Fréttablaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 8
8 30. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR Bara maður-sjálfur „Þá þarf maður kannski ekki alltaf að vera að velta sér uppúr því að maður sé karl eða kona. Þá er maður bara maður - sjálf- ur.“ Katrín Jakobsdóttir í Morgunblaðinu 29. september. Endurnýjun nauðsynleg „Reykjavíkurlistinn þarf að tryggja öfluga innri endurnýjun til að lifa af.“ Andrés Jónsson, DV 29. september. Karlar að rífast um fisk „Íslenskri þjóðfélagsum- ræðu til skamms tíma verður ef til vill lýst með einni setn- ingu: Karlar að rífast um fisk.“ Guðmundur Andri Thorsson í Fréttablaðinu 29. september. Orðrétt SKIPULAG Úrskurðarnefnd skipu- lags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi deiliskipulag sem Kópavogsbær samþykkti fyrir svokallað Linda IV hverfi. Nefnd- in segir nýtingarhlutfall lóðarinn- ar vera 18% umfram það sem að- alskipulag heimilar. Lindir IV lóðin afmarkast af Reykjanesbraut í vestur og norð- ur, Lindarvegi í austur og Fífu- hvammsvegi í suður. Kópavogsbær vildi að reist yrði 25 þúsund fermetra verslun- armiðstöð með níu hæða turni í Lindum IV. Íbúar í nágrenninu kærðu nýja deiliskipulagið til úr- skurðarnefndarinnar. „Skipulagsáætlanir hafa meðal annars það hlutverk að gefa borg- urum til kynna hvers megi vænta um nýtingu og þéttleika byggðar, en hækkun nýtingarhlutfalls um 18% getur haft töluverða breyt- ingu í för með sér hvað varðar stærð bygginga, umferð og ásýnd. Staðfest aðalskipulag er bindandi fyrir stjórnvöld og borgara og skal deiliskipulag vera í samræmi við gildandi aðalskipulag,“ sagði úrskurðarnefndin og bætti við: „Verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu deiliskipulags- ákvörðun úr gildi.“ ■ Dollarar úr möppu Þróunarfélagsins Dollarar úr óþekktum möppum og ógreiddir milljóna reikningar vegna verkefnis sem Þróunarfélagið hafði fengið Evrópustyrk greidd- an út á eru meðal þess sem núverandi stjórn félagsins er að fara yfir. SVEITARSTJÓRNIR Stjórn Þróunarfé- lags Vestmannaeyja áætlar að funda í dag og fara yfir stöðuna sem er uppi vegna nýlegs fundar á týndum reikningum sem félag- inu eru gerðir. Reikningarnir fundust bæði á skrifstofu Þróunarfélagsins og í skrifborði sem notað var af Inga Sigurðs- syni, sem var framkvæmda- stjóri félagsins þann tíma sem hann sat sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ingi er staddur í Tyrklandi þar sem ekki náðist símasamband við hann í gær. „Þetta er í plastpokum og möppum sem verður líklegast bara skutlað upp á fundarborðið. Við vitum ekki enn hvort þessir reikningar eru skráðir eða ekki. Það duttu líka tæplega 300 dollar- ar út úr möppum sem enginn veit hver á. Þetta er vægast sagt stórfurðulegt,“ segir Andrés Sig- mundsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokks og núverandi stjórn- arformaður Þróunarfélagsins. Að sögn Andrésar hefur tafist að fara yfir málið vegna funda- halda fulltrúa bæjarins með fjár- veitinganefnd Alþingis og sam- gönguráðherra. Meðal þess sem uppgötvaðist í bæjarstjóraskrifborðinu voru ógreiddir reikningar á Þróunarfé- lagið upp á tæpar tvær milljónir króna. „Þetta voru reikningar frá fyrirtækjum sem tóku þátt í verk- efni sem Þróunarfélagið hafði fengið greiddan Evrópustyrk fyr- ir,“ segir Andrés. Einn heimildar- maður Fréttablaðsins segir reikn- inga vera kröfu um endurgreiðslu sem viðkomandi fyrirtæki telji sig eiga rétt á. Fyrir liggur að Þróunarfélag- inu verði slitið. Andrés segir Vest- mannaeyjabæ hafa frá því 1995 lagt á bilinu 160 til 170 milljónir króna inn