Fréttablaðið - 30.09.2003, Qupperneq 6
6 30. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 77,49 0,49%
Sterlingspund 127,72 -0,24%
Dönsk króna 11,9 -0,06%
Evra 88,4 -0,11%
Gengisvísitala krónu 125,82 -0,02%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 359
Velta 11.696 milljónir
ICEX-15 1.812,7 -0,34%
Mestu viðskiptin
Landsbanki Íslands hf. 2.229.584.979
Íslandsbanki hf. 898.917.679
Fjárfestingarf. Straumur hf. 608.163.040
Sjóvá-Almennar hf. 416.551.402
Mesta hækkun
Síldarvinnslan hf. 4,74%
Tryggingamiðstöðin hf. 3,70%
SÍF hf. 2,68%
Kögun hf. 2,46%
Mesta lækkun
Landsbanki Íslands hf. -1,89%
Jarðboranir hf. -1,74%
Bakkavör Group hf. -1,25%
Össur hf. -0,95%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 9.385,6 0,8%
Nasdaq* 1.813,0 1,2%
FTSE 4.142,7 -0,3%
DAX 3.317,3 -0,2%
NK50 1.308,9 0,0%
S&P* 1.004,5 0,8%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hvaða land í Evrópu þurfti að glímavið langt rafmagnsleysi um helgina?
2Hvað heitir maðurinn sem handtek-inn hefur verið vegna morðsins á
Önnu Lindh?
3Hvað heitir markvörður Stuttgart semekki hefur fengið á sig mark í 735
mínútur?
Svörin eru á bls. 30
BJÖRGUN Íshús Njarðvíkur hefur
gefist upp við björgun togarans
Guðrúnar Gísladóttur af hafs-
botni við Noreg. Ekki tókst að
fjármagna framhald verkefnis-
ins.
Að sögn norska ríkisútvarps-
ins hafa yfirvöldum þegar borist
tilboð frá þremur fyrirtækjum
um að lyfta skipinu af hafsbotni.
Útvarpsstöðin segir að norska
köfunarfyrirtækið hugleiði að
lögsækja Íslendingana sem réðu
fyrirtækið til að taka þátt í björg-
unarverkefninu. Kafarafyrirtæk-
ið er sagt eiga að minnsta kosti
50 milljónir króna inni vegna
vinnu starfsmanna sinna.
Hið glænýja fjölveiðiskip
Guðrún Gísladóttir sökk í júní í
fyrra eftir að hafa steytt á skeri
sem ekki var á sjókortum. Út-
gerðarfélagið Festi í Grindavík
fékk verðmæti skipsins, yfir 2
milljarða króna, greitt út frá
Tryggingamiðstöðinni og erlend-
um endurtryggingaraðilum. Ís-
hús Njarðvíkur keypti flakið og
hefur unnið að björgun þess með
mörgum hléum frá í fyrra. Tekist
hafði að rétta skipið við á hafs-
botni áður en fjármögnun verks-
ins fór endanlega út um þúfur.
Kostnaður er sagður vera kom-
inn yfir 200 milljónir.
Norska ríkið hyggst krefja
Festi um greiðslu vegna kostnað-
ar við að fjarlægja flakið. ■
Fara verður
að leikreglum
ATVINNUMÁL „Það er ómögulegt að
segja til hvaða ráða við grípum
ef ekki verður farið eftir virkj-
anasamningnum,“ sagði Grétar
Þorsteinsson, forseti Alþýðu-
sambands Íslands, um þá stöðu
sem nú er uppi gagnvart ítalska
verktakafyrirtækinu Impregilo.
„Okkur sýnist við fyrstu sýn
að þessar tillögur sem þeir hafa
lagt fram séu til þess fallnar að
koma til móts við þær kröfur
sem við höfum gert en það liggur
ekki ljóst fyrir vegna þess að við
að snúa þeim yfir á íslensku er
hægt að túlka hugmyndir þeirra
á ýmsan veg. Þetta er mjög óljóst
en það er ennþá verið að vinna í
þessu og það skýrist um miðja
vikuna hvort eitthvað bitastætt
er í þessum tillögum þeirra.“
Grétar segir þolinmæðina
vera á þrotum en vill ekki segja
hver næstu skref verða ef tillög-
ur Impregilo uppfylla ekki vænt-
ingar verkalýðsfélaganna. „Við
sættum okkur ekki við minna en
að farið sé eftir virkjanasamn-
ingnum og þeim leikreglum sem
gilda á íslenskum markaði.
