Fréttablaðið - 31.08.2003, Side 18

Fréttablaðið - 31.08.2003, Side 18
18 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR ■ Kvikmyndastjarna ■ Framtíðarhornið ■ Maðurinn er Dorothy Dandridge fæddistárið 1922. Móðir hennar var leikkona sem yfirgaf eiginmann sinn og ól ein upp tvær dætur þeirra. Dorothy sá föður sinn að- eins einu sinni á fullorðinsárum. Þegar hún var orðin þekkt leik- og söngkona kom hann á fund hennar og sagði henni að hann væri stolt- ur af henni. Síðan hélt hann sína leið og þau sáust aldrei eftir það. Dorothy og systir hennar sýndu umtalsverða leik- og söng- hæfileika strax á unga aldri og móðirin fór með þær í söngferða- lag um Bandaríkin sem stóð í þrjú ár. Systurnar komu fram í nokkrum kvikmyndum og komu síðan fram í hinum fræga Cotton Club í New York. Heilaskaðað barn Dorothy var einstaklega falleg, með gulbrúnan húðlit og hafði fal- lega söngrödd. Hún var vel gefin og glaðlynd en um leið ofurvið- kvæm og framkoma hennar ein- kenndist ætíð af virðuleika. Hún giftist tæplega tvítug blökkudans- aranum Harold Nichols en hjóna- bandssaga þeirra var ekki farsæl vegna ótta Dorothy við kynlíf og eiginmaðurinn fór fljótlega að leita huggunar hjá öðrum konum. Dorothy varð barnshafandi og notaði ástand sitt sem afsökun fyrir því að sofa ekki hjá eigin- manni sínum. Þegar eiginmaður- inn var að skemmta í Evrópu, komst Dorothy að því sér til skelfingar að eins árs dóttir þeir- ra væri alvarlega heilasköðuð. Eiginmaðurinn treysti sér ekki til að takast á við vandann og sendi skilaboð til konu sinnar þess efnis að hann ætlaði sér ekki að snúa heim frá Evrópu. Eftir skilnað þeirra sendi Dorothy dóttur sína í fóstur en kom henni síðar fyrir á hæli og þjáðist alla ævi af sektar- kennd vegna þeirrar ákvörðunar. Eiginmaðurinn var síðasti svarti karlmaðurinn sem Dorothy átti í ástarsambandi við. Erfitt hjónaband varð til þess að hún fékk andúð á svörtum karlmönn- um og þegar hún lék á móti blökkumanninum Brock Peters í Carmen Jones bað hún leikstjóra myndarinnar um að reka hann. „Ég þoli hann ekki, hann er svo svartur,“ sagði hún. Ris og fall Dorothy varð stjarna eftir leik sinn í Carmen Jones. Tímaritið Life setti hana á forsíðu sína og það var í fyrsta sinn sem blökku- kona rataði þar á forsíðu. Á sama tíma var hún kosin ein af fimm fegurstu konum heims af ljós- myndurum í Hollywood. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Carmen Jones en Grace Kelly hreppti verðlaunin. Dorothy sagði vinum sínum að dag einn myndi hún hampa styttunni. Og á þeim tíma virtist það raunhæfur möguleiki. Næsta mynd hennar var Island in the Sun sem fjallaði um ástir blökkukonu og hvíts manns. Síðan komu tvær lélegar myndir og svo Porgy and Bess. Myndin fékk dóma í meðallagi en Dorothy vann Golden Globe verðlaunin fyrir leik sinn. Skömmu eftir frumsýningu myndarinnar giftist Dorothy Jack Dennison, yfirmanni á hóteli í Las Vegas. Hann gerð- ist umboðsmaður hennar og fjármálastjóri. Það fór ekki gott orð af honum og kvik- myndatilboð hættu fljótlega að berast. Dennison krafðist þess að Dorothy skemmti í næt- urklúbbi hans en vinir hennar lögðust gegn því að hún léti sjá sig á svo litlum skemmtistað. Denni- son einangraði Dorothy frá vinum hennar og lagði á hana hendur. Eftir þriggja ára hjónaband sótti Dorothy um skilnað. Hún sagði mann sinn hafa ofsafengið skap og bætti við: „Allt breyttist daginn sem við giftumst.