Fréttablaðið - 30.09.2003, Page 24
24 30. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR
MICHAEL SCHUMACHER
Schumacher fagnar sigri í Indianapolis á
sunnudag. Hann þarf aðeins eitt stig í
keppninni í Japan eftir tvær vikur til að
tryggja sér heimsmeistaratitilinn í sjötta sinn.
Formúla 1
FÓTBOLTI „Það er ekki alveg búið
að velja landsliðshópinn,“ sagði
Ríkharður Daðason, leikmaður
norska félagsins Fredrikstad.
„Það kom mér á óvart að ég væri
með aftur af því að þetta er búið
að vera erfitt ár fram að þessu.“
Ríkharður gekk til liðs við
Fredrikstad í haust en félagið
náði efsta sæti 1. deildar um síð-
ustu helgi. „Ég er búinn að spila
þrjá leiki með Fredrikstad en í
fyrsta leiknum kom ég inn á sem
varamaður,“ sagði Ríkharður.
„Þetta er mjög skemmtilegt lið
og þjálfarinn góður. Hann er
mjög flinkur við að gefa mönnum
sjálfstraust. Liðið reynir að spila
góðan fótbolta og það er gaman
eftir svona erfitt ár að fá að
koma inn á og fá leyfi að reyna
erfiða hluti og vera ekki
skammaður fyrir það. Við reyn-
um að spila sóknarbolta og skapa
marktækifæri.“
„Ég valdi Fredrikstad mikið til
út af þessu. Ég þekkti til Knut
Torbjørn Eggen þjálfara frá því
ég fyrst kom til Noregs. Hann
vildi fá mig til Moss á sínum
tíma. Hann útskýrði fyrir mér
hvernig Fredrikstad spilar og
mér fannst það passa við minn
leikstíl. Það sem hann hefur sagt
hefur staðið eins og stafur á
bók.“
Fredrikstad er efst þegar fimm
leikir eru eftir. „Við eigum
Sandefjord í næstu viku og það
verður erfiður útileikur. Síðan
eigum við Hönefoss heima svo
það er langt í frá að þetta sé búið.
Þetta hefur verið að falla okkar
megin undanfarnar vikur og við
höfum góðan meðbyr og við von-
um að við getum haldið honum.“ ■
FÓTBOLTI „Við tilkynntum engan
landsliðshóp en það sem við gerð-
um var að við tilkynntum 22 menn
til klúbbanna,“ sagði Ásgeir Sigur-
vinsson landsliðsþjálfari. Átján
leikmenn verða síðar valdir í hóp-
inn sem kemur saman til æfinga í
Þýskalandi fjórum dögum fyrir
leikinn gegn Þjóðverjum.
Fimmtán þeirra sem tóku þátt í
leiknum gegn Þjóðverjum fyrr í
þessum mánuði eru á leikmanna-
listanum sem birtur var í gær.
Heiðar Helguson og Lárus Orri
Sigurðsson eru meiddir og geta
ekki leikið gegn Þjóðverjum en Jó-
hannes Karl Guðjónsson tekur út
leikbann. Kristján Örn Sigurðsson
og Marel Baldvinsson, sem tóku
þátt í undirbúningnum fyrir leik-
inn gegn Þjóðverjum í byrjun sept-
ember, eru einnig á leikmannalist-
anum sem tilkynntur var í dag.
Bjarni Guðjónsson, Gylfi Ein-
arsson, Hjálmar Jónsson, Ríkharð-
ur Daðason og Tryggvi Guðmunds-
son koma inn í hópinn að nýju.
Gylfi og Tryggvi hafa leikið lands-
leik á þessu ári en Hjálmar og Rík-
harður léku síðast með landsliðinu
í vináttuleik gegn Ungverjum fyr-
ir ári. Bjarni hefur ekki leikið
landsleik frá vináttuleiknum gegn
Eistlendingum í nóvember í fyrra.
„Við höfum ekki séð Tryggva
eftir að hann varð góður af meiðsl-
unum. Ríkharður er nýlega byrjað-
ur að spila og gengur vel. Við mun-
um fylgjast vel með því sem gerist
á næstu dögum og í næstu leikj-
um,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson.
Fjórir leikmannanna í hópnum
leika með íslenskum félögum.
„Það er verið að vinna í því að þeir
sem eru hér heima verði erlendis
við æfingar,“ sagði Ásgeir. Ólafur
Örn Bjarnason hefur verið í Nor-
egi og á Englandi að undanförnu.
