Fréttablaðið - 30.09.2003, Page 29
Hluthafafundur í SÍF hf. ver›ur haldinn mi›vikudaginn 15.
október 2003 í a›alstö›vum félagsins a› Fornubú›um 5,
Hafnarfir›i og hefst fundurinn kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Kjör tveggja stjórnarmanna.
2. Tillögur um breytingar á samflykktum.
Stjórn félagsins leggur fram tillögurnar um breytingar á samflykktum
félagsins. Lúta flær a› flví a› stytta samflykktirnar og einfalda en helstu
efnisbreytingar eru:
a) Hluthafafundir ver›i lögmætir án tillits til fundarsóknar.
b) Vi› stjórnarkjör flurfa frambjó›endur a› tilkynna frambo› sitt skriflega
til stjórnar 5 sólarhringum fyrir upphaf hluthafafundar.
Tillögur stjórnarinnar um breytingar á samflykktunum geta hluthafar
kynnt sér á vefsí›u félagsins, www.sif.is, e›a á a›alskrifstofu félagsins
flar sem flær liggja frammi.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á fundinum skulu vera komnar
í hendur stjórnarinnar eigi sí›ar en sjö dögum fyrir fundinn.
Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins
hluthöfum til s‡nis sjö dögum fyrir fundinn. Ennfremur er hægt a›
nálgast flær á vefsí›u félagsins.
A›göngumi›ar, atkvæ›ase›lar og fundargögn ver›a afhent á fundarsta›
frá kl. 15 fundardaginn.
Stjórn SÍF hf.
Athygli hluthafa er vakin á n‡jum fundarsta›.
SÍF HF.
HLUTHAFAFUNDUR
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
•
N
M
1
0
4
1
2
/
s
ia
.i
s
29ÞRIÐJUDAGUR 30. september 2003
Íkvöld sýnir ríkissjónvarpið tværíslenskar dansstuttmyndir sem
voru framlag í norræna samstarfs-
verkefninu Moving North. 120
danshöfundar frá Norðurlöndum
sendu inn hugmyndir að dansstutt-
myndum en 10 verkefni fengu
styrk til að framleiða verkefnin.
Myndirnar sem sýndar verða í
kvöld eru annars vegar „Burst“
eftir danshöfundinn Katrínu Hall, í
leikstjórn Reynis Lyngdals, og
hins vegar „While the Cat's Away“
eftir Helenu Jónsdóttir dansara og
Unni Ösp Stefánsdóttur leikstjóra.
„Þetta verkefni er stórkostlegt
framtak og vonandi verður áfram-
hald á þessu verkefni,“ segir Hel-
ena Jónsdóttir danshöfundur.
„Myndirnar eru mjög fjölbreyttar
en myndin okkar fjallar um mæðg-
ur sem búa á sama heimili. Þegar
sú yngri fer í vinnuna bregður sú
eldri sér í ýmis gervi og tekur
dansspor um alla íbúðina. Margrét
Ólafsdóttir fer með hlutverk eldri
konunnar og hún er alveg frábær í
hlutverkinu,“ segir Helena, sem
var að koma heim frá stuttmynda-
hátíð í Aþenu þar sem „While the
Cat's Away“ var sýnd. Mynd Reyn-
is Lyngdala og Katrínar Hall hefur
verið valin til að taka þátt í
Panorama-hátíðinni í Gautaborg. ■
TÓNLIST Halldór R. Lárusson er í
heldur undarlegri stöðu í vinn-
unni. Á sama tíma og flest skrif-
stofufólk bölvar yfir þeirri
ákvörðun yfirmanna sinna að loka
aðgangi að spjallrásum netsins
þarf Halldór að sætta sig við það
að vera í Bowie-banni í vinnunni.
Halldór er líklegast David
Bowie-aðdáandi númer eitt hér á
Íslandi og hefur nýtt hvert gefið
tækifæri til þess smita menn að
Bowie-bakteríunni, vinnufélögum
hans á Íslensku auglýsingastof-
unni til mikils ama. Halldór er þó
búinn að sætta sig við þetta hlut-
skipti sitt þar sem hann veit að
þetta er þeirra missir. Vinnufé-
lagarnir missa þannig af því að
kynnast splunkunýrri skífu
Bowie, Reality, sem var að koma í
búðir og hefur fengið góða dóma
gagnrýnenda, m.a. hér í Frétta-
blaðinu.
Halldór á rúmlega 300 titla af
plötum, geisladiskum, kassettum
og vídeóspólum með David
Bowie.
„Maður er samt einn af litlu
strákunum,“ segir hann. „Ég veit
um einn á Spáni sem á yfir 700
tónleikaupptökur með Bowie.
Hann hlær líka bara að manni
þegar maður reynir ná sambandi
við hann. Ég hef nú stundum náð
einhverju af honum með því að
láta hann hafa lög með Björk, ég
hef líka aðgang að góðu safni þar.“
Hörðustu Bowie-bíttararnir
taka ekki í mál að fá peninga fyr-
ir að láta gersemi sín úr hendi.
Eini gjaldmiðillinn sem Bowie-að-
dáendur vilja fá í skiptum fyrir
sjaldgæfa upptöku er önnur sjald-
gæf upptaka. Halldór segist rétt
vera orðinn gjaldgengur í hinum
harða viðskiptaheimi Bowie-bítt-
ara en segist þó stöðugt vera að
nálgast innsta hring. Fram að
þessu hefur hann verið að skipta
við fólk frá Singapore, Ástralíu,
Bandaríkjunum og víðar.