í félagið. Allt það fé sé tapað yfir eign í fiskstautafyrir- tæki sem hugsanlega sé örfárra milljóna króna virði. „Verst er að þetta skilur ekki eitt einasta starf eftir sig,“ segir Andrés. gar@frettabladid.is SAMSKIP Tveimur hefur verið sleppt. Fíkniefnamál: Þrír enn í haldi FÍKNIEFNAMÁL Tveimur mönnunum af fimm sem setið hafa í gæslu- varðhaldi vegna fíkniefna sem smyglað var inn með skipi Sam- skipa hefur verið sleppt úr haldi. Skipið sem efnin fundust í kom frá Rotterdam í Hollandi. Að sögn Ásgeirs Karlsson hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík var ekki talin ástæða til að halda tveimur mannanna lengur. Þeir sem enn sitja inni voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudags. ■ Vopnafjörður: Löggubíll bilaður LÖGREGLUBÍLL Lögreglubíllinn á Vopnafirði er bilaður á ný, en hann var nýkominn úr viðgerð í Reykjavík. Lögreglan fór á við- gerðum bílnum að Kárahnjúkum í eftirlitsferð. Hann dugði ekki ferðina alla og var dreginn til baka af dráttarbíl. Rúnar Valsson, varðstjóri á Vopnafirði, staðfesti við Frétta- blaðið að lögreglubíllinn væri far- inn aftur í viðgerð til Reykjavík- ur. Svo illa var komið fyrir lög- reglunni um daginn að enginn bíll var til staðar og varð lögreglan því að ganga í útköll. Úr því var bætt og bíll leigður. „Ég er aftur kominn á bílaleigubíl og er nokk- uð sáttur,“ sagði Rúnar. ■ Ríkisstjórakosningar: Arnold tek- ur forystuna KALIFORNÍA, AP Ný skoðanakönnun bendir til þess að kvikmyndaleik- arinn Arnold Schwarzenegger muni fara með sigur af hólmi í ríkisstjórakosningunum í Kali- forníu 7. október næstkomandi. Könnunin var framkvæmd af Gallup fyrir sjónvarpsstöðina CNN. Um 63% aðspurðra voru fylgj- andi því að umboð núverandi rík- isstjóra, Gray Davis, yrði aftur- kallað. Af þessum hópi sögðust 40% ætla að kjósa Schwarze- negger sem eftirmann hans. Fylgi demókratans Cruz Bustamante mældist 25%, sem er svipað og í fyrri skoðanakönnunum. Frambjóðendur í ríkisstjóra- kosningunum eru 135 talsins. ■ LINDIR IV Kópavogsbær vill að reist verði 25 þúsund fermetra verslunarmiðstöð á þessum stað í Lindahverfi. Úrskurðarnefnd segir komið aftan að nágrönnum sem fyrir eru þar sem nýt- ingarhlutfall lóðarinnar fari út fyrir heimildir aðalskipulags bæjarins. Úrskurðarnefnd gerir Kópavog afturreka með deiliskipulag: Verslunarmiðstöð stóðst ekki skipulag „Þetta er vægast sagt stórfurðulegt. DOLLARAR „Það duttu líka tæplega 300 dollarar út úr möppum sem enginn veit hver á. Þetta er vægast sagt stórfurðulegt,“ segir Andrés Sigmundsson um meinta óreiðu í bókhaldi Þró- unarfélags Vestmannaeyja. Seðlarnir á myndinni eru ekki þeir sem fundust á skrifstofu Þróunarfélagsins. ANDRÉS SIGMUNDSSON „Verst er að þetta skilur ekki eitt einasta starf eftir sig,“ segir Andrés Sigmundsson, for- maður stjórnar Þróunarfélags Vestmanna- eyja, um yfirvofandi endalok félagsins. Rokktónleikar: Sjálfsmorð á sviðinu FLÓRÍDA, AP Borgaryfirvöld í St. Petersburg í Flórída hafa sam- þykkt nýja reglugerð sem ætlað er að koma í veg fyrir áform banda- rískrar rokkhljómsveitar um að sýna sjálfsmorð á tónleikasviði. Hljómsveitin Hell on Earth hafði lýst því yfir að dauðvona einstak- lingur myndi fremja sjálfsmorð á sviðinu á tónleikum á laugardag- inn til að vekja athygli á rétti manna til að deyja. Forsprakki hljómsveitarinnar segir að tónleik- arnir og sjálfsmorðið muni fara fram á ótilgreindum stað í borg- inni þrátt fyrir bannið. ■ Í FRAMBOÐI Arnold Schwarzenegg er gefur ekkert eftir í kosn- ingabaráttunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.