Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 12
12 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
RICHARD GERE
Richard Gere á 54 ára afmæli í dag. Gere
er fæddur og uppalinn í Philadelphiu í
Pennsylvaniu. Auk þess að vera mikið leik-
araefni á sínum yngri árum var hann mjög
músíkalskur. Hann lærði meðal annars á
píanó, gítar og trompet. Í háskóla lærði
hann heimspeki og í því námi fékk hann
mikinn áhuga á Austurlöndum og trúar-
brögðum. Ekki er vitað hvað hann ætlar
að gera í tilefni dagsins.
Ég geri mest lítið þennan dag,hef það bara notalegt með
fjölskyldunni og nokkrum vin-
um,“ segir Örn Arnarson sund-
kappi úr Hafnarfirði sem á af-
mæli í dag og er 22ja ára.
Á föstudag átti móðir hans af-
mæli og fjölskyldan borðaði af-
mæliskvöldverð þeirra beggja á
laugardagskvöldið. „Við fengum
nautakjöt með bökuðum kart-
öflum en það er eitt það besta
sem ég fæ að borða,“ segir Örn
sem æfir af krafti þessa dagana.
„Æfingarnar taka allt upp í
fjórar til sex klukkustundir á
dag en ég stefni að því að verða
í toppformi á Ólympíuleikunum
2004. Ég átti við meiðsli stríða á
árinu þar sem ég tognaði í baki,
en hef náð mér prýðilega og nú
er ekki annað en að taka á öllu
og undirbúa sig vel.“
Örn stundar nám við Fjöl-
brautaskólann við Árúla og stefn-
ir á að verða nuddari. Hann segist
taka fá fög í einu því æfingarnar
gangi fyrir. Hann hefur ekki
áhyggjur af náminu, því þó hægt
gangi vegna sundsins er hann
ákveðinn í að mennta sig. „Mér
liggur ekkert á enda er ég ungur
enn. Nú hugsa ég bara um að æfa
og ná mér vel á strik.“
Örn er Hafnfirðingur, fæddur
þar og uppalinn. Hann segir
hvergi í heiminum betra að búa
og reiknar með að búa þar um
ókomna tíð. „Það var gaman að
vera gutti og alast upp í Firðinum.
Fjaran og hraunið hafa mikið
aðdráttarafl fyrir litla pjakka og
maður gat leikið sér dagana
langa og alltaf erfitt að hlýða
kalli um að koma inn á kvöldin
Ég hef ekki neina löngun til að
búa annarsstaðar,“ segir sund-
kappinn frái, Örn Arnarson sem
stefnir að góðum árangri næsta
sumar og hefur alla möguleika
til þess. ■
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON
Kominn tími til að fara austur. Partur af
pakkanum.
??? Hver?
Strákur úr Hafnarfirði sem meikar
það...kannski.
??? Hvar?
Ég er að fá mér morgunverð með kon-
unni, Jökli og Emmu.
??? Hvaðan?
Ég er ekkert með það á hreinu. Rek
ættir mínar út um allt land eins
og aðrir góðir Íslendingar.
??? Hvað?
Tónleikaferð Brimkló um landið stendur
yfir og Egilsstaðir kalla úr fjarska.
??? Hvernig?
Við mætum hressir og glaðir í hjarta því
við höfum ekki spilað fyrir austan
um árabil.
??? Hvers vegna?
Kominn tími til og partur af pakkanum.
??? Hvenær?
Næsta laugardagsköld í Valaskjálf.
1888 Fyrsta fórnarlamb Jack the Ripper,
Mary Ann Nichol, finnst myrt í
Austurhluta London. Á næstu
tveimur mánuðum á eftir fundust
fjögur önnur fórnarlömb Jack í
London.
1839 Þjóðverjar undirbúa innrás í Pól-
land. Þetta gera þeir þrátt fyrir
hótanir Breta og Frakka.
1903 Fyrsta bílferðin var farin á milli San
Francisco og New York. Hún tók
52 daga.
1988 Fimm daga rafmagnsleysi í mið-
borg Seattle.
1999 69 létust þegar Boeing 737 hrap-
aði í Buenos Aries í Argentínu.
Flugvélin hrapaði stuttu eftir flug-
tak.
■ Þetta gerðist
■ Persónan
■ Afmæli
Fjöldauppsagnir á Norðurljós-um hafa verið mikið í umtalinu
upp á síðkastið. Snorri Sturluson,
íþróttafréttamaður, er einn þeirra
sem hverfur af skjánum en hann
sagði sjálfur starfi sínu lausu.
Hann segist ekki vera að stressa
sig mikið yfir framtíðinni.
„Ég hef í rauninni enga hug-
mynd um hvað tekur við,“ segir
Snorri. „Ég veit ekki einu sinni
hvort ég held mig innan sama
geira. Ég kom náttúrulega úr út-
varpinu á sínum tíma og finnst
það svolítið spennandi tilhugsun
að fara þangað aftur. Maður geng-
ur náttúrulega ekkert inn í þau
störf átakalaust frekar en einhver
önnur.“
Á Rás 2 sinnti Snorri ekki
íþróttunum heldur poppmenning-
unni og segir það spennandi að
takast á við eitthvað svipað aftur.
Hann nýtur þess að fá laun næstu
þrjá mánuðina þó svo að hann
hætti formlega um þessi mánað-
armót.