“ Södd lífdaga Dorothy hafði á unga aldri haft andúð á áfengisdrykkju en nú var hún byrjuð að drekka ótæpilega í laumi og lifði á ró- andi töflum. Hún hafði brotist frá fátækt til frægðar og hafði auðgast vel en fjár- m u n i r n i r v o r u gengnir til þurrðar og að hluta til var slæmum fjárfest- ingum fyrrverandi eiginmanns hennar um að kenna. Hún neydd- ist til að lýsa yfir gjaldþroti. Dag einn mætti Earl Mills, um- boðsmaður Dorothy, að heimili hennar, en þau höfðu mælt sér mót. Dorothy svaraði ekki kalli hans og að lokum braust hann inn. Hann fann hana þar sem h ú n lá á baðherbergisgólfinu, nakin en með slæðu um höfuð sér. Hún var látin. Dorothy var 42 ára þegar hún lést. Eftir krufningu kom í ljós að hún hafði látist vegna of stórs skammts af róandi lyfjum. Hvort hún hafði tekið lyfin vegna kvíða, eða í þeim tilgangi að binda enda á líf sitt, veit enginn. Á hvorn veg- inn sem var er ljóst að hún lést södd lífdaga. kolla@frettabladid.is DOROTHY DANDRIDGE Hún var fyrsta blökkukonan sem varð kyntákn í Hollywood og jafnframt fyrsta blökkukonan sem tilnefnd var til Ósk- arsverðlauna fyrir bestan leik í aðal- hlutverki. Þegar Halle Berry varð fyrst blökkukvenna til að hreppa Óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlutverki, nefndi hún Dorothy Dandridge sem fyrirmynd sína. Fyrsta svarta kyntáknið Nýtt heimilisfang: Tryggvagata 8, sími: 552-3870. Fax: 562-3820. hefjast 15. september. Innritun í síma 552 3870 1.-13. september. • Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna • Einkatímar - Taltímar • Námskeið fyrir börn • Viðskiptafranska • Lagafranska • Kennum í fyrirtækjum. Netfang: af@ismennt.is. Veffang: http://af.ismennt.is. Dorothy var 42 ára þegar hún lést. Eftir krufn- ingu kom í ljós að hún hafði látist vegna of stórs skammts af róandi lyfjum. Hvort hún hafði tekið lyfin vegna kvíða eða í þeim til- gangi að binda enda á líf sitt veit enginn. ,, Helgi Hjörvar Maðurinn sem um var spurt ásíðunni hér á undan er Helgi Hjörvar sem nú er að hefja sitt fyrsta kjörtímabil sem þingmaður Samfylkingarinnar. Við jómfrúr- ræðu Helga fór hann fram úr sér, að mati Halldórs Blöndal forseta Alþingis, sem veitti honum ákúr- ur. Mun það í fyrsta skipti sem þingmaður hlýtur slíkt tiltal við flutning jómfrúrræðu sinnar. ■ MEÐ HARRY BELAFONTE Myndin Carmen Jones, þar sem Dorothy lék á móti Harry Belafonte, gerði Dorothy að alþjóðlegri stjörnu. Evrópusambandið veitir á hverjuári gríðarlegu fjármagni til rannsókna á nýrri tækni sem ætlað er að leysa tölvuna, eins og við þekkjum hana, af hólmi. Þeir sem horfa lengst til framtíðar gera ráð fyrir að þróun á þessu sviði muni á komandi árum gerbreyta lifnaðar- háttum fólks og sjá fyrir sér að við getum horft á sjónvarp, tengst Net- inu og haldið fjarfundi á svokölluð- um „vitrænum“ veggjum, skrifað minnispunkta á borðstofuborðið og rætt við viðskiptavin í öðrum heimshluta gegnum skyrtukrag- ann. „Tölvan, eins og við þekkjum hana, er ekki inni í þessari framtíð- armynd. Hún verður einfaldlega óþörf - og hverfur. Afkomendurnir geta kíkt á hana í Árbæjarsafni“, segir Gunnar Salvarsson í grein um fyrirbærið á heimasíðu AcoTækni- vals, www.atv.is. George Metakides, prófessor við háskólann í Patras, er einn af umsjónarmönnum verkefnisins „Disappearing Computer“ innan ESB. Hann telur að flestir hlutir sem við notum í daglega lífinu muni tengjast ósýnilegu og allt um- lykjandi neti sem leysa muni tölv- una af hólmi. Hann nefnir sem dæmi tannbursta „sem getur upp- lýst eigandann um það að hola sé að myndast í næstaftasta jaxli og tími hafi þegar verið pantaður hjá tann- lækni.“ Hann segir að þegar ósýni- lega netið verði tekið við muni það leysa af hólmi tölvurnar, farsímana og allan þann tæknibúnaður sem fólk hefur „verið að burðast með á síðustu árum og áratugum.“ ■ GEORGE METAKIDES „Í framtíðinni verður tæknin hluti af hvers- dagslegu umhverfi okkar. Ósýnilega tækni- lega netið veit hvar ég hvar, hvað mig van- hagar um og hvað ég á að gera“, segir Metakites. Ósýnilegt net tekur við

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.