjórnmálamaður sem nýtur mests trausts kjósenda. Eins og áður nýtur hann þó einnig minnsts trausts. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B JA RG EY ÍSLANDSMEISTARAR KR-stúlkur urðu Íslandsmeistarar í gær þegar þær lögðu Stjörnuna að velli með fimm mörkum gegn einu. Ást- hildur Helgadóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir KR og Hólmfríður Magnúsdóttir eitt. Nánar á síðu 38. Feður mótmæla Meðlimir í Félagi ábyrgra feðra stóðu fyrir mótmælum við Sýslumannsembættið í Hafnarfirði í vikunni. Þeir mótmæla því að mæður komi í veg fyrir að þeir sjái börnin sín og að réttarkerfið skuli draga taum mæðranna í forræðismálum. Feður hafa staðið fyrir samskonar mótmælum víða erlendis og hreyfingu þeirra vex ásmeginn. Ingibjörg Sólrún: Verður ekki pakkað í kassa VIÐTAL „Ég vil ekki vera eins og fáni sem er dreginn að húni fyrir kosningar og svo bara dreginn niður aftur og pakkað nið- ur í kassa að þeim loknum,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. „Þess vegna fannst mér mikilvægt að það kæmi fram að ég stefndi að því að bjóða mig fram til formanns eftir tvö ár.“ Sjá nánar bls. 20 - 21. Öryggismál í Líberíu: Íslendingur yfirmaður LÍBERÍA Íslenskur lögreglumaður tekur við starfi yfirmanns örygg- ismála Sameinuðu þjóðanna í Líberíu í byrjun september. Nánar á síðu 23. ▲ SÍÐUR 24 og 25 Íslensk hneyksli og skandalar Fjölmörg mál hafa farið fyrir brjóstið á þjóðinni á undanförnum árum. Hvaða mál eru þetta og hverjir eru mestu skandalarnir á Íslandi á síðustu fimm árum? Gerir dansverk um fótbolta Hollenski danshöfundurinn Lonneke van Leth hefur samið dansverk fyrir Íslenska dansflokkinn um fótbolta. Verkið gerist á landsleik milli Hollands og Íslands. ▲ SÍÐA 23 Landsbankinn í sókn: Straumur á viðskiptin VIÐSKIPTI Spenna er í viðskiptalíf- inu eftir kaup Landsbankans og Samsonar á hlutum í fjárfesting- arfélaginu Straumi. Nánar á síðum 14 - 15. ▲ SÍÐUR 28 og 29

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.