Fréttablaðið - 30.09.2003, Síða 16
16 30. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR
■ Jarðarfarir
Bandaríski leikarinn og ökuþór-inn James Dean fórst í bílslysi
þennan dag árið 1955 skammt frá
bænum Cholame í Kaliforníu.
Hann var að prófa nýja sportbíl-
inn sinn þegar hann lenti í
árekstri við bifreið sem ekið var á
móti honum.
Hann hafði nýlokið við að leika
í myndinni Giant, þar sem hann
lék olíufursta í Texas. Framleið-
endur kvikmyndarinnar höfðu
bannað honum að stunda
kappakstur meðan á tökum stæði,
en hann notaði tækifærið um leið
og færi gafst til þess að prófa nýja
sportbílinn sinn, Porsche 550
Spyder.
Þennan örlagaríka dag var
James Dean á leiðinni til Salinas í
Kaliforníu þar sem hann ætlaði að
taka þátt í kappakstri á nýja bíln-
um. Fyrr um daginn var hann
reyndar stöðvaður fyrir of hraðan
akstur.
Með honum í bílnum var Rolf
Wutherich bifvélavirki, sem slas-
aðist illa en náði sér eftir nokkra
mánuði. Ökumaður hinnar bifreið-
arinnar var 22 ára piltur sem
slapp ómeiddur.
Kvikmyndin Rebel Without a
Cause var frumsýnd 9. október,
daginn eftir að James Dean var
jarðaður. Giant var frumsýnd ári
síðar. ■
13.30 Davíð Eiðsson verður jarðsung-
inn frá Fossvogskapellu.
13.30 Sigurborg Hjartardóttir, frá Gröf í
Þorskafirði, verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju.
Tímarnir breytast og mennirnirmeð. Gunnar Ingi Birgisson,
forseti bæjarstjórnar Kópavogs
og alþingismaður, man þá tíma
þegar hver afmælisdagur var til-
efni til hátíðar. Í dag eru liðin 56
ár frá því að hann leit fyrst dags-
ins ljós. Þrátt fyrir það verður
dagurinn frekar hversdagslegur.
„Þetta hefur breyst mikið. Þeg-
ar maður var ungur þá fékk mað-
ur límonaði og súkkulaðitertu á
afmælisdaginn,“ rifjar Gunnar
upp. „Þá var voðalega gaman. Í
dag er þetta öðruvísi en þegar
maður á stórafmæli er gaman að
lifa. Ég hef haldið veislur þá en
maður tekur því yfirleitt mjög ró-
lega þess á milli. Ætli ég byrji
ekki á því að halda fund með
hreppstjórum Kópavogsbæjar
klukkan hálf níu og svo tekur eitt
við af öðru fram að kvöldmat. Það
er töluvert að gera hjá bænum og
svo þarf ég að undirbúa mig fyrir
þingið sem byrjar á miðvikudag.“
Þegar blaðamaður hafði sam-
band við Gunnar var engu líkara
en að hann hefði ekki munað eftir
deginum sínum. „Þegar maður er
kominn á þennan aldur þá gleym-
ir maður því alltaf að maður eigi
afmæli. Þetta er mjög skrýtið,
þegar maður var undir tvítugu
leið heil eilífð þar til maður varð
17 ára. Svo beið maður lengi eftir
því að verða tvítugur til þess að
komast inn á vínveitingastaðina.
Hraðinn tvöfaldast í lífinu með
aldrinum og mér finnst þetta
ganga allt of hratt yfir. Mér finnst
eins og ég hafi orðið fimmtugur í
fyrradag.“
Hingað til hafa samstarfsmenn
Gunnars í pólitíkinni ekki sungið
fyrir hann í vinnunni. Hann segir
það þó hafa komið fyrir að hann
hafi fengið að gæða sér á kökubita.
Gunnar á tvær dætur, 27 og 35
ára, og tvö barnabörn. Önnur býr
úti á landi en hin í Kópavoginum.
Gunnar segist vonast eftir því að
fá sér kaffisopa með fjölskyld-
unni í kvöld. „Þegar foreldrar
mínir voru á lífi var hefð fyrir því
að allir kæmu saman á afmælis-
daginn. Ætli það verði ekki eitt-
hvað svoleiðis í þeim dúr,“ segir
Gunnar að lokum.
biggi@frettabladid.is
Afmæli
GUNNAR INGI BIRGISSON
■ Alþingismaðurinn Gunnar Ingi á af-
mæli í dag. Hann verður upptekinn, sem
fyrr, fram eftir degi við störf sín en vonast
eftir kvöldkaffi með fjölskyldu sinni að
þeim loknum.
