Fréttablaðið - 30.09.2003, Qupperneq 27
ÞRIÐJUDAGUR 30. september 2003 27
Leikarinn Keanu Reeves hefurnú dregið sig alveg í hlé og
mun jafnvel sleppa því alveg að
taka þátt í kynningarferðum
vegna þriðju Matrix-myndarinn-
ar. Ástæðan er sögð sú að litla
systir hans, Kim, er komin með
hvítblæði.
Kim er ein þeirra sem staðið
hafa við bakið á Keanu í raunum
hans undangengin ár. En fyrir 4
árum fæddi konan hans, Jennifer
Syme, andvana barn og eins og
það væri ekki nóg dó hún í bílslysi
tveimur árum síðar. Svo hinn 39
ára gamli leikari er eiginlega
kominn með nóg af þessu öllu
saman og kærir sig ekki um að
umgangast neinn nema systur
sína hana Kim og reynir að styðja
hana í gegnum þrautir sínar. ■
Tónlistarmaðurinn Phil Collinssegist vera byrjaður að trúa
fólki sem segist sjá drauga þar sem
hann sé sjálfur enn í sambandi við
látinn föður sinn.
Söngvarinn greindi nýlega frá
því í viðtali við Brigitte Magazine
að eitt kvöldið hefði rafmagnsteppi
verið rifið ofan af börnum hans. Í
fyrstu héldu þau að það hefði runn-
ið af og settu það aftur ofan á sig.
Þegar teppið hafði verið hrifsað af
krökkunum aftur og aftur voru þau
orðin handviss að draugur væri þar
á ferð. Síðar kom í ljós að teppið var
bilað og að það hefði hæglega getað
skaðað börnin.
Phil segist stuttu eftir þetta hafa
leitað til miðils og þá hafi komið í
ljós að draugurinn var enginn ann-
ar en látinn faðir hans sem vissi af
biluninni og vildi vernda börnin frá
skaða.
Eftir þetta segist Phil Collins
aldrei draga orð þeirra í efa sem
segjast hafa séð drauga. ■
Keanu Reeves:
Harmleikur
Matrix-
stjörnu
KEANU REEVES
Hefur lent í ótrúlegum hremmingum und-
anfarin ár og nú er systir hans komin með
hvítblæði.
Í sambandi við
látinn föður sinn
Skrýtnafréttin
PHIL COLLINS
Trúir því að látinn faðir sinn hjálpi
sér að passa börnin.
Madonna hefur samþykkt aðleika S&M meistara í næsta
myndbandi Britney Spears. Lagið
er dúett þeirra og heitir „Me
Against the Music“. Eiginmaður
Madonnu, Guy
Ritchie, ætlar að
leikstýra.
Madonna leikur
ógnvekjandi næt-
urklúbbseiganda
sem lokkar til
sín hina saklausu
Britney og lok-
ar hana inni
með öðrum
myndarleg-
um hnát-
um.
Sviðs- og kvikmyndaleikararminntust leikarans Gregory
Hines með glæsi-
legri uppákomu í
Apollo Theater í
Harlem í New
York á sunnudags-
kvöldið. Eldri bróð-
ir hans, Maurice,
var kynnir. Á með-
al þeirra sem
komu fram voru rússneski ballet-
dansarinn Mikhail Baryshnikov,
Debbie Allen og leikkonan Isa-
belle Rossellini.
Söngvari bresku sveitarinnarThe Libertines gæti sloppið úr
fangelsi innan
nokkurra daga eft-
ir að lögfræðingar
hans fengu dómi
hans hnekkt. Lög-
fræðingar hans
sögðu að fangelsis-
vistin hefði hrist
verulega upp í hon-
um og að hann væri ólíklegur til
þess að brjóta lögin aftur. Fyrr-
um liðsmenn hans í Libertines
hafa sagst ætla að taka við hon-
um aftur þegar hann losnar, þrátt
fyrir að söngvarinn hafi endað í
fangelsi fyrir að hafa brotist inn
hjá einum þeirra.
Sjónvarpsleikaranum MattLeBlanc hefur verið skipað að
fara í megrun áður
en tökur á þættin-
um Joey hefjast.
Leikarinn hefur
bætt örlítið á sig á
meðan tökur á tí-
undu og síðustu
Friends-seríunni
hafa staðið yfir.
Vinir leikarans segja þó að leikar-
inn sé ansi langt frá því að teljast
feitur, en svona getur skemmtana-
bransinn nú verið harður.
Önnur breiðskífa The Strokeshefur lekið út á Netið. Platan
heitir Room on
Fire og hafa aðdá-
endur fyrstu plöt-
unnar beðið hennar
með mikilli eftir-
væntingu. Tíu af
ellefu lögum plöt-
unnar eru nú fáan-
leg á skiptiforrit-
um Netsins, útgefandanum og
hljómsveitinni til ama.
Fréttiraf fólki