Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2003, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 31.08.2003, Qupperneq 31
31SUNNUDAGUR 31. ágúst 2003 L a n d li s t Opið á Smáratorgi Lokað vegna vörutalningar í öðrum Bónusverslunum í dag -í dag, sunnudag til12.00 18.00 ekkert brudl- Kynntu þér verðið á www.raf.is Það var jafnframt Stevenson sem sagði í kosningabaráttu sinni: „Ef repúblíkanar eru reiðubúnir til að hætta að segja ósannindi um demókrata erum við reiðubúin að hætta að segja sannleikann um repúblíkana.“ Ærlegt handtak Í bók Doles rifjar Edward Kennedy öldungadeildarþingmað- ur upp sögu frá sokkabandsárum sínum í pólitík. „Ég var mjög ungur þegar ég bauð mig fram,“ segir Kennedy, „og andstæðingar mínir lögðu mikla áherslu á að ég hefði aldrei á ævinni gert ærlegt handtak. Dag nokkurn var ég á atkvæða- veiðum í verksmiðju og var að heilsa upp á mannskapinn þegar til mín kom maður og tók í hönd- ina á mér og sagði: „Hr. Kennedy, mér skilst að þú hafir aldrei unnið ærlegt handtak á ævinni. Mig langar bara til að segja þér að þú hefur ekki farið á mis við neitt sem máli skiptir.“ Kímnigáfa Trumans Harry Truman forseti gat verið gamansamur, og til dæmis um kímnigáfu hans segir Dole þá sögu að Truman hafi haft mikla ótrú á John F. Kennedy sem for- setaframbjóðanda - ekki vegna þess að hann var kaþólskur heldur vegna þess að Truman vantreysti föður hans. Þess vegna sagði Truman um Kennedy: „Það er ekki páfinn sem ég hef vantrú á heldur pabbinn.“ Truman gaf bandarískum það heilræði að ef þeir þyrftu á vini að halda í Washington skyldu þeir fá sér hund. Eftir að hann hafði látið af embætti sagði Truman að þrennt gæti eyðilagt starfsframa manna, peningar, völd og kvenfólk. „Ég hef aldrei átt peninga. Mig hefur aldrei langað í völd, og eina konan í lífi mínu bíður eftir mér heima.“ Skrítlur Ronalds Reagan Bob Dole hefur mikið dálæti á Ronald Reagan og segir margar sögur af honum í bók sinni. Fræg er sagan af því þegar bandarísk her- flugvél skaut niður tvær lýbískar þotur og mikil ringulreið ríkti í Hvíta húsinu vegna þess að aðstoð- armenn Reagans vildu ekki vekja forsetann um miðja nótt. Daginn eftir sagði Reagan: „Ég hef gefið út fyrirmæli um að láta vekja mig hvað sem gerist, hvenær sem það gerist, jafnvel þótt ég sé á miðjum ríkisstjórnarfundi.“ Árið 1967 sagði Reagan: „Eina leiðin til að gera glæpastarfsemi óarðbæra er að ríkið taki hana að sér.“ Hann sagði líka: „Ríkið leysir ekki vandamál, það veitir þeim styrki.“ Ronald Reagan hafði gaman af að segja skrýtlur. Ein eftirlætis- skrýtla hans var um hagfræði. Þar segir frá því þegar þrír menn, læknir, verkfræðingur og hag- fræðingur, hitta Lykla-Pétur við Gullna hliðið og vilja komast inn. „Því miður,“ segir Pétur. „Við höf- um bara pláss fyrir einn ykkar. Hver ykkar kemur úr elstu at- vinnugreininni?“ Læknirinn segir: „Ég! Guð tók rif Adams og bjó Evu til. Það flokk- ast undir læknisaðgerð.“ „Nei,“ sagði verkfræðingurinn. „Guð skapaði veröldina úr óskapn- aði - og til þess þurfti verkfræði- kunnáttu!“ „Bíðið þið hægir, drengir,“ sagði hagfræðingurinn. „Hver haldið þið að hafi búið til óskapn- aðinn?“ Kaþólikkinn John F. Kennedy Landbúnaðarmál hafa löngum verið höfuðverkur stjórnmála- manna. John F. Kennedy sagði um landbúnaðinn fyrir nokkrum ára- tugum: „Bóndinn er eini maðurinn í hagkerfi okkar sem kaupir allt í smásölu, selur alla framleiðslu sína í heildsölu, og borgar flutnings- gjaldið báðar leiðir.“ Kennedy, sem síðar varð fyrsti kaþólikkinn til að verða forseti Bandaríkjanna, þurfti sífellt að svara spurningum á borð við þá hvort hann héldi að páfinn væri óskeikull. Í kosningabaráttu sinni 1960 gaf Kennedy út eftirfarandi yfirlýsingu: „Þar sem fréttamenn eru sífellt að spyrja mig um óskeik- ulleika páfans snéri ég mér til Spellmanns kardínála og spurði hann hverju ég ætti að svara til um þennan óskeikulleika. Spellman kardínáli svaraði mér og sagði: „Nú er úr vöndu að ráða, hr. Kennedy, það eina sem ég get sagt yður er að hann kallar mig alltaf Spillman.