Fréttablaðið - 15.09.2003, Side 53

Fréttablaðið - 15.09.2003, Side 53
MÁNUDAGUR 15. september 2003 FÓLK Madonna segir í viðtali við tímaritið Times að það sé henni kappsmál að vernda dóttur sína frá þeirri glyðruímynd sem hún hefur stundum haft í poppheiminum. Við- talið birtist stuttu eftir að Madonna fór í sleik uppi á sviði við þær Britney Spears og Christinu Aguilera á verðlaunahátíð nú á dögunum. Madonna segist leggja mikið á sig til að Lourdes, sem er sjö ára, sjái ekki slíkt efni með móður sinni fyrr en hún er orðin mun eldri. „Ég útskýri þá fyrir henni að þetta sé sýning og að þarna sé ég leikkona í hlutverki.“ Madonna viðurkennir að hún sé búin að róast mikið frá því hún tók út sitt villtasta skeið en hún sér ekki eftir neinu. Viðtalið var tekið í tilefni af útkomu fyrstu barnabók- ar Madonnu en bókin kemur í verslanir í yfir 30 löndum í dag. ■ Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Sikiley Enn eru örfá sæti laus í einstæ›a ævint‡rafer› til Sikileyjar undir fararstjórn Kristins R. Ólafssonar. Missi› ekki af stórkostlegu tækifæri til a› kynnast stórbrotinni náttúrufegur›, ævafornum menningarver›mætum, ítalskri matarger›arlist og sólartöfrum Mi›jar›arhafs. Líflegasta borgin í Bandaríkjunum og gri›asta›ur fleirra sem vilja njóta tilverunnar eftir sínu eigin höf›i. fieir sem kunna a› meta gróskumiki› mannlíf, gó›an amerískan mat og heillandi umhverfi, eiga eftir a› upplifa einstakt ævint‡ri vi› Gullna hli›i›. Borgin sem i›ar af söng og taktföstum dansi og b‡›ur gesti velkomna me› flykkfrey›andi Guinness, ekta írskri kráarstemningu, frábærum veitingahúsum, dunandi skemmtistö›um og litríkum verslunargötum. Höfu›borg og hjarta Evrópusamstarfsins, töfrandi veröld flar sem auganu mæta fortí› og nútími, flröngar götur í gamla bænum, glæsilegar byggingar, gar›ar og torg. Veitingahúsin eiga fáa sína líka og hvergi er hægt a› njóta fless betur a› gæ›a sér á bjór og súkkula›i. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 22 25 9 /0 3 47.820 kr.* 2. okt. - 4. des. 11. - 18. nóvember. 6. - 13. okt. Barcelona 6. - 9. og 13. - 16. nóvember. Búdapest 3ja og 4ra nátta fer›ir dagana 9., 10., 23., og 30. október. Edinborg 2. okt. - 4. desember. Prag 20. - 24. og 27. - 30. nóvember. Róm 30. okt. - 3. nóv. og 6. - 10. nóvember. Vínarborg 27. nóv. - 1. desember. *Innif.: Flug, flugvallarskattar,gisting me› morgunver›i í flrjár nætur og íslensk fararstjórn. Ekki innif.: Akstur til og frá flugvöllum erlendis. 44.190 kr.* 17. - 20. október. *Innif.: Flug, flugvallarskattar, gisting me› morgunver›i í flrjár nætur og íslensk fararstjórn. Ekki innif.: Akstur til og frá flugvöllum erlendis. Sko›unarfer›ir:85.170 kr.* Ver› í tvíb‡li frá: *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting m/morgunver›arhla›bor›i, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Ekki innfali›: Sko›unarfer›ir. Taormina • Palermo Eldfjalli› Etna • Siracuse Borgin Catania og vínsmökkun Agrigento og Piazza Armerina 99.970 kr.