Fréttablaðið - 30.09.2003, Page 13
13ÞRIÐJUDAGUR 30. september 2003
ÞÝSKALAND, AP Réttað er yfir tæp-
lega níræðum fyrrverandi SS-
liðsmanni í Þýskalandi um þessar
mundir. Maðurinn, sem er
hollenskættaður, er ákærður fyrir
morð á Jan Houtmann, meðlimi
hollensku andspyrnuhreyfingar-
innar, árið 1944.
Hebertus Bikker var dæmdur í
lífstíðarfangelsi í Hollandi
skömmu eftir síðari heims-
styrjöldina fyrir pyntingar og
landráð. Hann flúði til Þýskalands
árið 1952, þar sem hann hefur
búið síðan. Hann var lögsóttur í
Þýskalandi árið 1957, en vegna
skorts á sönnunargögnum var
málinu vísað frá. Í síðustu viku
var mál hans aftur tekið upp.
Réttarhöldin mega aðeins
standa í tvær klukkustundir á dag
vegna lakrar heilsu Bikkers. Í
miðjum réttarhöldum í síðustu
viku var hann fluttur á spítala
með of háan blóðþrýsting. Lög-
fræðingar Bikkers telja að engin
ný sönnungargögn hafi komið
fram í málinu og því beri að vísa
því frá. Saksóknari segist hins
vegar telja að framburður nýs
vitnis varpi nýju ljósi á málið.
Kona hafi séð Bikker skjóta Hout-
mann í bakið í hlöðu í Hollandi,
þar sem hann var að reyna að
flýja úr fangabúðum. ■
Skorradalur:
Misbeiting á
forkaupsrétti
STJÓRNSÝSLA Guðni Ágústsson land-
búnaðarráðherra hefur fellt úr gildi
ákvörðun hreppsnefndarinnar í
Skorradal um að neyta forkaups-
réttar að helmingi jarðarinnar
Efstabæjar. Tveir menn ákváðu í
apríl í fyrra að kaupa helming
Efstabæjar. Mánuði síðar ákvað
hreppsnefndin að neyta forkaups-
réttar og bar við landverndunar-
sjónarmiðum enda ætluðu menn-
irnir tveir aðeins að nýta jörðina til
sauðfjárbeitar en ekki byggja hana
upp. Landbúnaðarráðuneytið segir
ekki hafa verið sýnt fram á að
neyta þyrfti forkaupsréttar til að
ná markmiðum um landvernd. ■
HEBERTUS BIKKER
Í miðjum réttarhöldum í síðustu viku var
hann fluttur á spítala með of háan blóð-
þrýsting.
Réttað yfir fyrrum liðsmanni SS í Þýskalandi:
Skaut mann
í bakið í hlöðu
starfsemi í 10 löndum: London,
Kaupmannahöfn, Genf, Helsinki,
Lúxemborg, New York, Osló,
Reykjavík, Stokkhólmi og Þórs-
höfn í Færeyjum.
Sextán prósent útlána
til útlendinga
Sextán prósent af útlánum Ís-
landsbanka eru nú frá útlöndum.
Bankinn var fyrsti bankinn sem
hóf útrás á fyrirtækjasviði með
því að reka fyrirtækjaþjónustu
við stærstu útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækin í helstu lönd-
um, m.a. Kanada, Bandaríkjunum,
Chile, Nýja-Sjálandi, Suður-Afr-
íku og Noregi. Bankinn rekur líka
útibú í London og Lúxemborg og á
lítinn banka í Bretlandi, Raphaels-
bankann. Þá tekur bankinn oft
þátt í sambankalánum með öðrum
bönkum og hefur haslað sér völl í
svokölluðum millilagsfjárfesting-
um í Norður-Evrópu. Erlendur
Magnússon, framkvæmdastjóri
Alþjóðasviðs Íslandsbanka, segir
það athyglisvert að enginn ís-
lensku bankanna hafi farið ná-
kvæmlega sömu leið í útrás á er-
lenda markaði. Menn hafi séð það
strax árið 1998 hjá Fjárfestinga-
banka atvinnulífsins að eina leiðin
til að vaxa væri að færa starfsem-
ina að hluta til til útlanda. Hann
segir enga ákvörðun hafa verið
tekna um að opna fleiri starfs-
stöðvar í útlöndum en vissulega
geti oft borgað sig að hafa fólk á
staðnum, þrátt fyrir gott netsam-
band og að auðvelt sé að senda
fólk í tiltekin verkefni. ■
BLAÐAMANNAFUNDUR KAUPÞINGS
BÚNAÐARBANKA Í HELSINKI
Nýjasti þátturinn í útrás íslenskra banka er
kaup Kaupþings Búnaðarbanka á finnsku
fjármálafyrirtæki fyrir 5,5 milljarða króna.
LANDSBANKINN Í LÚXEMBORG
Landsbankinn ætlar sér að sigra
á nýjum mörkuðum.
Húsavíkur harðviður:
Bærinn borgi
kröfurnar
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Húsavík-
ur ætlar að greiða allt að 1,5 millj-
ónir króna vegna forgangskrafna í
fyrirtækið Húsavík harðvið ehf.
sem á í greiðsluerfiðleikum.
Tillagan var lögð fram af bæj-
arstjóranum Reinhard Reynissyni
og bæjarfulltrúanum Friðfinni
Hermannssyni. Það gerðu þeir
sem stjórnarmenn í Húsavík harð-
viði og viku því sæti við afgreiðslu
málsins í bæjarráði. Bærinn er að-
aleigandi fyrirtækisins.
Auk þess samþykkti bæjarráð
að standa skil á skuldaskilasamn-
ingi við almenna kröfuhafa, náist
sá samningur við þá. ■