„Þetta hafði verið að gerjast í
kollinum á mér síðustu misseri og
svo fór að kræla á ákveðnum
breytingum í júlí. Þær höfðu í för
með sér breytingar sem mér
fannst ekki spennandi, þetta var
því ágætur tímapunktur fyrir
breytingar.“
Snorri hafði fundið fyrir mik-
illi ókyrrð upp á Lynghálsi frá því
í júlí eftir að uppsagnirnar byrj-
uðu. Hann viðurkennir að það sé
örlítið sárt að hætta. „Þetta er
vinna sem maður leggur líf og sál
í. Auðvitað sér maður eftir mörgu
en á móti kemur að þetta er mjög
óhagstæður vinnutími. Mikið um
kvöld og helgar.“
Hann tekur þó alveg fyrir það
að íþróttaáhuginn eigi eftir að
minnka þó hann hverfi úr starfi
íþróttafréttamannsins. „Nú verð-
ur allt öðru vísi að fara á völlinn
þegar maður er ekki í vinnunni.
Nú fer maður bara til gamans. Ég
fer örugglega að fylgjast með
þessu með öðrum hætti, en örugg-
lega ekkert minna,“ segir hann
kátur að lokum.
biggi@frettabladid.is
SNORRI STURLUSON
Hverfur af skjánum og veit ekki hvaða ör-
lög bíða sín. Ætlar ekki að stressa sig á því
strax.
Tímamót
SNORRI STURLUSON
■ sagði upp störfum hjá Norðurljósum
eftir 7 ára starf vegna ósættis við fyrir-
hugaðar skipulagsbreytinga. Veit ekki
hvað tekur við, en horfir löngunaraugum
til útvarpsins.
Afmæli
ÖRN ARNARSON
■ á von á nokkrum vinum og fjölskyld-
unni í afmæliskaffi í dag. Hann hefur nóg
að gera við æfingar og æfir allt að sex
klukkustundir á dag.
„Leikurinn verður aftur
skemmtun, ekki vinna“
Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur,
50 ára.
Óskar Jósefsson endurskoðandi, 46
ára.
Örn Arnarson sundmaður, 22 ára.
■ Andlát
■ Tilkynningar
Fréttablaðið býður lesendum að
senda inn tilkynningar um dánar-
fregnir, jarðarfarir, afmæli eða
aðra stórviðburði. Tekið er á móti
tilkynningum á tölvupóstfangið:
tilkynningar@frettabladid.is.
Athugið að upplýsingar þurfa að
vera ítarlegar og helst tæmandi. ■
Páll Óskar Hjálmtýsson varstaddur á hótelherbergi í
Berlín 31. ágúst 1997. „Þetta var
stuttu eftir Eurovison og ég var
að troða upp á klúbbum víðs
vegar í Evrópu,“ segir Páll. „Ég
var að fara að sofa en CNN var
í gangi. Fréttamaðurinn segir
þá að Díana prinsessa hafi lent í
alvarlegu umferðarslysi og það
var auðvitað mikið sjokk. Ég
ákvað því að fylgja þessu eftir
fram eftir nóttu og ég gleymi
ekki mómentinu klukkan 4. Þá
var símaviðtal við franskan
lækni sem talaði bjagaða ensku
með feitum frönskum hreim.
Hann sagði „Diana is dead, she
died on the operaitingtable.“
Páll segist ekki hafa getað
sofnað það sem eftir var nætur-
innar. „Þetta slys vakti upp hjá
mér miklar vangaveltur um
hvort frægðin væri þess virði
og í því sambandi þurfti ég auð-
vitað að líta í eigin barm.“■
Hvar varstu 31. ágúst 1997?
!"
#$
% &%
'
( )*
+,
-.
-
/// 0
1.
Vil bara búa í
Hafnarfirði
DÍANA PRINSESSA LÉT LÍFIÐ
Á ÞESSUM DEGI Í BÍLSLYSI Í
PARÍS FYRIR SEX ÁRUM.
Slysið átti sér stað í undirgöngum í miðri
borginni. Díana var flutt með hraði á sjúkra-
hús og reyndu læknar
í tvær klukkustundir
að bjarga lífi hennar
en án árangurs. Dodi
Al Fayed, kærasti
Díönu, fórst einnig í
slysinu ásamt bílstjór-
anum, Henri Paul. Lífvörður Díönu, Trevor
Rees-Jones, var sá eini sem komst lífs af. Svo
virtist sem bíll prinsessunnar hafi verið á flótta
undan aðgangshörðum blaðaljósmyndurum á
mótorhjólum þegar hann rakst utan í vegkant
og klessti á með þessum skelfilegu afleiðing-
um. Rannsókn á slysinu leiddi síðar í ljós að
Henri Paul hefði bæði neytt lyfja og áfengis í
miklu magni skömmu áður en hann settist
undir stýrið á bílnum. Ljósmyndararnir sem
eltu bíl Díönu voru aldrei kærðir fyrir athæfið.
PÁLL ÓSKAR
Hann man vel eftir því
þegar hann heyrði á bjag-
aðri ensku að Díana prins-
essa væri látin.
Guðrún Ágústa Samsonardóttir frá
Patreksfirði, andaðist á Hrafnistu fimmu-
daginn 28. ágúst.
Birgitta Guðmundsdóttir, Kleppsvegi
30, lést föstudaginn 29. ágúst.
Helga Eyjólfsdóttir frá Hornafirði, Silfur-
braut 8, lést mánudaginn 25. ágúst.
Kristbjörg Einarsdóttir, áður til heimilis
á Bárugötu 35, lést föstudaginn 22.
ágúst.
ÖRN ARNARSON
SUNDKAPPI
Hann er tuttugu og
tveggja ára í dag og á
lífið framundan.
31. ágúst