ELIE WIESEL
Elie Wiesel, friðarverðlaunahafi Nóbels og
einn helsti talsmaður þeirra gyðinga sem
lifðu af vist í útrýmingarbúðum nasista,
fæddist þennan dag.
30. september
■ Þetta gerðist
1791 Ópera Mozarts, Töfraflautan, var
frumsýnd í Vínarborg.
1846 Bandaríski tannlæknirinn William
Morton notaði deyfingu í fyrsta
sinn á sjúkling.
1938 Neville Chamberlain, utanríkis-
ráðherra Breta, og Édouard Dala-
dier, utanríkisráðherra Frakka,
undirrituðu samkomulag við Ad-
olf Hitler í München. Hitler hætti
við að ráðast inn í Tékkóslóvakíu
gegn því að fá óáreittur að inn-
lima Súdetahéröðin.
1946 Stríðsglæpadómstóllinn í Nürn-
berg í Þýskalandi dæmdi 22 nas-
istaleiðtoga fyrir stríðsglæpi.
1949 Síðasta flugið var farið þennan
dag með birgðir frá Vestur-
Þýskalandi til Vestur-Berlínar.
Með flugbrúnni svonefndu
höfðu verið flutt 2,3 milljón tonn
af eldsneyti og matvælum.
JAMES DEAN
Lést í bílslysli á þessum degi fyrir 48 árum.
JAMES DEAN
■ Á þessum degi fyrir 48 árum fórst
ökuþórinn og leikarinn James Dean í bíl-
slysi í Kaliforníu.
30. september
1955
Enginn afmælis-
söngur né límonaði
James Dean fórst í bílslysi
Haust og vetrarlitirnir
eru komnir í verslanir
H
a
u
st
o
g
v
et
ra
rl
it
ir
n
ir
e
ru
k
o
m
n
ir
GUNNAR INGI
Helsta afmælisósk Gunnars er að halda góðri heilsu og þakkar hann fyrir að
eiga góða fjölskyldu.
■ Afmæli
Rósa Guðný Þórsdóttir leikkona, 45 ára.
Baldur Brjánsson töframaður, 55 ára.
Kristján Erlendsson læknir, 54 ára.
■ Tilkynningar
Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um dán-
arfregnir, jarðarfarir, afmæli eða
aðra stórviðburði. Tekið er á móti
tilkynningum á tölvupóstfangið:
tilkynningar@frettabladid.is.
Athugið að upplýsingar þurfa að
vera ítarlegar og helst tæmandi.
Aðeins tveimur vikum eftir aðbókin Ensku rósirnar eftir
Madonnu kom út á þrjátíu tungu-
málum í meira en hundrað lönd-
um hefur hún náð metsölu um
heim allan. Bókin verður í fyrsta
sæti yfir myndabækur fyrir börn
á metsölulista New York Times
sem birtur verður 5. október
næstkomandi en er í sjöunda sæti
yfir mest seldu bækurnar í
Bandaríkjunum samkvæmt met-
sölulista USA Today sem birtist á
föstudaginn og er þar átt við allar
bækur, ekki bara fyrir börn.
Í tilkynningu frá útgefanda
Ensku rósanna í Bandaríkjunum
segir: „Ensku rósirnar hafa sett
heimsmet á þeim stutta tíma sem
liðinn er frá útgáfu bókarinnar.
Aldrei fyrr hefur fyrsta bók
barnabókahöfundar selst í þvílíku
upplagi. Bókin hefur þegar náð
metsölu í eins ólíkum löndum og
Taívan, Slóveníu og Íslandi.“
Sem eru orð að sönnu því bókin
trónir í efsta sæti á sölulistum
Pennans-Eymundssonar og Bóka-
búða Máls og menningar og hefur
ekki vikið þaðan síðan hún kom út
15. september síðastliðinn. ■
Beint á toppinn
MADONNA Í PARÍS
Poppdrottningin og barnabókahöfundur-
inn Madonna kynnti bók sína, Ensku rós-
irnar, í París á dögunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
DEBORAH KERR
Bandaríska leikkonan Deborah Kerr verður
82 ára í dag. Hún lék meðal annars í From
Here to Eternity og The King and I.