Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 41

Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 41
41SUNNUDAGUR 31. ágúst 2003 Ég var á þriðja ári þegar égkom til Íslands,“ segir María Runólfsdóttir, eða Maja eins og hún er yfirleitt kölluð, en hún kom hingað til lands fyrir rúmu 21 ári frá Grænhöfðaeyjum af Runólfi Guðmundssyni skipstjóra og Eddu Kristjánsdóttur húsmóður. Maja ólst því upp á Grundar- firði en ekki í Grænhöfðaeyjum og nú hefur æskuvinkona hennar, Dögg Mósesdóttir kvikmynda- kona, gert heimildamynd um líf Maríu og ferð hennar til Græn- höfðaeyja. Þar hitti hún blóðfjöl- skyldu sína: „Þau búa þarna í fátækra- hverfi South Vincent og mamma og amma eru heima að sjá um börnin en pabbi vinnur í verk- smiðju,“ segir Maja en fátæktin þarna er mjög sýnileg en fjöl- skyldan segist hafa það fínt því þau eigi í sig og á. „Þetta er samt þriðji heimurinn og því ekkert víst um hvort það sé vinna á morgun og hinn.“ Að gefa barn frá sér til ætt- leiðingar er auðvitað ekkert til að spauga með og því voru miklar tilfinningar faldar í endurfundun- um. Móðir Maju ætlaði sér aldrei að gefa frumburðinn til ættleið- ingar en gat ekki annað. Síðan hef- ur hún eignast sex börn og öll hafa þau búið hjá foreldrum sínum. „Móðir mín hefur alltaf verið að spyrja um mig og það var mjög gaman að hafa loksins látið verða að því að kíkja út,“ segir Maja og hún ætlar aftur í heimsókn þegar hún hefur efni á því en María vinn- ur við ummönnun á elliheimilinu í Grundarfirði. Bróðir Maju, Vignir Már Run- ólfsson, er líka ættleiddur en frá Suður Kóreu. Hann langar að fara út og sjá landið en fannst í skó- kassa og fær því ekki til að hitta blóðfjölskyldu sína. „Auðvitað er það furðulegt að koma utan úr heimi hingað en það hefur verið mjög gott að alast upp hérna á Grundarfirði þar sem allir þekkja alla,“ segir Maja en hún er búin að sjá eitthvað úr heimildar- mynd Daggar og finnst skrýtið að vera svona í aðalhlutverki en samt skemmtileg mynd og einmitt það sem vantar í flóruna hér heima því þetta er reynsluheimur sem ótrú- lega margir kannast við. ■ ÆSKUVINKONUR Gerði heimildamynd um vinkonu sína. Hér eru þær, Maja og Dögg. Heimildamynd DÖGG MÓSESDÓTTIR ■ hefur nú nýverið lokið við gerð heim- ildarmyndar um Maríu Runólfsdóttur en hún var ættleidd frá Grænhöfðaeyjum þegar hún var rétt að verða þriggja ára. Myndin tekur á lífi ættleiddar stúlku og sýnir endurfundi hennar með fjölskyld- unni á Grænhöfðaeyjum. MAJA OG MAMMA HENNAR OG AMMA Í heimildarmyndinni fer María Runólfsdótt- ir og hittir mömmu sína og ömmu. Heimildamynd um Maju frá Grænhöfðaeyjum Næsta vika er beisiklí brjáluðhjá mér,“ segir Andrea Ró- berts. „Ég er að byrja aftur í Há- skólanum í kynjafræði og félags- fræði. Mér finnst allt geðveikt girnó í kennsluskrá Háskólans og ég væri alveg til í að fara í landa- fræði og atvinnulífsfræði og margt fleira en hef ákveðið að ein- beita mér að félagsfræði- og kynjafræði sem eru fög sem ég er sjúk í. Þau eru líka frábær grunn- ur og hagnýtt nám fyrir svo margt. Nú svo mætti halda að ég ætti bara vini sem eiga afmæli á haustin því það er allt morandi í þvílíkri gleði og veislum. Ég verð í 100 prósent námi og svo er ég í 100 prósent vinnu hjá Norðurljósum sem kynningar- stjóri útvarpssviðs. Ég kann alveg að reikna og 100 plús 100 eru 200 en ég er týpa sem kann vel við að hafa mikið að gera. Mér finnst líka bara svo frábært að vinna hjá Norðurljósum. Nú, svo er ég í stjórn V-dags- samtakanna og í Femistafélagi Ís- lands sem er að rokka. Það sem ég er