Fréttablaðið - 15.09.2003, Síða 8
8 15. september 2003 MÁNUDAGUR
Formannsframboð
„Ég ætla ekki
að útiloka neitt.
En það er ekki
sama fyrir-
komulag í Sjálf-
stæðisflokknum
og í Samfylk-
ingunni, að
menn leggi
pantanir inn
nokkur ár fram í tímann.
Ákvarðanir verða teknar þegar
þær eru tímabærar.“
Björn Bjarnason í Fréttablaðinu 14. september.
Ísland er lítil eyja í norðri
Við munu að sjálfsögðu keppa
að því að halda eða auka við
markaðshlutdeildina hér heima.
Ef bankinn ætlar hins vegar að
stækka verulega verður það að
vera utan Íslands.
Sigurður Einarsson í Fréttablaðinu
14. september.
Orðrétt
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar:
Vill breytingar á
stjórnarskránni
STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson
segir að á næsta ári, aldarafmæli
heimastjórnarinnar á Íslandi, sé
kjörið tækifæri til að endurskoða og
betrumbæta stjórnarskrá Íslands.
„Stjórnarskráin er barn síns tíma
og fyrir utan mikilvægar endurbæt-
ur á mannréttindakafla hennar árið
1994 og breytingar er varða kjör-
dæmaskipan á landinu er margt ann-
að í henni sem færa má til betra og
nútímalegra horfs.“
Þar á Össur við ákvæði um sam-
eign þjóðarinnar á fiskistofnum
landsins. „Ég tel mjög mikilvægt að
slíku ákvæði verði bætt við hana.
Sameignarákvæðið þarf einnig að ná
til fleiri þátta. Það þarf að taka af öll
tvímæli varðandi allar okkar nátt-
úruauðlindir. Ef samstaða næst um
að stofna nefnd til að hrinda breyt-
ingum í framkvæmd þarf einnig að
skoða hvort ekki eigi að taka inn í
stjórnarskrá ákvæði um þjóðarat-
kvæði ef tilskilinn fjöldi atkvæðis-
bærra manna óskar eftir slíku.“ ■
Neyðarástand eftir
fellibyl í Suður-Kóreu
Tugir eru látnir og margra saknað eftir að fellibylurinn Maemi gekk yfir Suður-Kóreu. Vind-
hraði mældist yfir 60 metrar á sekúndu og sólarhringsúrkoma mældist 450 millimetrar en hvort
tveggja er met í landinu. Ár flæddu yfir bakka sína og mörg kjarnorkuver stöðvuðust.
SEÚL, AP Að minnsta kosti 84
fórust og 25 er saknað eftir að
öflugur fellibylurinn Maemi
gekk yfir suðurhluta Suður-
Kóreu. Fellibylurinn er sá öflug-
asti sem gengið hefur yfir land-
ið í heila öld. Vindhraðinn fór í
216 kílómetra á klukkustund, 60
metra á sekúndu. Vindhraði
hefur aldrei mælst meiri í land-
inu.
Risaskip, bæði farþegaskip
og ferjur, veltust eins og kork-
tappar og lagðist stórt farþega-
skip á hliðina í höfninni í Busan.
Að minnsta kosti 11 stórir flutn-
ingakranar létu undan veður-
hamnum í Busanhöfn og voru
líkt og snúnar tyggjóplötur. Þá
fuku 20 feta flutningagámar um
bryggjur eins og hráviði.
Úrhellisrigning fylgdi felli-
bylnum og nam sólarhringsúr-
koman 450 millimetrum. Stór
landsvæði eru umflotin, akrar
bænda eru ónýtir og ár flæddu
yfir bakka sína. Í borgum og
bæjum voru götur á floti. Tæp-
lega 25.000 manns leituðu skjóls
í neyðarskýlum sem sett voru
upp í skólum og víðar.
Raforkuframleiðsla stöðvað-
ist í fimm af 18 kjarnorkuverum
landsins af völdum fellibylsins.
Engin hætta var þó talin á að
geislavirk efni lækju út. Þá löm-
uðust öll fjarskipti í suðurhluta
landsins.
Goh Kun, forsætisráðherra
Suður-Kóreu, hét í gær aðstoð til
þeirra sem urðu fyrir tjóni af
völdum fellibylsins.
Þeir 84 sem fórust drukkn-
uðu, grófust undir aurskriðum,
urðu fyrir braki eða létust af
völdum raflosts.
Fellibylurinn Maemi ber nafn
söngtifu, skordýrs sem gefur
frá sér einstakt hljóð með þar til
gerðu líffæri aftast á búknum.
the@frettabladid.is
Verslunarmenn í Bretlandi:
Ofbeldi
áhyggjuefni
ERLENT Stéttarfélag starfs-
manna í verslun og þjónustu í
Bretlandi (Usdaw) hafa áhyggj-
ur af því hversu oft félagsmenn
þeirra verða fyrir barsmíðum.
Af því hafa þeir helgað 17. sept-
ember verslunarmönnum og
hvetja breskan almenning til að
meta verslunarmenn að verð-
leikum og virða starf þeirra.
Talið er að rúmlega sextán
þúsund starfsmenn í verslun í
Bretlandi hafi orðið fyrir lík-
amsárás árið 2002. Tæplega 49
þúsund var hótað og 70 þúsund
var úthúðað af viðskiptavinum
sínum eða öðrum. Þá hafa
starfsmenn lent á sjúkrahúsum
vegna þessa.
Varaformaður Usdaw, John
Hannett, segir að ofbeldi gegn
félagsmönnum hafi aukist um
75% frá árinu 1999. ■
Skrá›u fyrirtæki› í Fyrirtækjabankann í næsta útibúi
Íslandsbanka, í síma 440 4000 e›a sendu póst á isb@isb.is.
A›gangsst‡ring Erlendar grei›slur Áhættu- og skuldast‡ring Innheimtufljónusta
N‡r Fyrirtækjabanki á Netinu
Kynntu flér fjölmargar n‡jungar sem au›velda
flér a› hafa fjármál fyrirtækisins í hendi flér.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Segir tíma til kominn að færa stjórnarskrá Íslands til nútímalegra horfs.
ÍRANAR SEGJA NEI Stjórnvöld í
Íran ætli ekki að virða þau
tímamörk sem þeim hafa verið
gefin til að sanna að þau búi
ekki yfir leynilegri kjarnorku-
vopnaáætlun. Íran hefur fengið
frest fram að mánaðamótum,
en ef stjórnvöld þar virða þau
ekki er líklegt að öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna grípi í
taumana. ■
■ Asía
SIGLT Á DAEGU
Vatnselgurinn var svo mikill að flaut yfir vélarhlífar fólksbíla.
HÓTELIÐ Á HLIÐINA
Þetta fljótandi hótel fauk á hliðina í höfn-
inni í Busan, suður af Seúl.
FR
ET
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI