Fréttablaðið - 31.08.2003, Qupperneq 11
11SUNNUDAGUR 31. ágúst 2003
Ég get ekki orða bundist eftirlestur á grein sem Gunnar
Örlygsson birti í Fréttablaðinu
27. ágúst sl. Rangfærslurnar
eru svo margar að manni dettur
helst í hug að verið sé að greiða
fyrir laxveiðileyfi með grein-
inni. Það má vel þykja smekk-
legt að laxveiði sé það dýr á Ís-
landi að einungis erlendir auð-
menn hafa efni á þokkalegum
dögum í bærilegum ám, og auð-
vitað þingmenn og bankastjórar
sem þangað er boðið, en í öðrum
löndum er talið eðlilegt að al-
menningur eigi greiðan aðgang
að veiðiám fyrir hófleg gjöld.
Laxeldi - hætta?
Hér í Mið-Noregi er mikið
um laxeldi. Í sveitarfélaginu
sem ég starfa er framleitt u.þ.b.
13-15.000 tonn af slægðum laxi
árlega. Við þetta starfa í eldi,
slátrun og flökun um 120
manns. Í viðbót koma að öll
þjónustustörf s.s. slippur, vöru-
flutningar, netaverkstæði, fóð-
urframleiðsla o.s.frv. Í tveimur
nálægum sveitarfélögum er
framleiðslan enn meiri, þrátt
fyrir þau séu í nálægð við eina
bestu laxveiðiá í Noregi, Nam-
sen. Þó að óhöpp hafi átt sér
stað og laxar sloppið úr kvíum,
sem er reyndar mjög sjaldgæft,
er sú á enn við besta líði.
Reyndar svo góð að síðasta ár
var metveiði í ánni.
Nútíma laxeldi er byggt á
þekkingu sem iðnaðurinn hefur
byggt upp síðustu 30 árin. Þar á
meðal eru allar staðsetningar
sem laxinn er alinn hvíldar eftir
einn eldisferil. Þetta gerir það
að verkum að allur úrgangur
sem þar kynni að vera hefur
hafstraumur fjarlægt áður en
staðsetningin er notuð að nýju.
Þegar norskt laxeldi óx sem
mest var flutt til Noregs mikið
af íslenskum laxaseiðum. Þau
þóttu mjög góð og Íslendingar
voru mjög framarlega í fram-
leiðslu á seiðum. Ekki heyrðist
þá mikið um að íslenskur lax
ógnaði norskum ám.
Metralög af skít
„Metralög af skít“ fyrirfinn-
ast ekki í norskum fjörðum,
enda eru einungis firðir sem
eru með góða sjávarstrauma
notaðir til laxeldis. Gunnar
hefði vel getað kynnt sér þetta
með að spyrja menn með lág-
marksþekkingu á laxeldi.
Árin 1998-2001 seldist norsk-
ur lax fyrir 300 - 350 kr/kg.
Framleiðslukostnaður á laxi er
u.þ.b. 180 kr./kg. Þessar tölur
sýna að framlegð þessara ára
var stórkostleg fyrir iðnaðinn.
Þeir aðilar sem hafa verið í
fiskiðnaði í lengri tíma vita að
verð sveiflast mikið milli mán-
aða og nota þeir góðæristíma til
að safna í sarpinn. Þau fyrir-
tæki standa vel í dag. Ganga
sum hver með smá hagnaði
þrátt fyrir lægstu verð sem
nokkurn tímann hafa fengist
fyrir lax. Síðustu tvö árin hafa
verið iðnaðinum þung vegna
ógnarvaxtar Chile í laxeldi sem
varð þess valdandi að verðhrun
átti sér stað á helstu mörkuðum.
Lágt verð, mikið af sameining-
um og yfirtökum á fyrirtækj-
um, gjarnan með lánsfé og út-
boðum á verðbréfamarkaði,
hafa skapað óróleika í iðnaðin-
um. Þessi fyrirtæki s.s. Fjord
Seafood og Pan Fish þurfa að
standa undir gríðarlegum fjár-
magnskostnaði, u.þ.b. 40-50
kr/kg. Eðlilega tapa fyrirtækin
peningum þegar laxverð er 160-
170 kr/kg. ■
Dagana sem Davíð Oddssonformaður Sjálfstæðisflokks-
ins gaf drottningarviðtöl sín að
hann hefði tryggt áframhaldandi
hersetu á Íslandi með því að taka
þátt í hernámi Íraks svo þar
mætti byggja „lýðræðisríki“, sá
ég þrjá fréttamenn á tveimur
sjónvarpsstöðum ræða við hann.
Allir tengdust þeir á einhvern hátt
skrifstofum Sjálfstæðisflokksins.
Mér fannst þetta frekar broslegt
og hugsaði: Já, landið er lítið.
Daginn sem Kastljósþáttur
RÚV boðaði til umræðu hvort
Björn Bjarnason hefði verið að
hygla náfrænda Davíðs Oddsonar
þegar hann skipaði hæstarréttar-
dómara, var m.a. kallaður í sjón-
varpssal náfrændi Björns til að
verja gerðir hans. Þá hló ég og
hugsaði: Já, þau hafa bara húmor
unga fólkið í Kastljósinu.
En daginn áður, þegar Björn
Bjarnason var í viðtali hjá Ara
Sigvaldasyni á RÚV, brosti ég
hvorki né hló. Þar svaraði hann
spurningu Ara, hvort frændsemi
Ólafs Barkar við Davíð hefði eitt-
hvað ráðið ákvörðun hans, á eftir-
farandi hátt: „Það eru ómálefna-
legar ástæður, það er ómálefna-
legt af þér að spyrja á þessum for-
sendum og það væri ómálefnalegt
af mér að taka ákvörðun um það á
þessum forsendum. Ég tók
ákvörðunina á málefnalegum for-
sendum, þess vegna er hún hafin
yfir gagnrýni.“ Þarna hvorki
brosti ég né hló yfir lýðræðislegri
umræðu á Íslandi. Mig setti
hljóða. Mér var hugsað til þeirrar
fornu menningarþjóðar í Mesa-
pótamíu sem Björn og Davíð eru
að hjálpa Bush við að gera að „lýð-
ræðisríki“. Hvernig ætli hún
myndi bregðast við þessum orð-
um íslensks dómsmálaráðherra
um að ákvarðanir hans séu hafnar
yfir gagnrýni? Vissulega hefur
þjóðin búið lengi við einræðis-
stjórn en ég býst við að hún myndi
kurteislega benda honum á að í
Kóraninum sé hvergi minnst á
Björn Bjarnason þar standi aðeins
„Allah er hinn almáttugi og hinn
alvitri“. ■
Rangfærslur um laxeldi
Andsvar
ARI JÓHANNES-
SON
■
verksmiðjustjóri hjá
laxeldisfyrirtækinu Nils
Williksen, Rörvik í
Noregi, skrifar um lax-
eldi
Umræða
.MARÍA KRIST-
JÁNSDÓTTIR
■ leikstjóri skrifar um
skipan hæstaréttar-
dómara
Hver er hafinn yfir gagnrýni?
HÆSTIRÉTTUR
„Mér var hugsað til þeirrar fornu menningarþjóðar í Mesapótamíu sem Björn og Davíð
eru að hjálpa Bush við að gera að „lýðræðisríki.“