að skipuleggja í Femínistafé- laginu núna er nokkuð sem heitir Hittið. Það er svaðaleg samkoma femínista sem verða á annarri hæð á Sólon fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði milli átta og tíu. Í skottinu á bílnum mínum er ég einmitt með þvílíkt flott ræðupúlt, skærbleikt, sem á að vera á Sólon á þessum kvöldum og öllum femínistum velkomið að tjá sig. Femínistar eru jafnólíkir og þeir eru margir en markmiðið er að femínistar sameinist á þessum kvöldum og bjóði til dæmis nýliða Femínistafélags Íslands vel- komna og vera í góðum félags- skap í góðum fíling með kjaft í bland. Á fyrsta fundinum mun Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins, segja frá því sem er framundan hjá félaginu og Kristín Ástgeirs- dóttir og fleiri munu síðan fræða okkur um ráðstefnu sem fór fram í Lundi fyrr í mánuðinum. Kynnir kvöldsins er Erla Hulda Halldórs- dóttir sagnfræðingur sem ætlar að splæsa atriðum kvöldsins sam- an og stjórna umræðum. Sjáumst á þriðjudaginn“ ■ ANDREA RÓBERTSDÓTTIR Hún snýr aftur í Háskólann til að halda áfram námi í kynjafræðum, er auk þess í fullri vinnu og starfar svo fyrir Femínistafélagið. Vikan framundan ANDREA RÓBERTSDÓTTIR ■ snýr aftur í Háskólann í komandi viku og er mjög spennt fyrir kennsluskrá Há- skólans í vetur. Væri jafnvel til í að taka landafræði. Á femíniskum slóðum Stormviðri í september Kvikmynd Sólveigar Anspach,Stormy Weather, sem frum- sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes í apríl verður frumsýnd hér á landi þann 18. september. Myndin hlaut góðar viðtökur á Cannes. Í myndinni leikur skáldkonan Didda mállausa konu sem endar í höndunum á frönskum geðlækni. Síðar kemur í ljós að hún er ís- lensk og er farið með hana hingað til lands. Didda hefur fengið mik- ið lof fyrir þetta fyrsta kvik- myndahlutverk sitt. Myndin var upp að hluta til í Vestmannaeyjum síðastliðið haust og íslenskur meðframleiðandi myndarinnar er Sögn ehf. Með helstu hlutverk fara Elodie Bouchez, Sigurlaug Jónsdóttir (Didda), Ingvar E. Sigurðsson og Baltasar Kormákur. ■ STORMY WEATHER Didda þurfti m.a. að eyða nóttu á geð- sjúkrahúsi í Frakklandi á meðan á tökum myndarinnar stóð. Kvikmyndir STORMY WEATHER ■ er á leið í íslensk kvikmyndahús. Ætti að smella í bíó hérna 18. september ef óveðrið leyfir. Fyrirgefðu Óli Palli en ég baraget ekki horft framhjá þessu lengur. Það er alveg kominn tími til þess að einhver kaupi nýja beltisól fyrir goðið þitt, Neil Young, því greyið kallinn er með allt niðrum sig. Gaf út sæmilega plötu í hitt í fyrra, „Are You Passionate?“, þar sem hann var þó bara skuggi af sjálfum sér. Nú gefur hann út plötu þar sem hvergi er nægilegt ljós til þess að skuggi nái að myndast. Hér er bara eitt gott lag, „Bandits“, restin eru uppfylling- arlög. Ég er eins og þú Óli minn, tel „Harvest“ til meistaraverka og gæti týnt mér með „Helpless“ eða „Heart of Gold“ á repeat í margar klukkustundir. En þessi plata get- ur ekki einu sinni talist sæmileg fyrir allra hörðustu aðdáendurna. Þetta er mér því mikið áhyggju- efni. Young hljómar meira að segja bitur í textum sínum, skýtur m.a. á gagnrýnendur sem aldrei skilja neitt. Ég óttast þó að þeir séu að- eins að segja það sem allir hinir eru að hugsa. Synd og skömm, en svona er það bara. Eini jákvæði punkturinn er umslagið sem er stórglæsilegt í alla staði. Platan? Líklegast sú leiðinlegasta sem ég hef heyrt á árinu. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist NEIL YOUNG: Greendale Neil gamli

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.