“ Kennedy sagði líka: „Maður á að fyrirgefa óvinum sínum - en leggja nöfnin á minnið.“ McCarthy gamansamur Það er vel við hæfi að Eugene McCarthy, sem ekki náði kjöri í forsetakosningum, eigi síðasta orðið í þessari umfjöllum um gamansemi í bandarískum stjórnmálum: „Að vera í stjórn- málum er svipað eins og að vera þjálfari í knattspyrnu. Þú verð- ur að vera nógu greindur til að skilja út á hvað leikurinn geng- ur ... og nógu vitlaus til að halda að hann skipti einhverju máli.“ thrainn@frettabladid.is Alheimsspaug um pólitík Þótt samkomulagið í veröldinni sé ekki alltaf upp á hið besta er undarlegt hversu líkar athugasemdir manna um stjórnmál eru þótt þau komi frá mismunandi löndum Það eru tvenns konar vanda-mál í lífi mínu. Þau pólitísku eru óleysanleg og þau efnahags- legu eru óskiljanleg,“ sagði Sir Alec Douglas-Home, forsætis- ráðherra Bretlands í eina tíð. Breski rithöfundurinn Evelyn Waugh sagði eftirfarandi um stjórnmál: „Stjórnmálamenn eru ekki fólk sem sækist eftir völdum til að framkvæma stefnumál sem þeir telja nauð- synleg. Stjórnmálamenn leita að stefnumálum til þess að komast til valda.“ Kollega hans, C. Northcote Parkinson, eru eignuð álíka kaldhæðnisleg ummæli um bresk stjórnmál: „Sá sem ekki fær tækifæri til að taka mikil- vægar ákvarðanir hefur til- hneigingu til að fara að líta á þær ákvarðanir sem hann tekur sem mikilvægar.“ Íronískt viðhorf til stjórnmála Stjórnmálamenn gantast oft með gagnsleysi þess að tala mik- ið. Þannig er haft eftir De Retz kardínála í Frakklandi: „Það er miklu hættulegra fyrir stjórn- málamann að segja einhverja vitleysu heldur en að gera ein- hverja vitleysu.“ Rómantísk við- horf Frakka, en þó íronískt, til stjórnmála kemur fram í þess- um orðum Charles de Gaulle: „Milliríkjasamningar, sjáðu til, eru eins og ungar stúlkur og rós- ir, þeir endast meðan þeir end- ast.“ Frá Frakklandi er rétt að láta Napóleon Bonaparte hafa loka- orðin: „Í stjórnmálum stendur heimska mönnum ekki fyrir þrifum,“ sagði hann. Vantrú á stjórnmálamönnum „Reynslan hefur kennt okkur að menn læra aldrei neitt af reynslunni,“ sagði írskur rithöf- undurinn George Bernard Shaw. Álíka vonleysislega hugsun er í finna í ummælum Konrads Adenauer, fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands: „Sagan er niðurstaða hluta sem hægt hefði verið að komast hjá,“ sagði hann. Vantrú á stjórnmál sem slík er áberandi í ummælum manna. „Venjulega skipar ríkisstjórnin vini sína í embætti,“ sagði Sir Hector Langevin, kanadískur ráðherra. „Ef ríkisstjórn væri falið að stjórna Sahara-eyði- mörkinni,“ sagði hagfræðingur- inn Milton Friedman, „þá væri farið að vanta sand innan fimm ára.“ „Stjórnmálamenn eru alls staðar eins,“ sagði Nikita Krutsjov. „Þeir lofa því að bygg- ja brú, jafnvel þar sem engin er áin.“ Hvað segja grínistarnir? „Stjórnmál eru sú list að leita að vandræðum, finna þau alls staðar, greina þau vitlaust og beita síðan röngum lausnum,“ sagði bandaríski gamanleikar- inn Graucho Marx. Ekki er loku fyrir það skotið að þeir sem at- vinnu hafa af því að vera fyndn- ir skjóti stjórnmálamönnunum ref fyrir rass í spaugi. „Það er enginn vandi að vera grínisti þegar heil ríkisstjórn vinnur við að sjá manni fyrir efni,“ sagði W. Rogers, bandarískur leikari og grínisti. Og Jay Leno hitti naglann á höfuðið í eina tíð að margra mati þegar hann lét þessi orð falla: „Stjórnmál eru afþreyingariðnaður ófríða fólks- ins.“ ■ JAY LENO „Stjórnmál eru afþreyingariðnaður ófríða fólksins.“ Að vera í stjórnmálum er svip- að eins og að vera þjálfari í knattspyrnu. Þú verður að vera nógu greindur til að skilja út á hvað leikurinn gengur... og nógu vitlaus til að halda að hann skipti ein- hverju máli.“ - Eugene McCarthy ,, ÖLDUNGADEILD BANDARÍSKA ÞINGSINS Þingmennirnir virðast spaugsamari en margir kynnu að halda, eins og kemur fram í bókum Bob Doles um kerskni bandarískra stjórnmálamanna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.