Fréttablaðið - 31.08.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 31.08.2003, Síða 2
2 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR „Ætli við verðum ekki að taka mið af því við yfirstandandi endur- skoðun leiðarkerfisins.“ Guðjón Ólafur Jónsson er stjórnarformaður Strætós bs. Bankaræningi einn á leið úr ráni á Seltjarnarnesi hugðist nýta sér þjónustu Strætó en var handtekinn með feng sinn í biðskýli skammt frá bankanum. Spurningdagsins Guðjón, er ekki hægt að hafa stoppi- stöðvarnar nær bönkunum? ■ Lögreglufréttir Al-Qaida að baki hryðjuverkinu Fjórir menn voru í gær handteknir vegna hryðjuverkaárásarinnar á Shíta-múslima í Najaf. Að minnsta kosti 100 létust. Þetta er þriðja stóra hryðjuverkið í Írak í ágúst. Handbragðið þeirra allra er keimlíkt að sögn FBI. NAJAF, AP Írakska lögreglan hand- tók í gær fjóra menn, tvo Íraka og tvo Sáda, sem grunaðir eru um að hafa komið sprengjunni fyrir í bíl við Iman Ali-moskuna í Najaf í Írak á föstudag. Hinir handteknu tengjast allir hryðjuverkasamtök- unum al-Qaida. Sprengjunni var komið fyrir í bíl við Iman Ali- moskuna í Najaf og sprakk þar skömmu eftir bænastund mús- líma. Að minnsta kosti 107 létust í árásinni á Iman Ali-moskuna í gær og á annað hund- rað særðust. Meðal þeirra sem fór- ust var Mohammed Baqir al- Hakim, einn virtasti leiðtogi Shíta- múslima í Írak. al-Hakim hafði unn- ið náið með hernámsliðinu að und- anförnu. Hann hafði verið í 20 ár í útlegð í Íran og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í Íran vegna drápsins. Árásin á Iman Ali-moskuna er þriðja alvarlega hryðjuverkið í Írak í mánuðinum. Skemmst er að minnast árásarinnar á höfuðstöðv- ar Sameinuðu þjóðana í Bagdad þar sem 23 létust og árásar á sendiráð Jórdaníu í Bagdad þar sem 19 lét- ust. Hundruð hafa særst í þessum árásum. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, fullyrðir að sama handbragð hafi verið á hryðjuverkaárásinni við Iman Ali-moskuna á föstudag og við hryðjuverkaárásina á höfuð- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad á dögunum. FBI segir að 700 kílógrömmum af sprengiefni hafi verið komið fyrir í tveimur bíl- um fyrir utan moskuna, rétt eftir að föstudagsbænum lauk og var mikill mannfjöldi fyrir framan Iman Ali- moskuna. Þúsundir Shíta-múslima komu þar saman í gær og mótmæltu drápunum. Fylgismönnum Sadd- ams er kennt um ódæðið og hefnd- um er hótað. Fólkið er líka reitt út í Bandaríkjamenn fyrir að geta ekki tryggt öryggi í Írak. Leiðtogar erlendra ríkja hafa fordæmt hryðjuverkið. Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi árásina einnig og sagði hana óverjandi. the@frettabladid.is Baráttan um Skeljung: Upplýsingagjöf var ábótavant VIÐSKIPTI Kauphöll Íslands telur að betur hefði mátt standa að upplýs- ingagjöf varðandi viðskipti með bréf Skeljungs þann 30. júní. Þá keyptu Sjóvá-Almennar og Skelj- ungur hlut Shell Petroleum í fé- laginu. Dráttur varð á því að við- skiptin væru tilkynnt í Kauphöll Íslands. Kauphöllin sendi frá sér yfirlýsingu vegna þessara við- skipta. Kauphöllin telur æskilegt að send hefði verið tilkynning um fyrirhuguð viðskipti. Stór við- skipti voru með bréfinu á genginu 12 á sama tíma og verð á markaði var á bilinu 15 til 15,7. Telur Kauphöllin að í þeim viðskiptum hefðu menn átt að halda að sér höndum þangað til eignarhald var að fullu ljóst. Kauphöllin getur beitt þrenns konar athugasemdum í slíkum málum. Hægt er að áminna með trúnaðarbréfi, birta opinbera áminningu eða beita sektum. