Fréttablaðið - 30.09.2003, Side 26

Fréttablaðið - 30.09.2003, Side 26
26 30. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 27 28 29 30 1 2 3 SEPTEMBER Þriðjudagur Hannes Þ. Guðrúnarson gítar-leikari heldur einleikstón- leika í Salnum í kvöld. „Ég flyt tónlist frá Suður-Ameríku; Para- gvæ, Mexíkó og Kúbu. Þessi tón- list er í uppáhaldi hjá mér og mjög aðgengileg fyrir áheyrend- ur í öllum aldurshópum.“ Hannes hefur starfað sem tón- listarmaður og kennari á Akur- eyri og í Noregi: „Þetta eru fyrstu opinberu tónleikarnir sem ég held hér fyrir sunnan eftir að ég út- skrifaðist frá Tónskóla Sigur- sveins fyrir tíu árum. Það er kom- inn tími til að láta í sér heyra og ég er búinn að vera að undirbúa tónleikana síðan í vor.“ Suðrænt og seiðandi er yfir- skrift tónleikanna en þeir eru lið- ur í tónleikaröð kennara við Tón- listarskóla Kópavogs: „Ég flutti til Reykjavíkur fyrir ári og starfa sem kennari við skólann. Hug- myndin er að gefa kennurum tækifæri á að njóta sín sem flytj- endur og um leið að leyfa nemend- um að sjá kennara sína í hlutverki tónlistarmannsins. Krakkarnir fá það verkefni að skrifa um tvenna tónleika en það er mjög mikilvægt fyrir nemendur að læra að njóta tónlistarflutnings. Það er aldrei það sama að heyra tónlistina leikna af geisladisk eins og að sjá hana lifna við í tónleikasalnum.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í kvöld og standa yfir í klukkustund. ■ ■ TÓNLEIKAR ■ MYNDLIST Suðræn og seiðandi gítartónlist■ ■ KVIKMYNDIR  20.30 Goethe-Zentrum, Laugavegi 18, sýnir heimildarmynd um þýsku „Rík- ishraðbrautina“, Reichsautobahn. Leik- stjórinn Hartmut Bitomsky reynir hér að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Hannes Þ. Guðrúnarson gít- arleikari verður með einleikstónleika í Salnum Þetta eru fyrstu tónleikar í Tón- leikaröð kennara við Tónlistarskóla Kópavogs. Hannes mun flytja verk eftir Agustin Barrios Mangore, Manuel M. Ponce og Leo Brouwer.  20.30 Stórtónleikar Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Gunnars Guðbjörns og Jónasar Ingimundarsonar í Fjöl- brautarskóla Suðurlands, Selfossi. Á efnisskránni eru vinsælar aríur, dúettar og terzettar úr þekktum óperum eftir Mozart, Bizet, Gounod, Verdi og Puccini, og íslensk sönglög eftir Sigfús Einars- son, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sig- valda Kaldalóns, Markús Kristjánsson, Emil Thoroddsen og Bjarna Þorsteins- son. ■ ■ FYRIRLESTRAR  08.30 Hvað er að gerast í ís- lensku viðskiptalífi? Vegna mikilla hræringa í íslensku viðskiptalífi undan- farna daga efnir Viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Íslands til morgunfundar í stofu 101 í Odda. Ágúst Einarsson, deildarforseti Viðskipta- og hagfræði- deildar, og Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, eru meðal þeirra sem flytja erindi.  12.05 Már Jónsson sagnfræðingur flytur erindi í Norræna húsinu í fyrir- lestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, „Hvað er (um)heimur?“ Fyrirlesturinn nefnist „Heiman eða heim? Brottrekst- ur mára frá Spáni í byrjun 17. aldar.“ Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.  16.30 Luigi Capogrossi Colognesi, prófessor í Rómarrétti við „La Sapienza“ háskólann í Róm, flytur fyrirlestur á Lög- fræðitorgi Háskólans á Akureyri þar sem hann leitar svara við spurningunni: Hvað gagnast okkur Rómarréttur í lögfræði nútímans? Erindið verður haldið í Þingvallastræti 23, stofu 14.  20.00 Krabbameinsfélag Hafnar- fjarðar efnir til fræðslufundar í Hásöl- um, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu. Eiríkur Jónsson yfir- læknir flytur erindi um krabbamein í blöðruhálskirtli og Bjarni Magnússon, fv. bankaútibússtjóri, segir frá reynslu sinni af sjúkdómnum. Boðið verður upp á kaffiveitingar. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Sýningunni Landnámi og Vínlands- ferðum, á rishæð Þjóðmenningarhúss- ins, lýkur í dag. Einnig lýkur sýningunni Íslandsmynd í mótun - áfangar í kortagerð. Sýningar í Þjóðmenningar- húsinu eru opnar alla daga kl. 11-17. HANNES Þ. GUÐRÚNARSON Kennari við Tónlistarskóla Kópavogs heldur gítareinleikstónleika í Salnum í kvöld í tilefni af tónleikaröð kennara skólans. Dagný Heiðdal verð-ur nú í hádeginu með leiðsögn um yfir- litssýningu á verkum Júlíönu Sveinsdóttur í Listasafni Íslands. