Fréttablaðið - 30.09.2003, Side 14
Kaup Kaupþings Búnaðarbankaá finnskum fjárfestingarsjóði
eru ánægjuleg tíðindi. Einnig yfir-
lýsing formanns bankaráðs Lands-
bankans að sá banki stefni að útrás
á erlenda markaði. Þótt landamæri
hafi verið að falla í viðskiptum á
undanförnum áratugum vorum við
Íslendingar frekar seinir til að til-
einka okkur breytta heimsmynd.
Við áttum okkur innri landamæri
byggð annars vegar á sögulegri
minnimáttarkennd og undarlegri
trú um sérstöðu Íslands og ís-
lenskra aðstæðna. Áhrif þessara
innri landamæra urðu þau að
stærstu fyrirtækin á Íslandi urðu
of stór fyrir íslenskan markað án
þess að sækja út. Þetta hafði bæði
skaðleg áhrif á fyrirtækin sjálf og
íslenskt viðskiptalíf – og að lokum á
almenning allan.
Þessi innri landamæri hafa haft
áhrif víðar en í viðskiptalífinu.
Þrátt fyrir að þær breytingar sem
orðið hafa í nágrannalöndunum á
ríkiskerfinu komi á endanum hing-
að heim hefur sú trú ríkt meðal ís-
lenskra stjórnmálamanna að verk-
efni þeirra séu sérstök og einstök.
Það er ekki svo að þeir leiti lausna
erlendis heldur koma þær fremur í
gegnum alþjóðleg samskipti emb-
ættismanna. Íslenskir stjórnmála-
menn hafa sömuleiðis mjög sterka
trú á sérstöðu íslenska efnahags-
lífsins. Þegar vel árar í efnahagslífi
heimsins og áhrifa þess gætir hér
heima er það vanalega túlkað sem
afleiðing af verkum ríkisstjórnar-
innar. Þrátt fyrir að við höfum flest
gert okkur grein fyrir að við erum
hluti miklu stærri heildar viljum
við halda í þá trú að við séum sjálf-
stæð og einstök – höfum örlög okk-
ar algjörlega á okkar hendi. Við
túlkum líka sjálfstæði okkar undar-
lega þröngt og erum tilbúin að
fórna augljósum hagsmunum af
auknum samskiptum við aðrar
þjóðir fyrir möguleikana á að geta
brugðist við óvæntum aðstæðum
án þess að ráðgast við neinn.
Við höfum sambærilegar hug-
myndir um íslenska menningu – að
hún sé einstök og sjálfstæð. Samt
er fátt sem bendir til þess. Við höf-
um vissulega okkar eigið tungumál
en við notum það að mestu til að tjá
ósköp líkar tilfinningar og aðrar
þjóðir. Flest það sem hugsað er í
heiminum – og er á annað borð til
útflutnings – ratar hingað heim.
Það gerist reyndar seint og um síð-
ir en þá einkum vegna trúar okkar
á sjálfstæði íslenskrar menningar.
Af sömu ástæðum er tiltölulega lít-
ið af því sem við hugsum hæft til
útflutnings. Það er flest hugsað fyr-
ir heimamarkað.
En allt er þetta að breytast. Við
erum óðum að verða hluti af stærri
heild í viðskiptum, stjórnmálum,
menningu – hverju sem er. Og eftir
því sem við áttum okkur betur á
kostum þess munu gamlar hug-
myndir um einstakt samfélag óháð
öðrum smátt og smátt daga uppi. ■
Kåre Isaachsen Willoch varforsætisráðherra Noregs á
árunum 1981 til 1986. Hann var
formaður Hægri-flokksins og
helsti andstæðingur Gro Harlem
Brundtland í norskum stjórnmál-
um á tímum meðan rautt var enn-
þá rautt og blátt var blátt. Menn
gerðust þá ekki öllu blárri en
Kåre Willoch.
Willoch er nú
hniginn á efri ár.
Hann er fæddur
árið 1928, en
hann er í fullu
fjöri og jafn
tannhvass og
áður. Það vakti
því töluverða at-
hygli þegar
hann flutti ræðu
í síðustu viku og
g a g n r ý n d i
norska skatta-
kerfið og bruðl
og flottræfils-
hátt hjá norsk-
um forstjórum.