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar segir yfirlýsing- una ígildi áminningar. „Við töld- um mikilvægt að koma skilaboð- um til markaðarins um vandaða upplýsingagjöf í stað þess að senda hlutaðeigandi bréf.“ Hann leggur áherslu á að Kauphöllin hafi einungis með verðmyndun og upplýsingar að gera. Sá þáttur sem snýr að inn- herjaviðskiptum og hugsanlegum brotum þar að lútandi séu á hendi Fjármálaeftirlitsins. ■ LUNDI Pysjan, afkvæmi lundans, leitar í ljósadýrð- ina í Vestmannaeyjum og þarfnast hjálpar til að komast í sín náttúrulegu heimkynni. Vestmannaeyjar: Hermenn bjarga pysj- um FERÐALÖG Fjöldi ferðamanna er nú í Vestmannaeyjum til að taka þátt í að bjarga villuráfandi pysjum. Afkvæmi lundans hneigjast til að leita í ljósið í mannabyggðum á Heimaey, afvegaleidd frá náttúru- legum heimkynnum. Níutíu ferða- menn komu með Herjólfi á föstu- daginn til að veita pysjunum hjálparhönd. Pysjurnar eru settar í kassa og þeim sleppt fram af hömrum. Að sögn lögreglunnar í Eyjum er nú mikið um ferðir bandarískra hermanna af Keflavíkurflugvelli sem njóta þess að bjarga pysjun- um frá illum örlögum í manna- byggðum. ■ ERILL Í KÓPAVOGI Mikið var að gera hjá lögreglunni í Kópavogi frá föstudagskvöldi fram á laugardag. Lögreglan sinnti fjórum umferðaróhöppum, vinnu- slysum, afstungumálum og gripu auk þess tvö ungmenni með fíkni- efni. Lögreglan varðist frekari frétta af málunum. DANSAÐ Í BORGAFIRÐI Lögreglan í Borgarnesi átti ró- legt föstudagskvöld og voru skemmtistaðir lítið sóttir. Yfir hundrað manns mættu þó á töðu- gjaldadansleik í Þverárrétt, þar sem Geirmundur Valtýsson spil- aði. Þras og rifrildi fólks leystist án pústra, en lögregla leitaðist við að róa æsta menn. SKRÍLSLÆTI Í MIÐBÆNUM Margmenni lagði leið sína í mið- borg Reykjavíkur aðfaranótt laugardags til að sækja skemmti- staði. Töluverð ölvun var í tengsl- um við skemmtanirnar og skríls- læti, að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Skemmtunin gekk þó stórslysalaust fyrir sig, eftir því sem lögreglan komst næst. HENTI SÉR Í HÖFNINA Ölvuð kona stökk í höfnina í Keflavík á föstudagskvöldið. Lög- reglumenn voru vitni að atvikinu og stukku tveir á eftir henni í sjó- inn. Nokkuð gott var í sjóinn og hann með eindæmum hlýr. Lög- regluþjónarnir náðu konunni á land og varð henni ekki meint af volkinu. AFSKRÁNING Fyrirtækið Skeljungur er ekki lengur skráð á markaði. Þar með er ekkert olíufélaga lengur skráð í Kauphöll Íslands. Skeljungur afskráður: Kauphöll- in olíulaus HLUTABRÉFAMARKAÐUR Olíufélagið Skeljungur hefur verið afskráður úr Kauphöll Íslands í kjölfar þess að eignarhaldsfélagið Steinhólar yfirtóku félagið. Þar með er ekk- ert olíufélag lengur skráð í kaup- höllinni. Vísitala olíudreifingar hefur verið lögð af í kjölfarið. Ol- íufélögin Ker og OLÍS voru af- skráð fyrr á árinu vegna yfirtöku. Skeljungur er tólfta félagið sem er afskráð á árinu. Ekki er þar með sagt að öll félögin hafi horfið úr Kauphöllinni. Nokkur hafa runnið saman við skráð fyr- irtæki. Fyrir utan olíufélögin hafa fyrirtæki eins og Baugur og Ís- lenskir aðalverktakar verið af- skráð. Heildarverðmæti fyrirtækja í Kauphöllinni hefur þó ekki minnkað eins og ætla mætti. Markaðsverðmæti skráðra fyrir- tækja