Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 45

Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 45
SUNNUDAGUR 24. ágúst 2003 Nú hefur loksins fengist stað-festing á því að tökur á fjórðu mynd- inni um Indana Jones hefjist næsta sumar. Harri- son Ford hef- ur einnig staðfest að hann muni mæta aftur í hlutverk fornleifafræðingsins. Sean Connery verður einnig með. Steven Spielberg er þó hættur við að leikstýra myndinni en ætl- ar að framleiða hana. George Lucas fær svo það hlutverk að semja söguna en handritið verður skrifað af Frank Darabont. Enn ein sönnunin fyrir því aðhjónabönd í Hollywood endast ekki varð ljós á föstudag þegar hjónin Ethan Hawke og Uma Thur- man greindu frá því að þau væru að skilja. Ástæð- an er sú að Hawke átti í ástarsam- bandi við kanadíska fyrirsætu á meðan hann var við tökur á mynd þar í landi. Uma komst að þessu í gegnum slúðurblöðin þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hans til að halda sambandi þeirra leyndu. Þau voru gift í fimm ár og eiga tvö börn saman. Eins og við mátti búast er mik-ið gert úr því að grafa upp á yfirborðið vafasöm atriði úr for- tíð Arnold Schwarzenegger. Nú birtist skyndilega viðtal sem hann gaf þýska ljós- bláablaðinu Oui árið 1977 aftur á síðum blaðsins. Þar sagðist Arnold oft hafa tekið þátt í hópsexi með fé- lögum sínum úr vaxtaræktinni og að hann gerði mikið af því að sofa hjá kvenkyns aðdáendum sínum. Arnold viðurkennir allt og segir einfaldlega að þetta sér for- tíð hans og hann hafi aldrei lifað lífi sínu með það í huga að verða stjórnmálamaður. Kántrígoðið Johnny Cash varlagður inn á spítala á fimmtu- dagskvöld- ið. Hann ætlaði sér að koma fram á mynd- bandaverð- launahátíð MTV en varð að hætta við vegna magakveisu. Talsmenn hans segja að hann sé á batavegi. Cash, sem er orðinn 71 árs gam- all, missti nýlega eiginkonu sína. Skrýtnafréttin 45 SÆNSKAR BULLUR Það er kannski ekki von að Fylkir hafi gert jafntefli við Svíana á Laugardalsvelli á dögun- um. Og þeir eru dottnir út úr keppninni því Svíar unnu heimaleik sinn. Sænsku bullurnar komust því áfram. Enda frekar vígalegir og langt í að Íslendingar komi sér upp jafnrosa- legum stuðningsmönnum og eru úti í heimi. Sumir höfðu orð á því í stúkunni að þessir menn hlytu að vera einhverskonar nýnasistar en það fékkst ekki staðfest. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM Átta ára gömul stúlka varð áfimmtudag yngsta mann- eskjan til þess að klífa þrjá hæstu tinda Bretlands á innan við sólarhring. Rebecca Shedden, sem kemur frá bænum Hoyland Common, kleif Snowdon, Scafell Pike og Ben Nevis á 23 klukkustundum og fimmtán mínútum. Samanlögð hæð þessa tinda er um 3,3 kílómetrar. Auk þess gekk hún 38,6 kílómetra á leið sinni að tindunum. Faðir stúlkunnar var ferðafélagi hennar en móðir hennar ferjaði þau á milli staða í fjölskyldubíl sínum. Til þess að fagna áfanga sín- um hljóp stúlkan tæpan kílómet- er. „Mér finnst skemmtilegast að ganga í myrkrinu,“ sagði stúlkan í samtali við The Sun. „Ég var ekkert hrædd en var orðin mjög þreytt á Scafell Pike.“ Breska fjallgönguráðið stað- festi að Rebecca væri yngsta manneskjan til þess að hafa klif- ið tindana þrjá á sama sólar- hringnum. Hún hafði farið upp á þá alla áður. Hún var sex ára þeg- ar hún fyrst upp á Scafell Pike. Næsta stopp feðginana verður víst að klífa Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. ■ SCAFELL PIKE Það er nú ekki margir sem nenna að drasla sér upp á einn svona, hvað þá þrjá ... á sama degi. Átta ára fjallgöngu- garpur slær met Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.