Háir skattar
draga úr
löngun til að
vinna
Að sögn Af-
tenposten sagði Kåre Willoch að
skattakerfið í Noregi (sem er ekki
ósvipað íslenska skattkerfinu)
drægi úr löngun fólks til að vinna,
vegna þess að afrakstur vinnunn-
ar væri skattaður mun
hærra heldur en arður af
peningum.
„Hér áður fyrr sögð-
um við „vinnan göfgar
manninn,“ sagði Kåre
Willoch, „en nú höfum við
haft endaskipti á hlutun-
um og segjum „fjár-
magnið göfgar manninn.“
En þrátt fyrir að skatt-
kerfinu sé beitt til að
grafa undan mikilvægum
siðfræðilegum gildum í
samfélaginu fæst enginn til að
gera neitt í málinu, segir Willoch.
Í viðtali við norsku fréttastof-
una NTB sagði Willoch að það
hljóti að vera æskilegt að skatta-
löggjöfin hvetji fólk til að vinna
með því að gera vinnusemi arð-
bæra. Hann er þeirrar skoðunar
að vinnulaun séu sköttuð allt of
hátt, meðan arður af fjár-
magnstekjum njóti skattfríðinda.
Græðgi stjórnenda, bónusar
og bruðl
Í ræðu sinni á fundi norskra
rotarymanna lét Willoch smella í
keyrinu yfir forstjórum og stjórn-
endum fyrirtækja sem hugsa
meira um eigin gróða en afkomu
heildarinnar.
„Græðgi stjórnenda er orðin
eitt af óleystum vandamálum kap-
ítalismans. Það er líka vandamál
hvernig einstakir kapítalistar
verja auðæfunum. Auðæfum á að
fylgja ábyrgð. Það er ekki einka-
mál fárra hvernig miklu fjár-
magni er varið,“ sagði Willoch, og
benti til dæmis á lúxusveislur,
bónusgreiðslur og bruðl og flott-
ræfilshátt í rekstri fyrirtækja
máli sínu til stuðnings.
Sú hugmynd að eðlilegt sé að
greiða háan skatt af fjár-
magnstekjum en lágan skatt af
vinnulaunum kemur eins
og köld vatnsgusa yfir
fjármálaspekúlanta í
norsku þjóðfélagi – og
ekki síst vegna þess að
hugmyndin kemur frá
hinum forna og fagur-
bláa leiðtoga hægri-
manna. Vinstrimenn
fagna því að kapítalisti
skuli loksins hafa opnað
augum fyrir göllum kap-
ítalismans og telja að
norskt efnahagslíf geti
haft gott af þessari yfirhalningu
Willochs, enda hafi skrattinn loks-
ins fengið að hitta ömmu sína. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um útrás íslenskra banka.
14 30. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Fyrir fáeinum dögum birtistmjög athyglisverð frétt í
fjölmiðlum. Í ljós kom að meira
en helmingur þjóðarinnar á
aldrinum 16 til 75 ára hefur
keypt líftryggingu
og um 40% hafa
keypt sjúkdóma-
tryggingu. Það
fylgdi sögunni að
hver tryggingar-
þegi væri metinn
sérstaklega og þá
horft til sjúkdóms-
sögu viðkomandi.
Tryggingafyrir-
tækið sem hefur
haft sig mest í
frammi á þessu
sviði heitir Samlíf
og hefur annað
veifið gengist fyr-
ir kynningu og
markaðsátaki til
að koma „vöru“ sinni á fram-
færi. Markaðsstjóri Samlífs var
spurður í fréttum Sjónvarps
hvort það væri ekki rétt skilið
að ekki gætu allir fengið líf-
tryggingu hjá fyrirtækinu. „Það
er rétt,“ sagði markaðsstjórinn,
„engu að síður eru velflestir
sem geta nálgast þessa vöru og
nýtt sér hana.“
Hverjir eiga rétt á „vör-
unni“?