hefur vaxið á árinu og veg- ur það upp á móti missinum af af- skráðum fyrirtækjum. Að mati forsvarmanna Kaup- hallarinnar er ekki ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessari þró- un. Hún sé eðlileg og í samræmi við það sem hefur verið að gerast í Kauphöllum annars staðar í heiminum. ■ GENF, AP Alþjóðaviðskiptastofnun- in hefur fallist á að leyfa þróunar- löndum að flytja inn ódýr sam- heitalyf gegn lífshættulegum sjúkdómum á borð við alnæmi, malaríu og berkla. Fulltrúar aðildarríkjanna 146 komust á fimmtudag að sam- komulagi um að veita fátækum löndum aðgang að ódýrum lyfj- um. Ganga átti frá samningnum á fundi stofnunarinnar í Genf á föstudag en snurða hljóp á þráð- inn. Útlit var fyrir að endanlegri afgreiðslu málsins yrði frestað fram að leiðtogafundi Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar í Mexíkó dagana 10. til 14. september en samkomulag tókst í gær. Fulltrúar Bandaríkjanna hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni höfðu áhyggjur af því að heimild- in yrði misnotuð af lyfjafyrir- tækjum í Brasilíu, á Indlandi og víðar. Bandaríkin ákváðu þó að samþykkja tillöguna þegar hin að- ildarríkin höfðu heitið því að reyna að koma í veg fyrir að verslað yrði með samheitalyf geng sjúkdómum sem hvorki eru smitandi né banvænir. ■ „Árásin á Iman Ali- moskuna er þriðja alvar- lega hryðju- verkið í Írak í mánuðinum KREFJAST HEFNDA Þúsundir Shíta múslima komu saman við Iman Ali-moskuna í Najaf í gær til að mótmæla hryðjuverkaárás sem varð rúmlega 100 manns að bana. Meðal þeirra sem fórust var Mohammed Baqir al-Hakim, einn virtasti leiðtogi Shíta-múslima í Írak. Mótmælendur krefjast hefnda vegna ódæðisins. Leit hafin að 14 ára stúlku í Bretlandi: Hvarf með 46 ára karl- manni KENT, AP Umfangsmikil leit er haf- in um allt Bretland að Stacey Marie Champ, 14 ára stúlku sem talin er hafa horfið með David Milner, 46 ára karlmanni. Stúlkunnar hefur verið saknað síðan á fimmtudagsmorgun. Milner, sem er náinn vinur fjöl- skyldu stúlkunnar, hefur undan- farna daga tekið út rúmlega þús- und sterlingspund af reikningi sínum og er óttast að hann hafi farið með stúlkuna úr landi. Móðir stúlkunnar kom fram á blaðamannafundi í gær og hvatti dóttur sína til að snúa heim. ■ VIÐSKIPTIN MEÐ SKELJUNG Kauphöll Íslands telur upplýsingagjöf hafa verið ábótavant í viðskiptum með bréf Skeljungs. Afstaðan til þess hvort um óeðlileg innherjaviðskipti hafi verið að ræða er á forræði Fjármálaeftirlitsins. LÍBERÍSKUR MALARÍUSJÚKLINGUR Samkomulagið veitir meðal annars fjölda fólks í fátækum ríkjum Afríku aðgang að ódýr- um lyfjum gegn malaríu. Ódýr samheitalyf handa þróunarlöndum: Samkomulag loks í höfn Fjölskylda Laxness: Leggst gegn ævisögu BÓKMENNTIR Fjölskylda Halldórs Laxness leggst gegn ævisagnaritun Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar á lífshlaupi skáldsins. Tveir höf- undar vinna að ævisögu skáldsins og fjölskyldan styður Halldór Guð- mundsson. „Við þekkjum Halldór og hann þekkti föður okkar. Halldór er bókmenntafræðingur, en Hannes er stjórnmálafræðingur. Ég skil ekki af hverju hann ryður sér inn á annarra manna svið. Hins vegar getum við ekki bannað neinum að skrifa bók,“ segir Sigríður Hall- dórsdóttir Laxness. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son vildi ekki tjá sig um málið. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.