*Ver› frá: Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 6 nætur án morgunver›ar, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Flogi› er me› Loftlei›um/Icelandic e›a Air Atlanta í beinu leiguflugi. Dublin Brussel Ver› frá: Ver› frá: San Francisco Madonna felur gróft efni: Verndar dótturina MADONNA Vill ekki að dóttir hennar sjái sig í sleik við Britney Spears. Það er ekki á hverjum degi semmanni er boðið upp á jafn glæsi- legt úrval af töffurum af báðum kynjum og Robert Rodriguez gerir í Once Upon a Time in Mexico en þeir sem kunna gott að meta fá gæsahúð og vatn í munninn þegar þeir sjá Antonio Banderas, Sölmu Hayek, Johnny Depp, Mickey Rourke, Evu Mendes, Danny Trejo og Willem Dafoe á sama matseðli. Once Upon a Time in Mexico er feikilega vel mönnuð og er þar fyr- ir utan framhald hinnar stórkost- legu byssubardagaveislu Desper- ado sem gerði árið 1995 farand- söngvarann og byssubrandinn El Mariachi að einum eftirminnileg- ustu töffurum kvikmyndasögunn- ar. Væntingarnar eru því að vonum miklar og vonbrigðin að sama skapi töluverð. Þrátt fyrir sprengingar, gríðarlegt mannfall, stílfærða byssubardaga og geðveikislega töff persónur stenst myndin ekki samanburð við Desperado og því miður er ekki við neinn annan að sakast en höfundinn og veislustjór- ann. Rodriguez klikkar nefnilega á því grundvallaratriði að eyða ekki tíma og púðri í flókinn og illskiljan- legan söguþráð en eins og allir vita er slíkt óþarfi í myndum af þessu tagi. Hröð keyrslan og djöfulgang- urinn eiga að breiða yfir innihalds- leysið og fullnægja áhorfandanum. Það tókst í Desperado en gengur verr að þessu sinni. Þetta breytir því þó ekki að allir sem kunna að meta skotveislur af þessu tagi verða að smakka á Once Upon a Time in Mexico þó þeir fari líklega svolítið svangir heim. Þórarinn Þórarinsson UmfjöllunKvikmyndir ONCE UPON A TIME IN MEXICO Leikstjóri: Robert Rodriguez Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Salma Hayek, Johnny Depp Mikið vill meira Hljómsveitin Kings of Leon erkannski ekki alveg það sem heimurinn þarfnast núna. Enn ein ruslrokksveitin frá Bandaríkjun- um. Þessi minnir meira að segja á köflum á The Strokes en liðsmenn eru þó öllu loðnari og subbulegri. Sveitin er eins og hinar undir sterkum áhrifum frá The Stooges og blómaskeiði The Rolling Sto- nes. Hún er þó sérstök fyrir það að hún inniheldur þrjá bræður og frænda þeirra, sem fengu hressi- legt rokkupeldi af Leon, pabba bræðranna. Það gefur þeim svo smá sér- stöðu að söngvarinn er skemmti- lega hás og færir tónlistinni ein- kennilegan sjarma. Sérstaklega er söngurinn skemmtilegur í laginu „Trani“ þar sem söngvarinn skilar sínu með glans þrátt fyrir að sand- pappírsröddin bresti á áberandi stað. Smekklegt að halda því bara inni. Aðrar lagasmíðar eru svo sem la la. Þeim tekst ágætlega til í lögun- um „California Waiting“ og „Molly’s Chambers“ en önnur lög eru ekki mjög eftirminnileg. Það má alveg hafa gaman af þessari sveit og hún á örugglega eftir að skila einum til tveimur slögurum en það fer kannski að koma nóg af svona sveitum í rokkinu í dag. Þessi geiri er full- mettur, ruslatunnan er orðin full. Eftir svona mörg skref til baka er líka kominn tími á eitt risastökk áfram! Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist KINGS OF LEON: Youth and Young Manhood Og þar fylltist ruslatunnan! GENGIÐ Í GLUGGAVEÐRI Þessar tvær galvösku konur létu kuldann í gær ekki koma í veg fyrir hressandi heilsubótargöngu enda skartar Seltjarnarnesið sínu fegursta í gluggaveðrinu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.