Þeir sem ekki geta nálgast
„vöruna“ eru væntanlega hinir
sömu og undanskildir voru í
Sumargjöf Samlífs 2002. Þá kom
inn um bréfalúguna tilboð um
hvort ég vildi „aðstoða einhvern
sem mér þykir vænt um við að
stíga fyrsta skrefið að mikil-
vægri tryggingavernd“. Þeim
sem vildu hafa viðskipti við fyr-
irtækið bauðst „að gefa ein-
hverjum á aldrinum 22 til 26 ára
sjúkdómstryggingu...“. Vá-
tryggingarupphæðin var 2 millj-
ónir króna. En til þess að geta
þegið gjöfina þurfti viðkomandi
að uppfylla skilyrði sem m.a.
voru eftirfarandi:
„Ég hef ekki nú eða áður haft
alvarlega sjúkdóma eða sjúk-
dómseinkenni eins og t.d.
hjarta- og æðasjúkdóma, heila-
og taugasjúkdóma, krabbamein,
sykursýki, MS, MND, HIV-smit,
nýrnasjúkdóma, geðsjúkdóma,
Parkinsonsjúkdóm eða Alz-
heimersjúkdóm.
Ekki er mér kunnugt um að
foreldrar mínir eða systkini hafi
haft alvarlega hjarta- eða æða-
sjúkdóma, nýrnasjúkdóma,
heila- og taugasjúkdóma, sykur-
sýki, brjóstakrabbamein eða
maga-/ristilkrabbamein.“
Hér á landi höfum við búið
við samtryggingarkerfi sem að
grunni til er gott þótt margt
megi þar bæta. Kerfið hvílir á
almannatryggingum, lífeyris-
sjóðum og ýmsum þáttum vel-
ferðarþjónustunnar og vegur
heilbrigðiskerfið þar þyngst. Í
lífeyrissjóðunum er ekki spurt
um það hvort foreldrar hafi haft
heila- eða taugasjúkdóma eða
aðra sjúkdóma sem getið er í
skilmálum tryggingafélagsins.
Inni á heilsugæslustofnunum og
á sjúkrahúsum hafa allir þeir
sem eru sjúkir eða illa á sig
komnir fengið aðhlynningu og
lækningu. Hlúð hefur verið að
fólki ef það hefur verið sjúkt og
einu látið gilda hvort það sjálft
eða aðstandendur hafi haft syk-
ursýki, krabbamein, nýrnasjúk-
dóm eða aðra sjúkdóma sem
tryggingafélagið setur fyrir sig
samkvæmt ofangreindum skil-
málum.
Nú ætla ég ekki að fella neinn
áfellisdóm yfir tryggingafélag-
inu Samlíf, síður en svo. Fyrir-
tækið er einfaldlega að gera það
sama og tryggingafyrirtæki af
þessu tagi gera um heim allan.
Spurningin sem við hins vegar
stöndum frammi fyrir sem þjóð
er áleitin. Ef við veikjum stoðir
þess samhjálparkerfis sem lýst
er hér að framan höfum við
fengið sterka vísbendingu um
hvað tekur við.
Ekki spurt um réttlæti
Þeir sem helst þyrftu á aðstoð
að halda og eru í áhættuhópi,
annað hvort vegna eigin sjúk-
dómasögu eða aðstandenda,
yrðu einmitt þeir sem annað
hvort yrðu útilokaðir frá trygg-
ingu eða fengju hana á afarkjör-
um.
Fram til þessa hefur yfir-
gnæfandi meirihluti þjóðarinnar
verið á þeirri skoðun að okkur
bæri að standa sameiginlega að
kostnaði við velferðarþjónust-
una til að fyrirbyggja mismun-
un.
Markaðsþjóðfélagið gerist sí-
fellt ýtnara og ágengara og sæk-
ir stöðugt inn í velferðarþjónust-
una. Talsmenn þessara aðila
segjast síður en svo vilja ógna
grunnþáttum þeirrar þjónustu,
sem fyrir hendi er. Þeirra „vara“
sé einfaldlega viðbót. Ekki ætla
ég að efast um góðan vilja þess-
ara aðila, en þó benda á að þegar
heilsan og trygging hennar er
orðin „vara“ á markaði mun það
jafnframt gerast að lögmál
markaðarins taka yfir. Velviljað-
ir menn fá þar engu ráðið um.