Samningar eru lausir um áramót
og ef ekki næst að afgreiða þessa
deilu erum við þar með vopn í
höndunum.“
Alþýðusambandsmenn eru
ekki einir um að hafa áhyggjur
af starfsemi ítalska stórfyrir-
tækisins. Starfsmenn Vinnu-
málastofnunar hafa að undan-
förnu farið yfir gögn um launa-
greiðslur til erlendra starfs-
manna Impregilo. Hafa þeir far-
ið þess á leit í framhaldi af því að
fulltrúi Vinnumálastofnunar
verði viðstaddur þegar starfs-
menn undirverktakans Techno-
service fá greidd laun nú um
mánaðamótin.
„Því hefur ekki verið svarað
enn sem komið er,“ sagði Gissur
Pétursson, forstjóri Vinnumála-
stofnunnar. „Okkar upplýsingar
benda til að ákveðnir aðilar fái
greitt með seðlum beint yfir
borðið og okkur leikur forvitni á
að vita hvort það reynist rétt.
Það fer tvennum sögum af því
hvort þarna sé greitt inn í banka
eða hvort einhverjar kvittanir
fáist fyrir. Einhver hluti launa
fer í gegnum banka í Rúmeníu en
allt þetta ferli er tiltölulega
óljóst eins og staðan er.“
Gissur sagði að rökstuddur
grunur um lögbrot þyrfti að vera
til staðar áður en gripið yrði til
aðgerða. „Við getum gripið til
þeirra úrræða að afturkalla at-
vinnuleyfi en hjá því viljum við
komast í lengstu lög.“
albert@frettabladid.is
SPRENGJUSVÆÐI
Innflytjendurnir virtu að vettugi viðvörunar-
skilti grískra stjórnvalda á landamæra-
svæðinu.
Sjö innflytjendur létust:
Stigu á jarð-
sprengjur
AÞENA, AP Sjö ólöglegir innflytj-
endur létust þegar þeir stigu á
jarðsprengjur á landamærum
Tyrklands og Grikklands. Menn-
irnir, sem taldir eru hafa verið
frá Pakistan, virtu viðvörunar-
skilti grískra yfirvalda að vettugi
þegar þeir fóru inn á sprengju-
svæðið.
Í síðustu viku skrifuðu Grikk-
ir og Tyrkir undir alþjóðlegan
samning sem bannar notkun jarð-
sprengja. Ekki liggur fyrir
hvenær verður hafist handa við
að fjarlægja sprengjur á
landamærasvæðinu.
Þúsundir ólöglegra innflytj-
enda frá Asíu, Afríku og Austur-
Evrópu fara yfir landamæri
Grikklands á ári hverju. Hug-
myndir eru uppi um að koma á
fót sérstakri öryggissveit til að
gæta ytri marka Evrópu á sjó og
landi. ■
Háttalag Impregilo vekur sífellt meiri furðu. Bæði Alþýðusamband
Íslands og Vinnumálastofnun fá loðin svör við fyrirspurnum sínum og
eingöngu tímaspursmál hvenær gripið verður til harðari aðgerða.
FORYSTA ASÍ
Öll þolinmæði gagnvart hátterni Impregilo er á þrotum og næsta skref er að vígbúast.
Björgun fjölveiðiskipsins Guðrúnar Gísladóttur:
Íslendingar
gefast upp
GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR
Kaflaskipti virðast vera orðin staðreynd í sögunni um sokkna fjölveiðiskipið Guðrúnu
Gísladóttur. Eigendur Íshúss Njarðvíkur hafa gefist upp og norska ríkið tekið við.
Eftirlit lögreglu
við Kárahnjúka:
Starfsmenn
sektaðir
LÖGREGLUMÁL Starfsmenn Impreg-
ilo urðu uppvísir að fjölmörgum
brotum í eftirlitsferð lögreglunn-
ar á Egilsstöðum um vinnusvæði
Kárahnjúka um helgina. Voru bif-
reiðar og vinnuvélar stöðvaðar og
leyfi ökumanna skoðuð. Kom í ljós
að nokkrir starfsmenn höfðu ekki
vinnuvélaréttindi á þær vélar sem
þeir störfuðu á. Verður viðkom-
andi gert að greiða sektir vegna
þessa. Talsvert var einnig um að
ökutæki væru óskoðuð og gerði
lögreglan athugasemdir við fjöl-
mörg önnur atriði á svæðinu. ■