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Vefur lands og lita, gefst ein- stakt tækifæri til þess að kynnast list Júlíönu, sem var ein af fyrstu konunum sem gerðu málaralist að ævistarfi sínu. Júlíana tilheyrir brautryðjendum ís- lenskrar málaralistar. Aldrei áður hefur verið haldin jafn yfirgripsmikil sýning á verk- um hennar. Leiðsögn Dagnýjar um sýning- una hefst tíu mínútur yfir tólf og stendur í hálfa klukkustund. ■ Síðasta plata Outkast, Stankon-ia, var ein af betri hiphop-plöt- um allra tíma. Það hlýtur því að teljast frekar undarleg ákvörðun hjá þeim Antwan „Big Boi“ Patton og André „3000“ Benjamin að fara algjörlega í sitthvora áttina. Þannig er fimmta plata Outkast í rauninni ekki plata frá Outkast, heldur tvær sólóplötur þeirra fé- laga splæstar saman í eina tvö- falda breiðskífu. Big Boi gefur út stuðplötuna Speakerboxxx á með- an André 3000 gerir hina lág- stemmdu og svefnherbergis-rúm- góðu The Love Below. Þeir passa sig svo á því að rappa aldrei sam- an í neinum lögum, André aðstoð- ar þó Big Boi við lagasmíðar í ein- staka tilfellum. André passar sig svo á því að rappa sem minnst og syngur frekar. Fyrst fannst mér þetta frekar galin hugmynd hjá þeim, en eftir að hafa rennt báðum plötum nokkrum sinnum í gegn get ég ekki annað en verið alsæll. Þeir félagar eru mjög ólíkir í stílum. Big Boi er líkari því sem Outkast hefur gert áður, stuðandi og hrað- ur á köflum með viðlögum sem ýta undir fjöldasöng, en André ákveður að fara aðrar leiðir. Þar eru leikræn tilþrif meiri og meira um gamansemi. Hann hoppar á milli þess að minna á Barry White yfir í swing og að skáka sjálfum Prince í svalheitum. Báðar plöturnar eru frábærar. Ég er yfirleitt mjög mótfallinn tvöföldum plötum, en þessar bera lengdina vel þar sem fjölbreyti- leikinn er mikill. Það er erfitt að gefa þessu annað en fullt hús! Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist OUTKAST: Speakerboxxx/The Love Below Tveir ásar! Júlíana Sveins í Listasafni Íslands HVÍT KANNA OG BÓK Olíumálverk eftir Júlíönu frá 1948. ANDRI GUÐMUNDSSON Uppáhaldsstaðurinn minn erbara uppi í rúmi og undir sæng, sérstaklega þegar það er farið að hvessa í veðri,“ segir Andri Guðmundsson, hljómborðs- leikari Írafárs. Ég á engan uppá- haldsskemmtistað, tek bara rúnt- inn þegar ég fer niður í bæ og kíki á Gaukinn, Vegamót, Sólon og stundum Hverfisbarinn.“ Staðurinnminn Rithöfunda- og tónskáldasöfn Hvers vegna og hvernig? Málþing í Norræna húsinu í Reykjavík Föstudagurinn 3. október 2003 Dagskrá 9.00 Skráning 9.30 Setning 10.00 Safn um mig ì opnunarerindi Einars Más Gudmundssonar rithöfundar. 11.00 Rithöfunda- og tónskáldasöfn. Hvers vegna og hvernig? Hagnýt erindi um uppbyggingu safna, sýningar, vefsíður, markaðssetningu og nýsköpun í rekstri safna og stofnana sem helguð eru rithöfundum og tónskáldum. Þeir sem flytja erindi og sitja í pallborði eru: • Erling Dahl forstöðumaður Edvard Grieg Museum í Noregi og forseti ICLM (International Commitee of Literary Museum) • Marketta Tamminen forstöðumaður Borgå museum, sem sér um safn Runebergs í Finnlandi • Marianne Landqvist frá Strindbergsmuseet í Stokkhólmi í Svíþjóð • Anders Ole Hauglid frá rithöfundasöfnunum Aulestad og Bjerkebæk í Noregi • Bente Forberg safnasérfræðingur hjá Aulestad, Karoline og heimili Bjørnstjerne Bjørnsons í Noregi • Ejnar Askgaard safnasérfræðingur H.C.Anderson safninu í Dan mörku • Monica Jangaard frá Edvard Grieg Museum í Björgvin í Noregi • Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Stofnunar Gunnars Gunn arssonar á Skriðuklaustri. Gert er ráð fyrir hádegisverðarhléi og síðan pallborðsumræðum í lok fundar. Áætluð fundarlok eru kl. 14:00. Málþingið fer fram á skandinavísku og er þinggjaldið 9.500 kr. Innifalið í því eru gögn, léttur hádegisverður og kaffi. Málþingið er hluti af norrænni ráðstefnu bókmennta- safna sem stendur frá 2. - 5. október. Tema hennar er Bókmenntir og þjóðernishyggjaî. Dagskrá ráðstefnunnar í heild sinni er á vefsíðunni www.skriduklaustur.is/konferanse. Skráningar skulu sendar á netfangið gudny@stadurogstund.is. Sjá frekari upplýsingar á www.stadurogstund.is og í síma 554 0070. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.