Þar verður ekki spurt um rétt-
læti heldur fyrst og fremst um
arðsemi. Hagsmunir trygginga-
félags verða þeir að tryggja ekki
gallaða vöru. ■
Enn um
Hemma
Einhleyp kona skrifar:
Ég er ein þeirra sem fengu skila-boð frá þessum Hemma. Þegar
ég sá fyrirsögnina „Varúð til ein-
hleypra kvenna“ í Fréttablaðinu
26. september ákvað ég að lesa þá
grein þar sem ég er einhleyp. Eftir
því sem leið á lesturinn stækkuðu
augun um helming. Allt sem fram
kom í greininni passaði við mína
reynslu af svokölluðum Hemma.
SMS-skilaboðin byrjuðu alveg eins
hjá mér, með nafngreiningu, og
svo kom afsakið skakkt númer en
ég heiti Hemmi. Við erum búin að
skrifast á í svolítinn tíma og alltaf
með SMS-skilaboðum. Mér fannst
það svolítið skrítið og reyndar
finnst mér allt þetta mál stórfurðu-
legt. Ég er mjög þakklát þessari
dömu, sem sendi lesendabréfið í
blaðið áður en sambandið náði að
ganga lengra.
Í Fréttablaðinu á sunnudag var
sagt að ekki væri hægt að komast
að óskráðum númerum. Ég tel að
ef einhver ætlar sér að komast að
því hefur viðkomandi samband við
mann sem þekkir annan o.s.frv.
Sjálf er ég með skráð númer. En
hvernig gat þetta gerst? Þetta var
engin tilviljun hjá Hemma að
senda í „vitlaust“ númer og að við-
komandi heiti sama nafni og „hin“
manneskjan sem upprunalega átti
að fá númerið. Enn og aftur vil ég
þakka dömunni fyrir og tek undir
hennar orð að einhleypar konur
ættu að hafa allan varann á. ■
Um daginnog veginn
ÖGMUNDUR
JÓNASSON ■
alþingismaður og for-
maður BSRB skrifar
um tryggingamál.
Hvort viltu
samtryggingu eða
einkatryggingu?
■ Bréf til blaðsins
■ Aðsendar greinar
Við erum orðin hluti af stærri heild
„Sú hug-
mynd að eðli-
legt sé að
greiða háan
skatt af fjár-
magnstekjum
en lágan
skatt af
vinnulaunum
kemur eins
og köld
vatnsgusa yfir
fjármálaspek-
úlanta í
norsku þjóð-
félagi.
Úti í heimi
■ Hægrimaðurinn Kåre Willoch vill
lækka launaskatt og hækka fjár-
magnstekjuskatt.
AF MARKAÐI
„Hér áður fyrr sögðum við „vinnan göfgar manninn,“ segir Kåre Willoch, „en nú höfum við
haft endaskipti á hlutunum og segjum „fjármagnið göfgar manninn“.“
Willoch les yfir
hægrimönnum
KÅRE WILLOCH
Gagnrýndi kapítalism-
ann í ræðu á dögun-
um.
Handritasafn
Halldórs
Auðunn Bragi Sveinsson rithöfundur:
Búið er að loka handritasafniHalldórs Laxness í Lands-
bókasafni/Háskólabókasafni öðr-
um en tveimur aðilum: Halldóri
Guðmundssyni og Helgu Kress.
Helga Kress og Halldór G
hafa aðgang fengið
ein að Halldórs erfðafé;
andans hækkar gengið.
Sjávarútvegs-
ráðherra
Kjósandi úr Norðvesturkjördæmi skrifar:
Beitir sjaldan blekkingu,
bros á vanga glóir.
Heilinn þenst af þekkingu,
þar til út úr flóir.
Fréttablaðið tekur við aðsend-um greinum. Greinarnar eiga
að vera á bilinu 3.000 til 3.500
slög með bilum í word count.
Senda skal greinarnar á netfang-
ið kolbrun@frettabladid.is ásamt
mynd af greinarhöfundi.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til
þess að velja og hafna og stytta
greinar. ■
■
Þeir sem helst
þyrftu á aðstoð
að halda og eru
í áhættuhópi,
annað hvort
vegna eigin
sjúkdómasögu
eða aðstand-
enda, yrðu ein-
mitt þeir sem
annað hvort
yrðu útilokaðir
frá tryggingu
eða fengju
hana á afar-
kjörum.