Bowie hefur verið í blóma síð-
ustu árin. Halldór viðurkennir vel
að Bowie hafi átt slæmt tímabil.
„Hann gekk um dimman dal frá
1984-'93. Þá þurfti maður rosalega
oft að gleypa stoltið. Það sem kom
á eftir Let’s Dance plötunni var
allt að því skelfilegt. Ég var að
læra úti í Los Angeles árið 1987
og sá hann tvisvar sinnum á tón-
leikum á því tímabili. Tónlistar-
lega séð voru tónleikarnir rosa-
lega flottir en útlitslega séð var
þetta skelfilegt,“ segir Halldór og
er sáttur við hversu vel Bowie
hefur tekist að rétta sig við.
biggi@frettabladid.is
Íslensku barnabókaverðlauninvoru afhent við hátíðlega við-
höfn í Iðnó í gær. Rithöfundurinn
Yrsa Sigurðardóttir hreppti verð-
launin fyrir bók sína Bíóbörn en
þetta er fimmta bók Yrsu. „Ég
sendi fyrstu bókina mína inn í
þessa keppni en vann ekki verð-
launin þá. Nú vildi svo til að ég
átti handrit á þeim tíma sem fal-
ast var eftir þeim í keppnina og
fannst því tilvalið að taka þátt,“
segir Yrsa.
Bókin fjallar um fyrirtækið
Bíóbörn, sem ákveður að stofna
frumkvöðlasetur fyrir afburða-
börn. Trössunum Önnu Lísu og
Ragga er fyrir mistök boðið á
frumkvöðlanámskeiðið og þar
lenda þau í ýmsum ævintýrum.
„Þetta er í rauninn ádeila á það
hvað öll börn þurfa að vera mikl-
ir snillingar nú til dags. Þau fá
ekki frelsi til að vera venjuleg
heldur eru þau send á alls konar
námskeið til að hafa burði til að
skara fram úr,“ segir Yrsa Sig-
urðardóttir.
Í áliti dómnefndar kemur fram
að bókin sé full af húmor og frá-
sagnargleði en hvernig finnst
Yrsu bókin í samanburði við fyrri
bækur sem hún hefur gefið út?
„Nú settist ég niður og hugsaði
um hvað mér hefði
fundist skemmtilegast
að lesa þegar ég var
barn. Ég hafði gaman
af ráðgátubókum og
krakkarnir í þessari
bók þurfa að leysa
spennandi ráðgátu.“
Yrsa fékk afhent
fyrsta eintak Bíóbarna
á verðlaunaafhending-
unni í Iðnó en að auki
fékk hún 300.000 krón-
ur í verðlaunafé. Bókin
er gefin út af Vöku
Helgafelli og kom í
verslanir í gær. ■
MATT LE BLANC
Joey æfir sig daglega núna því ef hann á
að fá að halda sínum eigin þætti, sem fer
að fara í tökur, verður hann að losa sig við
höldin sem myndast hafa á mjöðmum
hans.
Rapparinn Jay-Z var tilnefnd-ur til verðlauna á síðustu
MTV-verðlaunaafhendingunni og
verður því að segjast að hlut-
skipti hans í lífinu sé mörgum
eftirsóknarvert. Svo ekki sé
minnst á að kærastan hans er
engin önnur en Beyoncé Know-
les. En hann hafði sagt fyrir út-
gáfu síðustu plötunnar sinnar að
hann myndi hætta eftir að hafa
kynnt plötuna rækilega og það
hefur hann nú gert.
„Þegar ég byrjaði í þessum
bransa heillaði viðskiptahliðin og
ég ætla að helga mig henni,“ segir
Jay-Z og útskýrir að í raun hafi
hann fyrst og fremst viljað vinna
við viðskiptahlið bransans en að
leiðin þangað hafi í raun verið að
meika það fyrst og græða peninga
sem rappari.
Jay-Z útilokar ekki að þau
Beyoncé Knowles og hann gifti
sig á næstunni en hann er samt
voða upptekinn þessa dagana við
að skrifa endurminningar sínar.
Þær verða prentaðar á bók sem
kemur út á næstunni og svo er
hann með eigin fatalínu og mikinn
rekstur sem hann ætlar að nú að
sinna. ■
YRSA SIGURÐARDÓTTIR
Hreppti Íslensku barnabóka-
verðlaunin 2003 en verðlaun-
in voru afhent í Iðnó í gær.
Frumkvöðlasetur
fyrir afburðabörn
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
RÚV í kvöld:
Tvær
íslenskar
dansstutt-
myndir HELENA JÓNSDÓTTIR
Helena er höfundur í dansstuttmynd-
arinnar „While the Cat's Away“ sem sýnd
verður á RÚV í kvöld.
JAY-Z
Finnst miklu skemmtilegra að stunda við-
skipti en að rappa.
Maður Beyoncé:
Jay-Z hættur
HALLDÓR OG BOWIE
Uppáhaldsplötur Halldórs með Bowie eru Station to Station og Scary Monsters. „Fyrst las ég grein um Bowie sem Ómar Valdimarsson
skrifaði í Vikuna,“ segir hann um Bowie-áhuga sinn. „Það var rétt eftir að Ziggy Stardust kom út. Eftir hana fór ég út í búð og keypti plöt-
una og hef verið illa haldinn.“
Bowie-bíttari Íslands