„Við erum að vonast til að Veigar
Páll Gunnarsson og jafnvel Krist-
ján Örn Sigurðsson geti komist að
hjá einhverjum félögum. Þetta er
voðalega erfitt því deildin er búin
hérna heima og það væri æskilegt
ef það væri hægt að koma þeim að
einhvers staðar um tíma.“ ■
Enska knattspyrnan:
Fulham
greiði Tig-
ana bætur
FÓTBOLTI Fulham hefur verið dæmt
til að greiða Jean Tigana, fyrrum
framkvæmdastjóra félagsins,
455.000 pund. Tigana var rekinn
frá félaginu í apríl þegar fimm
umferðir voru eftir af deilda-
keppninni og ákvað dómurinn að
Fulham skyldi greiða Frakkanum
tveggja mánaða laun. Fulham á
einnig að greiða Tigana bónusa
vegna þess að undir hans stjórn
komst félagið í UEFA-bikarkeppn-
ina á síðasta tímabili. Fulham hef-
ur þegar lýst því yfir að félagið
muni áfrýja dómnum. ■
Ríkharður Daðason:
Langt í frá að þetta sé búið
RÍKHARÐUR DAÐASON
Ríkharður lék síðast með landsliðinu í
vináttuleik gegn Ungverjum fyrir ári.
hvað?hvar?hvenær?
27 28 29 30 1 2 3
SEPTEMBER
Þriðjudagur
15.05 Trans World Sport (Íþróttir
um allan heim) á Stöð 2.
15.20 Olíssport á Sýn. Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima og er-
lendis.
15.50 Fréttaþáttur um Meistara-
deild Evrópu á Sýn.
16.20 Meistaradeild Evrópu á Sýn.
Bein útsending frá leik Lokomotiv
Moskvu og Arsenal.
18.30 Meistaradeild Evrópu á Sýn.
Bein útsending frá leik Celtic og Lyon.
19.15 Grótta/KR 2 leikur gegn Aft-
ureldingi á Seltjarnarnesi í SS bikar
karla í handbolta.
20.00 HR og Fram leika í Framhús-
inu í SS bikar karla í handbolta.
20.00 World Class mætir Val í
Valsheimilinu í SS-bikar karla í hand-
bolta.
20.00 ÍR 2 fær Breiðablik í heim-
sókn í Seljaskóla í SS-bikar karla í hand-
bolta.
20.00 Ármann/Þróttur og KR leika
í Laugardalshöll á Reykjavíkurmóti karla.
20.40 Meistaradeild Evrópu á Sýn.
Útsending frá leik Lokomotiv Moskvu
og Arsenal.
22.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima og er-
lendis.
23.00 Mótorsport 2003 á Sýn. Ítar-
leg umfjöllun um íslenskar akstursíþrótt-
ir.
23.30 Trans World Sport (Íþróttir
um allan heim) á Sýn.
Undirbúningur fyrir leikinn
gegn Þjóðverjum hafinn
Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt hóp 22 leikmanna vegna leiksins gegn
Þjóðverjum í næsta mánuði. Átján manna landsliðshópur kemur saman í Þýskalandi fjórum
dögum fyrir leikinn.
LANDSLIÐHÓPURINN:
Leikmenn F L M
Birkir Kristinsson ÍBV 73 -
Árni Gautur Arason Rosenborg 31 -
Hermann Hreiðarsson Charlton 51 3
Arnar Þór Viðarsson Lokeren 28 -
Pétur Marteinsson Hammarby 27 1
Ólafur Örn Bjarnason Grindavík 13 -
Indriði Sigurðsson Genk 12 -
Hjálmar Jónsson IFK Göteborg 5 -
Kristján Örn Sigurðsson KR - -
Rúnar Kristinsson Lokeren 102 3
Arnar Grétarsson Lokeren 63 2
Þórður Guðjónsson Bochum 48 12
Brynjar Gunnarsson Nott. Forest 38 3
Bjarni Guðjónsson Bochum 12 1
Ívar Ingimarsson Wolves 11 -
Gylfi Einarsson Lilleström 8 -
Helgi Sigurðsson Lyn 49 10
Ríkharður Daðason Fredrikstad 42 14
Tryggvi Guðmundsson Stabæk 32 9
Eiður Smári GuðjohnsenChelsea 26 9
Marel Baldvinsson Lokeren 11 -
Veigar Páll Gunnarsson KR 3 -
ÁSGEIR SIGURVINSSON
Átján manna landsliðshópur kemur saman í Þýskalandi fjórum dögum fyrir leikinn.
ÞÝSKALAND - ÍSLAND
Þjóðverjar og Íslendingar keppa
í Hamborg 11. október.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/
VI
LH
EL
M